Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
22.08.2019
116. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Kjarna fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Einar Örn Kristjánsson
Gunnar Ingi Jónsson
Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi
Helga Sveinbjörnsdóttir, byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndarinnar að bæta eftirfarandi máli á dagskrá með afbrigðum:
1908034 Einbúavirkjun
Tekið fyrir að nýju erindi frá Ómari Ívarssyni dags. 17.05.2019 f.h. SS byggir þar sem óskað er eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Fjósatungu í Fnjóskadal. Um er að ræða 61,2 ha svæði sem er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem frístundabyggð, en skv. skilmálum aðalskipulags er heimilt að byggja allt að 60 frístundalóðir á svæðinu en lóðir skulu ekki vera minni en 0,5 ha.
Þann 4. júní 2019 samþykkti sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags. Skipulagslýsing var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins og var athugasemdafrestur frá 2. júlí til og með 23. júlí.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Ólafi Rúnari Ólafssyni og Eyrúnu Kristínu Gunnarsdóttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við umsækjenda þar sem tekið yrði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags. 7.febrúar 2019 varðandi beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3. Erindið var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 14. febrúar s.l., 23.maí s.l. og 21.júní s.l.
Innan Þingeyjarsveitar er gert ráð fyrir að línan verði lögð sem loftlína, að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar.
Landsnet óskar eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. aðalvalkosti sem lagður var fram í frummatsskýrslu. Lega línunnar í aðalvalkosti víkur frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskadal og þverun Laxárdals. Einnig er gert ráð fyrir 20 nýjum efnistökusvæðum í tengslum við lagningu línunnar.
Þann 27. júní 2019 samþykkti sveitarstjórn skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi í samræmi við aðalvalkost Landsnets í umhverfismati fyrir Hólasandslínu með þeim breytingum sem skipulagsnefnd lagði til á fundi sínum. Skipulags- og matslýsing var kynnt íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um og var athugasemda- og umsagnarfrestur frá 23. júlí 2019 til og með 16. ágúst 2019.
Skipulagsstofnun tilkynnti með tölvupósti þann 15. ágúst 2019 í samræmi við 3. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að tafir yrðu á afgreiðslu stofnunnarinnar á erindinu. Skipulagsstofnun taldi sig ekki geta afgreitt málið innan tilskilins frests vegna orlofstíma hjá stofnuninni.
Vegna þess að umsögn Skipulagsstofnunnar hefur ekki borist samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fresta erindinu til næsta fundar nefndarinnar þegar umsögn Skipulagsstofnunnar vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 hefur borist.
Tekið fyrir erindi frá Umhverfisstofnun dags. 23. júlí 2019 þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Í 53 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 segir að svæði sem falla í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar sem Alþingi hefur samþykkt skuli friðlýsa gagnvart orkuvinnslu og að friðlýsingin skuli fela í sér að orkuvinnsla er óheimil á viðkomandi svæði. Ekki er gert ráð fyrir að sérstök umsjón eða landvarsla verði á þeim svæðum sem friðlýst verða með þessum hætti. Tillaga að friðlýsingu nær til svæðisins Gjástykki og er sýnd á meðfylgjandi korti.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að friðlýsingu á svæðinu skv. 53 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Stefáni Guðmundssyni frá 23.4.2019 þar sem sótt er um leyfi til að rífa og endurbyggja skúr í Flatey sem verður kallaður Stebbaskúr sem var áður á dagskrá skipulags- og umhverfisnefndar þann 23. maí 2019.
Húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu í áratugi eins og sést á myndum. Skúrinn stendur við sjávarkambinn sem gengur á með árunum. Fyrirliggjandi teikning frá Faglausn dags. 3.5.2019 sýnir að fyrirhugað sé að stækka umrætt hús, lengja hann 3,5m, úr 8,54m í 12m, breikka húsið um 2m, úr 5,0m í 7,0m, og hækka húsið um 1m, úr 3,5m í 4,5m. Á þeirri teikningu segir einnig að húsið verði nýtt sem geymsluhúsnæði fyrir tæki og búnað. Ráðgert er að klæða húsið með lerki og þak verði klætt með bárujárni. Gluggar eiga að vera viðhaldslitlir og fjölpósta.
Sveitarstjórn samþykkti þann 27. júní 2019 að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru grenndarkynnt frá 27. júní 2019 til og með 25. júlí 2019.
Athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Í ljósi þeirra athugasemda sem bárust felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að hafa samband við umsækjanda og ræða athugasemdir sem bárust vegna grenndarkynningar í samræmi við umræður á fundinum.
Tekið fyrir erindi frá Kristni Magnússyni dagsett 19.8.2019.
Sótt er um heimild til að breyta gildandi deiliskipulagi við Arnstapa.
Breytingin felst í því að lóðum er fjölgað um tvær, úr tíu í tólf og stækkar deiliskipulagssvæðið úr 10,9 ha í 12,2 ha.
