106. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

18.10.2018

106. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 18. október kl. 10:15

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              

Hlynur Snæbjörnsson                                   

Jóna Björg Hlöðversdóttir                             

Nanna Þórhallsdóttir.                           

Sæþór Gunnsteinsson                                               

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Helga Sveinbjörnsdóttir, umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda.              

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:       

  1. Knútsstaðir.  Umsókn um landskipti
  2. Árhólar 2.  Umsókn um byggingarleyfi. 
  3. Snæbjarnarstaðir lóð.  Umsókn um afmörkun landeigna.

 

 

1.    Knútsstaðir.  Umsókn um landskipti.                           

S20180102

Erindi dagsett 10. október 2018 frá Jónasi Jónssyni á Knútsstöðum þar sem hann sækir um, heimild f.h. landeigenda til að skipta út úr jörðinni  Knútsstöðum í Aðaldal lóð undir íbúðarhúsinu á Knútsstöðum samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti frá Búgarði, dagsettum 2. október 2018, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Knútsstaði.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landsskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og og viðkomandi  lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

2.      Árhólar.  Umsókn um byggingarleyfi.                                      

S20161101

Erindi, ódagsett, frá Hallgrími Hallssyni á Árhólum í Laxárdal f.h. H. Hallsson ehf, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir tveggja eininga ferðaþjónustuhúsi sambærilegu þeim sem fyrir eru á lóðinni  Árhólum 2 sem skilgreind er sem viðskipta- og þjónustulóð.  Fylgigögn með umsókn eru afstöðumynd og tillöguteikning frá Argo ehf á Seyðisfirði dagsett 15. október 2018 og módelmynd sem sýnir ásýnd fyrirhugaðrar nýbyggingar auk núverandi ferðaþjónustuhúsa á umræddri lóð.

Vísað er í eftirfarandi ákvæði í greinargerð með Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022:

Kafli 4.8 LANDBÚNAÐARSVÆÐI.

Verslun og þjónusta / ferðaþjónusta:

 

„Samkvæmt Aðalskipulagi þessu er heimilt að stunda starfsemi í verslun og þjónustu á landbúnaðarsvæðum, sé hún með eðlilegum hætti tengd búrekstri og/eða ferðaþjónustu s.s. bændagistingu, smásölu á bú- og handverksvörum, e.t.v. bæjarsöfn o. fl. Heimilt er að reisa mannvirki fyrir þess konar starfsemi, þ.e. hús allt að 100 m², sé það staðsett við

heimahús.........“

 

Þar sem þegar er búið að heimila um 100 m² ferðaþjónustubyggingar á jörðinni og þannig fullnýta byggingarheimildir skv. gildandi aðalskipulagi getur nefndin ekki samþykkt að veita byggingarleyfi fyrir umræddu ferðaþjónustuhúsi að svo stöddu.  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur þó til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem í umræddu tilfelli verði heimilað aukið byggingarmagn u.þ.b. 52 m² skv. innsendri tillögum á lóð núverandi ferðaþjónustubygginga.  Að mati nefndarinnar  mun breyting á aðalskipulagi hafa óverulegar breytingar á landnotkun í för með sér þar sem fyrir er rekin ferðaþjónusta á svæðinu og nefndin telur jafnframt að breytingin sé ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila aðra en nánustu nágranna og rekstraraðila sjálfan og nánast er útilokað að mati nefndarinnar að hún muni hafa áhrif  á stór svæði.  Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna breytingar á aðalskipulagi eins og 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og jafnframt verði honum falið að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi og fyrirhuguð byggingaráform fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.

 

 

3.    Snæbjarnarstaðir lóð.  Umsókn um afmörkun landeigna.                            

S20181001

Erindi sem barst í tölvupósti 15. október 2018 frá Hákoni Jenssyni hjá Búgarði f.h. Birgis Helgasonar dagsett þar sem sótt er um heimild til að afmarka þrjár landeignir út úr Snæbjarnarstaðir lóð, landeignarnúmer L153343.  Heiti nýrra landeigna eru Birkigrund, Leiti og Lækjarbakki.  Fylgigögn með umsókn eru hnitsett lóðablöð frá Búgarði 13.10.2018. og útfyllt eyðublað F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun landeignanna og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.  Nefndin leggur einnig til við sveitarstjórn að afmörkun upprunalandsins Snæbjarnstaðir lóð, landeignarnúmer L153343 verði samþykkt. Þá leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að annast afmörkun landeignanna í Fasteignaskrá eins og viðkomandi lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Fundi slitið.