Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
19.04.2023
11. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna miðvikudaginn 19. apríl kl. 09:00
Einar Örn Kristjánsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigurður Böðvarsson & Ingi Yngvason
Atli Steinn Sveinbjörnsson
Dagskrá:
1. Beiðni um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 - 2208052
2. Skógar, Umsókn um byggingarleyfi f ferðaþjónustuhúsi - 2303056
3. Vallakot, byggingarheimild - 2303038
4. Litluvellir - smáhýsi - 2304010
5. Stiklur - byggingarleyfi íbúðarhúss - 2304011
6. Búvellir - ferðaþjónustuhús - 2304012
7. Byggingarleyfi að Hróarstungu 3 - 2212011
8. Svartárkot - gróðurhús og fjölnotahús - Umsókn um byggingarleyfi - 2211038
Í upphafi fundar óskar formaður eftir því að tveimur málum nr. 7 og 8, sé bætt við á dagskrá fundar. Samþykkt samhljóða.
1. Beiðni um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 - 2208052 |
|
Tekin fyrir að nýju beiðni dags. 11. nóvember s.l. frá verkfræðistofunni Eflu fyrir hönd Landsnets um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 18. janúar s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti frá og með 1. febrúar til og með 15. mars 2023. Umsagnir bárust frá Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. |
|
Náttúruverndarnefnd Þingeyinga |
|
Samþykkt
|
|
2. Skógar, Umsókn um byggingarleyfi f ferðaþjónustuhúsi - 2303056 |
|
Tekin fyrir umsókn dags. 28. mars frá Bergljótu Þorsteinsdóttur um byggingarleyfi ferðaþjónustuhúss að Skógum, Fnjóskadal. Um er að ræða 40 fm hús. Meðfylgjandi er byggingarlýsing og afstöðumynd. |
|
Skipulagsnefnd samþykkir að fallið sé frá grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
Samþykkt
|
|
3. Vallakot, byggingarheimild - 2303038 |
|
Tekin fyrir umsókn frá Valþóri Brynjarssyni f.h. Þórsteins Rúnars Þórsteinssonar og Jóhönnu M Stefánsdóttur um heimild til byggingar um 68,4 fm frístundahúss í landi Vallakots, Reykjadal. Um er að ræða húsnæði sem flutt hefur verið fullbúið úr Kvígindisdal. |
|
Skipulagsnefnd samþykkir að fallið sé frá grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
Samþykkt
|
|
4. Litluvellir - smáhýsi - 2304010 |
|
Tekin fyrir umsókn frá Huldu Rós Hilmarsdóttur dags. 12. apríl s.l. um heimild fyrir því sett séu niður sex smáhýsi í landi Litluvalla. Stærð húsanna er um 15 fm hvert máluð í svörtum lit svo þau falli sem best að umhverfi sínu. |
|
Skipulagsnefnd telur að áform um byggingu 6 mannvirkja og rekstur sé háð deiliskipulagsgerð. |
|
Samþykkt
|
|
5. Stiklur - byggingarleyfi íbúðarhúss - 2304011 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Erni Haukssyni dags. 12. apríl um heimild til byggingu einbýlishús í landi Stikla í Mývatnssveit. Um er að ræða 60 fm einbýlishús á einni hæð. |
|
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram með málið með umsækjanda. |
|
Frestað
|
|
6. Búvellir - ferðaþjónustuhús - 2304012 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Snæþóri Hauki Sveinbjörnssyni dags. 14. apríl s.l. um heimild til byggingar um 31,4 fm ferðaþjónustuhúss í landi Búvalla, Aðaldal. |
|
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir uppfærðum gögnum og nánari upplýsingum um útfærslu og uppbyggingu á svæðinu. |
|
Samþykkt
|
|
7. Byggingarleyfi að Hróarstungu 3 - 2212011 |
|
Tekin fyrir að nýju umsókn dags. 9. desember 2022 frá Almari Eggertssyni f.h. Einars Héðinssonar um byggingarleyfi að Hróarstungu 3, Fnjóskadal. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 15. febrúar s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið grenndarkynna áformin og leita undanþágu frá gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um heimila fjarlægð mannvirkja frá vötnum. Innviðaráðuneytið heimilaði veitingu undanþágu frá ákvæði skipulagsreglugerðar þann 3. apríl s.l. |
|
Grenndarkynning tillögunar gefur ekki tilefni til breytinga á áformunum og Innviðaráðuneytið hefur heimilað að vikið sé frá ákvæði skipulagsreglugerðar um heimila fjarlægð mannvirkisins frá Fnjóská. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að Hróarstungu 3 þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
Samþykkt
|
|
8. Svartárkot - gróðurhús og fjölnotahús - Umsókn um byggingarleyfi - 2211038 |
|
Tekin fyrir að nýju umsókn frá Guðrún Sigríði Tryggvadóttur dags. 24. maí 2022 um byggingarleyfi fjölnotahúss og gróðurhúss að Svartárkoti Bárðardal. Um er að ræða 183 fm byggingu með burðarvirki úr timbri. Fyrir liggur afstöðu- og útlitsmynd. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 15. febrúar s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið grenndarkynna áformin. |
|
Athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til breytinga á áformunum. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
Samþykkt |
Fundi slitið kl. 10:30