102. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

16.05.2018

102. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 16. maí kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir 
Hlynur Snæbjörnsson
Kári Karlsson (varamaður í fjarveru Sæþórs Gunnsteinssonar)

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi 
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:       

1.         Rangá.  Breyting á deiliskipulagi. 

2.         Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, skipulagslýsing vegna breytinga.

3.         Þverá í Dalsmynni.  Afmörkun landeignar og nýtt heiti.   

4.         Hlíðskógar í Bárðardal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.

5.         Eyjadalsvirkjun.  Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og ósk um breytingu á aðalskipulagi.

6.         Litluvellir í Bárðardal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.

7.         Efnistökusvæði E-41 á Fljótsheiði.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.

8.         Umhverfi Goðafoss.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.                       

 

1.      Rangá.  Breyting á deiliskipulagi.                                                                    S20160901

Erindi dags. 8. mars 2018 frá Ómari Ívarssyni, f.h. landeigenda Rangár í Kaldakinn, þar sem óskað er eftir því að gerð verði breytingu á Deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis á Rangá.  Breytingin felst í því að hámarks leyfilegt byggingarmagn á hverju gistihýsi breytist úr allt að 40 m² í allt að 50 m².

Skipulagsnefnd lagðist ekki gegn breytingunni, en fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna hana fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaganr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti breytinguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með grenndarkynningarbréfi dags 27. mars með athugasemdafresti til og með 24. apríl 2018.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn breytingu á deiliskipulagi og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

2.      Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2014.  Skipulagslýsing vegna breytinga.         S20180303

Erindi dagsett 7. mars 2018 frá Þresti Friðfinnssyni, formanni Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, þar sem gerð er grein fyrir því að unnið sé að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024  sem staðfest var 21.1.2014.  Breytingin mun taka til legu flutningslína raforku en ekki voru forsendur til þess að ganga frá legu þeirra þegar svæðisskipulagið var unnið.  Í samræmi við 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur verið tekin saman skipulags- og matslýsing þar sem gerð er grein fyrir áherslum, helstu forsendum, fyrirliggjandi stefnu, skipulagskostum og hvernig samráði og kynningu verði háttað.  Óskað er eftir umsögn Þingeyjarsveitar um lýsinguna sbr. 23. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna þar sem hún telur að í henni sé gerð fullnægjandi grein fyrir fyrirhuguðri skipulagsvinnu, málsmeðferð vegna vegna breytingarinnar og helstu umhverfisþáttum sem fyrirhugaðar framkvæmdir ná til.

 

3.      Þverá land í Dalsmynni. Afmörkun landeignar, landskipti og nýtt heiti.                             S20180401

Erindi dagsett   8. maí 2018 frá Helgu A. Erlingsdóttur  þar sem hún sækir um f.h. sína hönd og systra sinna að lóðarmörk landeignarinnar „Þverá land“ landnr. 174642 skv. meðfylgjandi lóðarblaði dagsettu 27.12.2012 frá Búgarði (ghg) verði staðfest og einnig verði lóðarstærð leiðrétt úr 1275 m² í 1247 m² til samræmis við lóðarstærð á lóðarblaði.  Einnig er sótt um að lóðinni undir íbúðarhúsið verð skipt úr úr jörðinni Þvera og heiti landeignar „Þverá land“ verði breytt í Þverá 1.  Fylgigögn eruHnitsettur lóðarblað, þinglýsingarvottorð, skiptayfirlýsing og samþykki landeigenda jarðarinnar Þverár.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar, landskiptin né nýtt heiti landeignarinnar og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að tilkynna umræddar leiðréttingar og breytinga til Þjóðskrár og annast málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

4.      Hlíðskógar í Bárðardal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar. S20180101

Tekið fyrir að nýju erindi dags 5. febrúar frá Karli Erlendssyni, Hlíðskógum í Bárðardal þar sem hann sækir um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni Hlíðskógum skv. meðfylgjandi tilkynningu um skógrækt til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar dags. 4. janúar 2017.        

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á erindinu á fundi sínum 8. febrúar en fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna skógræktaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Skógræktaráformin voru grenndarkynnt með grenndarkynningarbréfi dagsettu 13. mars 2018.  Athugasemdir bárust frá Gunnlaugi F. Friðrikssyni á Sunnuhvoli, Herdísi Gunnlaugsdóttur, eigandi sumarbústaðarins Paradísar í Bárðardal og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga. 

Athugasemdirnar snérust að mestu leyti um skógræktaráform í Valley einkum vegna skerðingar á útsýni og einnig af vistfræðilegum ástæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd mælir ekki með skógræktaráformum í Valley að sinni en gerir ekki athugasemdir við skógræktaráform á öðrum svæðum sem landeigandi hefur gert grein fyrir í áður nefndri tilkynningu um skógrækt til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar dags. 4. janúar 2017.

