103. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

21.06.2018

103. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 21. júní kl. 06:28

Fundarmenn

Helga Sveinbjörnsdóttir, form.
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Hlynur Snæbjörnsson 
Jóna Björg Hlöðversdóttir 
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi 

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:       

  1. Kosning varaformanns og ritara
  2. Skipulags- og umhverfismál.  Kynning fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.
  3. Skógar í Fnjóskadal.  Breyting á deiliskipulagi.
  4. Þingey og Skuldaþingsey.  Tillaga að deiliskipulagi.
  5. Ljósvetningabúð.  Umsókn um landskipti.
  6. Iðjugerði 1, Hafralæk.  Staðfesting á lóðarmörkum.
  7. Hlíðskógar í Bárðardal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.
  8. Hvítafell á Laugum.  Fyrirspurn um aukið byggingarmagn á lóð.
  9. Hafralækur.  Deiliskipulag
  10. Eyjadalsvirkjun.  Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og ósk um breytingu á aðalskipulagi.
  11. Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar.
  12. Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar á haustmisseri.

 

1. Kosning varaformanns og ritara

Formaður gerði að tillögu  sinni að Ásvaldur yrði varaformaður og Sæþór ritari.   Hlynur gerði að tillögu sinni að Jóna Björg yrði varaformaður.

Meiri hluti nefndarinnar samþykkti tillögu formanns.

 

2. Skipulags- og umhverfismál.   Kynning fyrir skipulags- og umhverfisnefnd.                                                               

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir lagaumhverfi skipulags- og umhverfismála og helstu lögum og reglugerðum sem varða starfssvið skipulags- og umhverfisnefndar.  Einnig fer hann yfir starfshætti nefndarinnar og gerir grein fyrir hæfisreglum kjörinna fulltrúa í skipulags- og umhverfisnefnd. 

 

3. Skógar í Fnjóskadal.  Breyting á deiliskipulagi.                                             S20150601

Erindi, upphaflega dagsett 25. apríl 2017 frá Bergljótu Þorsteinsdóttur Halldórsstöðum í Bárðardal, f.h.Skógalands ehf, þar sem hún sækir um heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi frístundasvæði í landi Skóga í Fnjóskadal.  Gildandi skipulag með síðari breytingum var unnið af Guðmundir H. Gunnarssyni hjá Búgarði.   Innkomin nýr deiliskipulagsuppdráttur  dagsettur 05.06.2018  frá Landslagi, Ómari Ívarssyni, skipulagsfræðingi.  Helstu breytingar á gildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:

  • Byggingarreitir eru stækkaðir verulega til að auðvelda aðlögun að landi.
  • Gerðar eru óverulegar breytingar á lóðarstærðum  til að þær falli betur að landi.
  • Skilgreindar eru þrjár nýjar íbúðarhúsalóðir í suðurjaðri svæðisins.
  • Hámarkgrunnflötur allra bygginga verður 140 m² en á lóðum 5-9 við Skógarhlíð var hámarksgrunnflötur 90 m².
  • Skilgreint er nýtt gámasvæði til sorplosunar vestan þjóðvegar fyrir allt skipulagssvæðið

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna á þessu stigi og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili að tillagan verði auglýst eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna kynningar og auglýsingar á deiliskipulagstillögunni.

 

4. Þingey-Skuldaþingsey.  Tillaga að deiliskipulagi                                                      S20160904

Tekið fyrir að nýju erindi dags 30. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. Héraðsnefndar Þingeyinga, þar sem sótt eru um heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað nefndarinnar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 af Þingey og Skuldaþingey skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu dags 3. október 2016 frá frá Landslagi ehf.  Á fundi nefndarinnar 12. október 2016 lagði nefndin til við sveitarstjórn að umsækjanda væri heimilað að vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu.  Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og var það gert  frá og með fimmtudeginum 16. mars til og með fimmtudeginum 6. apríl 2017.

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:  Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Skipulags- og umhverfisnefnd óskaði eftir því á fundi sínum 24. maí s.l. að fá fulltrúa Héraðsnefndar Þingeyinga og skipulagsráðgjafa hennar  á næsta fund nefndarinnar til að gera nánari grein fyrir hugmyndum að skipulagi svæðisins.

Á fundinn á fundnefndarinnar 22. júní 2017 komu Reinhard Reynisson frá Héraðsnefnd Þingeyinga og Ómar og Ingvar  Ívarssynir hjá Landslagi ehf og gerðu þeir grein fyrir skipulagslegum forsendum verkefnisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd  gerði ekki athugasemdir við áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum.

