Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
23.08.2018
104. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10:00
Helga Sveinbjörnsdóttir, form.
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Hlynur Snæbjörnsson
Sigurlína Tryggvadóttir (varamaður í fjarveru Jónu Bjargar Hlöðversdóttur)
Sæþór Gunnsteinsson
Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og og framkvæmda.
Dagskrá:
1. Þingey-Skuldaþingsey. Tillaga að deiliskipulagi S20160904
Tekið fyrir að nýju erindi dags 30. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. Héraðsnefndar Þingeyinga, þar sem sótt eru um heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað nefndarinnar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 af Þingey og Skuldaþingey skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu dags 3. október 2016 frá frá Landslagi ehf. Á fundi nefndarinnar 12. október 2016 lagði nefndin til við sveitarstjórn að umsækjanda væri heimilað að vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu. Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og var það gert frá og með fimmtudeginum 16. mars til og með fimmtudeginum 6. apríl 2017.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskaði eftir því á fundi sínum 24. maí s.l. að fá fulltrúa Héraðsnefndar Þingeyinga og skipulagsráðgjafa hennar á næsta fund nefndarinnar til að gera nánari grein fyrir hugmyndum að skipulagi svæðisins.
Á fundinn á fundnefndarinnar 22. júní 2017 komu Reinhard Reynisson frá Héraðsnefnd Þingeyinga og Ómar og Ingvar Ívarssynir hjá Landslagi ehf og gerðu þeir grein fyrir skipulagslegum forsendum verkefnisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemdir við áframhaldandi vinnu í samræmi við umræður á fundinum.
Innkomin ný gögn, tillaga að deiliskipulagi ásamt greinargerð, dagsett 06.06.2018, frá Landslagi ehf, Ómari Ívarssyni, skipulagsfræðingi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemdir við tillöguna á fundi sínum 21. júní s.l. og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún yrði tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Kynningarfundurinn var haldinn í Ljósvetningabúð miðvikudaginn 22. ágúst. Á fundinum kynntu Ómar Ívarsson frá Landslagi ehf og Reinhard Reynisson frá Héraðsnefnd Þingeyinga deiliskipulagstillöguna og svöruðu fyrirspurnum. Ekki komu fram neinar athugasemdir á fundinum sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunni.
Þar sem ekki komu fram neinar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á kynningarfundinum leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hún heimili að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Þingeyjar og Skuldaþingseyjar skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna auglýsingarinnar.
2. Sólvangur í Fnjóskadal. Umsókn um landskipti. S20180701
Erindi dagsett 24. júlí 2018 frá Þórunni Jónsdóttur, Sólvangi 2, Fnjóskadal, f.h. landeigenda, þar sem sótt er um heimild til að skipta út 3.171 m² lóð undir vélaskemmu út úr landi Sólvangs, skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dagsettum 29.06.2018 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Sólvang, landeignarnúmer L153346.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
3. Hafralækur. Deiliskipulag íbúðasvæðis .
S20180601
Tekið fyrir að nýju en skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að deiliskipulagi á síðasta fundi nefndarinnar 21. júní s.l.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemdir við efnistök í deiliskipulagsdrögunum og heimilaði áframhaldandi vinnu við þau í samræmi við umræður á fundinum. Innkomin tillaga að deiliskipulagi 16. ágúst s.l. frá Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. þar sem búið var að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um áður en hún verður tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn.
4. Nípá í Kaldakinn. Umsókn um landskipti. S20180801
Erindi innkomið 14. ágúst 2018 frá Kára Karlssyni, Nípá í Kaldakinn, þar sem sótt er um heimild til að skipta út þremur íbúðarhúsalóðum út úr landi Nípár, skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dagsettum 05.06.2018 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðin Nípá, landeignarnúmer L153446.
Helga Sveinbjörnsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
5. Geirbjarnarstaðir í Kaldakinn. Umsókn um landskipti. S20180802
Erindi innkomið 14. ágúst 2018 frá Kára Karlssyni, Nípá í Kaldakinn, þar sem sótt er um heimild til að skipta út tveimur íbúðarhúsalóðum út úr landi Geirbjarnarstaða, skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dagsettum 05.06.2018 frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðin Geirbjarnarstaði, landeignarnúmer L153411.
Helga Sveinbjörnsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
6. Hólkot í Reykjadal. Umsókn um stofnun lóða. S20180803
Erindi móttekið 13. ágúst, 2018 frá Gunnhildi Stefánsdóttur, Hraunborg, 660 Mývatn, þar sem hún sækir um fyrir sína hönd sem 50% eiganda Hólkots og f.h. dánarbús Stefáns Þórissonar sem 50% eiganda um heimild til að stofna fjórar lóðir út úr jörðinni Hólkoti í Reykjadal skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dagsettum 05.06.2018 frá Búgarði, og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna stofnunar lóðanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
7. Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar.
Tekið fyrir að nýju en umfjöllun um erindið var frestað á síðast á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 21. júní s.l.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og umhverfisnefndar á fund sínum 14. júní s.l.
„Fulltrúar A lista og Ð lista eru sammála um að skipa starfshóp þriggja einstaklinga til að vinna tillögu að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Starfshópurinn taki til starfa í ársbyrjun 2019 og gert verði ráð fyrir kostnaði við starf hans í fjárhagsáætlun þess árs.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulags- og umhverfisnefndar sem setji starfshópnum erindisbréf og ákveði starfsramma hans frekar.“
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tilefna eftirtalda aðila í starfshóp til að vinna tillögu að umhverfisstefnu Þingeyjarsveitar:
Frá A-lista: Einar Örn Kristjánsson og Nanna Þórhallsdóttir og frá Ð-lista: Jóna Björg Hlöðversdóttir.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur einnig starfshópnum að vinna drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn og ákveði starfsramma í samráði við nefndina og verði tillögur þar að lútandi lagðar fyrir nefndina í síðasta lagi á fundi hennar í nóvember n.k..
Fundi slitið