 

5.      Eyjardalsvirkjun. Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og og ósk umbreytingu á aðalskipulagi.    S20180501

Erindi dagsett 2. maí 2018 frá Þorgeiri Birni Hlöðverssyni og Eiði Jónssyni f.h. Eyjadalsvirkjunar þar sem sótt er um heimild til skipulagsgerðar og að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 verið breytt vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma í Eyjardalsá í Bárðardal.

Að frumkvæði Vélaverkstæðisins Árteigi sf. hafa verið til skoðunar undanfarin misseri, möguleikar á virkjun Eyjardalsár í Bárðardal.  Það leiddi til þess að haustið 2017 var gengið frá viljayfirlýsingu a milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda um téð áform.

Í lok s.I. árs var síðan stofnað undirbúningsfélagið Eyjardalsvirkjun ehf. til að ljúka undirbúningsrannsóknum, forhönnun, skipulagsvinnu og að kanna matsskyldu.

Eyjardalsvirkjun ehf. óskar hér með eftir heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað framkvæmdaaðila með vísan í2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarstjórn breyti Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 á þann hátt að skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði á öllu því svæði sem virkjunin nær yfir.

Ráðgjafi við skipulagsvinnuna verður EFLA verkfræðistofa.

Fylgigögn: Téð viljayfirlýsing milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda.

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og gerð nýs deiliskipulags fyrir virkjunarsvæðið.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að boða til almenns kynningarfundar í samstarfi við umsækjanda þar sem fyrirhuguð virkjunaráform skv. innkominni skipulags- og matslýsingu verði kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum, áður en erindið verður tekið til frekari umfjöllunar í nefndinni.

 

6.      Litluvellir í Bárðardal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.  S20180502

Erindi dagsett 3. maí 2018 frá Jóni Hilmari Kristjánssyni, Úlfarsfelli 3, 113 Reykjavík, þar sem hann tilkynnir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar um fyrirhugaðan skógræktarsamning á jörðinni Litluvöllum landnr. 153505 í Bárðardal í Þingeyjarsveit.  Samningurinn tekur til 32 ha. lands og meðfylgjandi er stutt greinargerð um landið ásamt korti af svæðinu.  Samhliða er sótt um framkvæmdaleyfi vegna skógræktarsamningsins.  Samkvæmt upplýsingum frá umsækjanda hefur skráning menningarminja hefur farið fram á Litluvöllum.  Engar friðlýstar fornminjar er að finna á svæðinu.  Engar raflínur liggja yfir svæðið og það er ekki á náttúruminjaskrá.

Skipulagsnefnd tekur ekki afstöðu til fyrirhugaðra skógræktaráforma á þessu stigi, en bendir umsækjanda á að skila þarf inn umsögnum náttúruverndarnefndar Þingeyinga og  Minjastofnunar Íslands með vísan í 4. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.  Nefndin bendir umsækjanda einnig á að fyrirhuguð skógrækt er tilkynningarskyld til sveitarfélagsins þar sem framkvæmdin fellur í flokk C skv. 1. viðauka gr. 1.07 í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.  Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á erindinu en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna skógræktaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

7.      Efnistökusvæði E-41 á Fljótsheiði.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.            S20140201

Erindi dagsett 4. maí 2018 frá Vegagerðinni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku  úr námu E-41 á Fljótsheiði skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012.  Efnið er ætlað í lagfæringar á Hringvegi (1) frá Skjálfandafljóti upp á Fljótsheiði.  Áætlað er að vinna allt að 5.000 m³ af efni úr námunni.  Að efnistöku lokinni verður svæðið jafnað og gengið frá að hluta líkt og þau svæði sem þegar hafa verið unnin.

Framkvæmdin er ekki matsskyld en könnuð var matsskylda fyrir efnistöku úr námunni fyrir samtals 140.000 m³ árið 2015.

Meðfylgjandi er mynd af námunni úr kynningarskýrslu vegna könnunar á matsskyldu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn Vegagerðarinnar verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi mælir fyrir um.

 

8.      Umhverfi Goðafoss.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.                                    S20140302

Erindi dagsett 14. maí 2018 frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar þar sem hún sækir um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012.  vegna framkvæmda við bílastæði og gerð útsýnispalla  og göngustíga við Goðafoss að vestanverðu skv. meðfylgjandi uppdráttum frá Landslagi og Glámu-Kím. 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn sveitarstjóra Þingeyjarsveitar verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi mælir fyrir um.

 

Fundi slitið