Innkomin ný gögn, tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð, dagsett 06.06.2018, frá Landslagi ehf, Ómari Ívarssyni, skipulagsfræðingi. 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn. 

 

5. Ljósvetningabúð. Landskipti.                                                                            S20180503

Erindi dagsett 25. maí 2018 frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar  þar sem sótt er um heimild til að skipta út 3,95 ha spildu út úr landi Ljósvetningabúðar, skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dagsettum 20.11.2009 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir Ljósvetningabúð landeignarnúmer L173424.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

6. Iðjugerði 1, Hafralæk.  Staðfesting á lóðarmörkum.                                      S20180504

Erindi dagsett 25. maí 2018 frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar  þar sem óskað er eftir að lóðarmörk lóðarinnar Iðjugerði 1 á Hafralæk, skv.  meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti frá Teiknistofu arkitekta dagsettum 25.5.2018, verði staðfest.  Einnig er óskað eftir því að stærð lóðarinnar verði leiðrétt í Landeignaskrá  Þjóðskrár til samræmis við uppgefna stærð á lóðaruppdrætti.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna staðfest lóðarmörk og leiðréttingu á lóðarstærð til Þjóðskrár .

 

7. Hlíðskógar í Bárðardal.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.   S20180101

Tekið fyrir að nýju erindi dags 5. febrúar frá Karli Erlendssyni, Hlíðskógum í Bárðardal þar sem hann sækir um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni Hlíðskógum skv. meðfylgjandi tilkynningu um skógrækt til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar dags. 4. janúar 2017.        

Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu á erindinu á fundi sínum 8. febrúar en fól skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna skógræktaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Skógræktaráformin voru grenndarkynnt með grenndarkynningarbréfi dagsettu 13. mars 2018.  Athugasemdir bárust frá Gunnlaugi F. Friðrikssyni á Sunnuhvoli, Herdísi Gunnlaugsdóttur, eigandi sumarbústaðarins Paradísar í Bárðardal og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga. 

Athugasemdirnar snérust að mestu leyti um skógræktaráform í Valley einkum vegna skerðingar á útsýni og einnig af vistfræðilegum ástæðum.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 9. maí s.l. mælti ekki með skógræktaráformum í Valley að sinni en geði ekki athugasemdir við skógræktaráform á öðrum svæðum sem landeigandi hafði gert grein fyrir í áður nefndri tilkynningu um skógrækt til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar dags. 4. janúar 2017.

Á fundi sveitarstjórnar 17. maí s.l. var eftirfarandi fært til bókar:  „Sveitarstjórn staðfestir ekki afgreiðslu nefndarinnar þar sem fullnægjandi gögn liggja ekki fyrir.“

Innkomin ný gögn í tölvupósti frá landeigenda 22.05.2018 þar sem dregið hefur verið verulega úr umfangi skógræktar í Valley.  Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi óformlega fyrirspurn til landeigenda Sunnuhvols 13.06.2018 þar sem óskað var eftir sjónarmiðum þeirra til breyttra skógræktaráforma í Valley.

Nefndin frestar afgreiðslu á erindinu en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir greinargerð um breytt áform skv. uppdrætti mótteknum 22. maí 2018 um stærð og tegundaval skógræktar í Valley.

 

8. Hvítafell á Laugum.  Fyrirspurn um aukið byggingarmagn á lóð.

       S20170906

Tekið fyrir að nýju erindi dags 21. mars 2018 frá Ingólfi Péturssyni, Hvítafelli Laugum þar sem hann ítrekar fyrri fyrirspurn sína frá 15. september 2017 þar sem hann spyrst fyrir um hvort heimilað yrði að byggja 96 m² bílgeymslu (fyrri umsókn gerði ráð fyrir 80 m²) með vinnuaðstöðu á lóð Hvítafells skv. meðfylgjandi uppdráttum. 

Á fundi sínum 20. september 2017 færði Skipulags- og umhverfisnefnd til bókar að nefndin tæki ekki afstöðu til erindisins á því stigi þar sem fyrirhugað væri að kanna möguleika og vilja landeiganda til að deiliskipuleggja  svæðið.  Sveitarstjóri og skipulags- og byggingarfulltrúi hafa átt fund með skólameistara Laugaskóla sem er landeigandi á umræddu svæði og tók hann fyrir sitt leyti jákvætt í að gert yrði deiliskipulag af núverandi og nýrri íbúðarbyggð austan núverandi skólasvæðis.  Svar hefur hins vegar ekki enn borist frá Fasteignum ríkisins sem fer með eignarhald á svæðinu hvort og þá með hvaða hætti sveitarfélagið gæti staðið að gerð deiliskipulags og framkvæmd þess í samstarfi við landeiganda.

Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fund sínum 12. apríl s.l.:

 Þar sem óvíst er um hvort eða hvenær ráðist verði í gerð deiliskipulags, þar sem afstaða landeiganda  liggur ekki fyrir, samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarhugmyndir umsækjanda fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en málið verður tekið til frekari umfjöllunar í nefndinni.

Byggingaráformin voru grenndarkynnt með athugasemdafresti frá og með 15. maí til og með 13. júní s.l.  Engar athugasemdir bárust.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni gerir skipulags- og umhverfisnefnd ekki athugasemdir við byggingaráformin.  Nefndin heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðkomandi byggingu þegar staðið hefur verið skil á tilskildum gögnum til útgáfu byggingarleyfis.

 

9. Hafralækur.   Deiliskipulag íbúðasvæðis .   S20180601

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnir drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Hafralæk sem nú er í vinnslu.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við efnistök í deiliskipulagsdrögunum og heimilar áframhaldandi vinnu við þau í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma niðurstöðu efndarinnar á framfæri við skipulagshöfundana.

 

10. Eyjardalsvirkjun. Umsókn um heimild til skipulagsgerðar og og ósk umbreytingu á aðalskipulagi.    S20180501

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 2. maí 2018 frá Þorgeiri Birni Hlöðverssyni og Eiði Jónssyni f.h. Eyjadalsvirkjunar þar sem sótt er um heimild til skipulagsgerðar og að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 verið breytt vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma í Eyjardalsá í Bárðardal.

Að frumkvæði Vélaverkstæðisins Árteigi sf. hafa verið til skoðunar undanfarin misseri, möguleikar á virkjun Eyjardalsár í Bárðardal.  Það leiddi til þess að haustið 2017 var gengið frá viljayfirlýsingu a milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda um téð áform.

Í lok s.I. árs var síðan stofnað undirbúningsfélagið Eyjardalsvirkjun ehf. til að ljúka undirbúningsrannsóknum, forhönnun, skipulagsvinnu og að kanna matsskyldu.

Eyjardalsvirkjun ehf. óskar hér með eftir heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað framkvæmdaaðila með vísan í2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarstjórn breyti Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 á þann hátt að skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði á öllu því svæði sem virkjunin nær yfir.

Ráðgjafi við skipulagsvinnuna verður EFLA verkfræðistofa.

Fylgigögn: Téð viljayfirlýsing milli frumkvöðla verkefnisins og landeigenda.

Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og gerð nýs deiliskipulags fyrir virkjunarsvæðið.

Á síðasta fundi skipulags og umhverfisnefndar 9. maí s.l. var skipulags- og byggingarfulltrúa falið aðboða til almenns kynningarfundar í samstarfi við umsækjanda þar sem fyrirhuguð virkjunaráform skv. innkominni skipulags- og matslýsingu yrðu kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum, áður en erindið yrði tekið til frekari umfjöllunar í nefndinni.

Haldinn var almennur kynningarfundur í Kiðagili þann 18. júní s.l. þar sem fulltrúar Eyjadalsvirkjunar ehf. ásamt ráðgjöfum frá Eflu verkfræðistofu  kynntu fyrirhuguð virkjunaráform og svöruðu fyrirspurnum.

Jóna Björg vék af fundi vegna vanhæfis og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að vinna tillögu að deiliskipulagi af virkjanasvæðinu á sinn kostnað skv. framkominni skipulagslýsingu, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að láta vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem skilgreint verði nýtt iðnaðarsvæði til samræmis við deiliskipulagstillöguna.

 

11. Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og umhverfisnefndar á fund sínum 14. júní s.l.

„Fulltrúar A lista og Ð lista eru sammála um að skipa starfshóp þriggja einstaklinga til að vinna tillögu að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Starfshópurinn taki til starfa í ársbyrjun 2019 og gert verði ráð fyrir kostnaði við starf hans í fjárhagsáætlun þess árs.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar sem setji starfshópnum erindisbréf og ákveði starfsramma hans frekar.“ 

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu á erindinu til næsta fundar.

 

12. Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar á haustmisseri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram eftirfarandi tillögu að fundardögum á haustmisseri.

23. ágúst

20. september

18. október

15. nóvember

13. desember

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa fundardaga.

 

Fundi slitið