Breytingin felur einnig í sér að stærðarákvæði grunnflatar verða rýmkuð (voru 100 m2) og gefið leyfi fyrir notanlegu rými undir bústöðum. Leyft er að byggja hús allt að 120 m2 að grunnfleti (birt flatarmál) með nýtanlegu risi, ásamt niðurgröfnu eða nýtanlegu rými allt að 120 m2 (birt flatarmál) og skulu a.m.k tvær hliðar þessa rýmis ná upp að yfirborði óhreyfðs lands á allri lengd sinni. Þakhalli má vera a bilinu 25°-30° í stað "um 30°" áður.
Lóð númer 10 verður nú númer 9.
Meðfylgjandi erindinu er yfirlitsmynd, skipulagsuppdráttur og yfirlit breytinga.
Í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 segir m.a.:
F-10: Í landi Arnstapa, rétt vestan við Ljósavatn eru nú þegar 5 sumarhús, en í fasteignaskrá eru 10 lóðir skilgreindar sem „sumarbústaðaland“.
Deiliskipulag er á 10,9 ha stóru svæði. (samþykkt 1993 og 1998, breyting samþykkt 2007). Í því eru skilgreindar 10 frístundahúsalóðir, uþb. 0,5-1 ha að stærð, og gert er ráð fyrir að á hverri lóð mun koma eitt hús, allt að 100 m2 að grunnfleti.
> Í aðalskipulagi er um 10,9 ha stórt svæði skilgreint sem „svæði fyrir frístundabyggð“
Fyrirhuguð stækkun á deiliskipulagssvæðinu er því ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjenda og fá uppfærð gögn.
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 4.mars frá Jónasi Þórólfssyni, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir tveimur bogaskemmum við Syðri-Leikskálaá í Útkinn skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 06.05.2019 frá Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 21. júní 2019 að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Byggingaráformin voru grenndarkynnt og lauk grenndarkynning þann 19.8.2019 þar sem samþykki barst frá nágrönnum.
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist.
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 13.maí frá Þresti Sigurðssyni hjá Opus ehf., f.h. Björns Óskars Björnssonar, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir geymslu, sem fellur vel inn í landslagið á lóðinni Stekkjarbyggð 3 í Lundskógi, skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 13.05.2019 frá Opus ehf.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 21. júní 2019 að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Grenndarkynningu lauk þann 1. ágúst 2019 og bárust engar athugasemdir.
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist.
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16.apríl frá Þresti Sigurðssyni hjá Opus ehf., f.h. Gísla Salómonssonar, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir geymslu/gestahúsi á tveimur hæðum, sem fellur vel inn í landslagið á lóðinni Höfðabyggð E20 í Lundsskógi, skv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 15.04.2019 frá Opus ehf.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 23. maí 2019 að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Grenndarkynningu lauk þann 1. ágúst 2019 og bárust engar athugasemdir.
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist.
Tekið fyrir að nýju erindi frá Benedikt Ármannssyni, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Vatnsleysa lóð skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 13.06.2019 frá Eflu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 21. júní 2019 að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Grenndarkynningu lauk þann 14. júlí 2019 þar sem samþykki barst frá nágrönnum.
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist.
Tekið fyrir erindi frá Sigrúnu Vésteinsdóttur f.h. Vað ehf. þar sem sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir gám á túni við tjaldbúðir fyrirtækisins. Samþykki landeigenda liggur fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stöðuleyfið þar sem allir hagsmunaaðilar hafa veitt samþykki. Nefndin fellur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið til eins árs í samræmi við aðsend gögn.
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir stöðu mála á skráningum á lóðum í Flatey. Skipulags- og umhverfisnefnd ræddu að nauðsynlegt væri að fara yfir skráningu húsa þar og hvernig hentugast væri að standa að því.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að ræða við landeigendur og lóðarhafa um hugsanlegar leiðir til að skrá núverandi byggingar og halda utan um skráningarmál í Flatey.
Tekið fyrir erindi frá Tryggva Þórhallssyni f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umsögn við drög að leiðbeiningum til sveitarfélaga vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta sem óformlegur hópur á vegum sambandsins hefur unnið að.
Tilefni þessarar vinnu er m.a. sótt í niðurstöður átakshóps um húsnæðismál, en við tillögugerð hópsins var sérstaklega rætt um mikilvægi þess að stuðla að samræmi í gjaldskrám, þar sem kröfur um eftirlit taki mið af tegund og umfangi mannvirkja. Þá hefur einnig verið horft til faggildingarkröfu sem upphaflega átti að taka gildi þann 1. janúar 2018 en með lagabreytingu síðla árs 2017 var gildistöku kröfunnar frestað til 1. janúar 2021.
Skipulagsnefnd telur samræmingu gjaldskráa milli embætta mjög jákvæða þróun og telur þá vinnu sem hefur verið lögð í þessar leiðbeiningar muni koma að góðum notum við uppfærslu gjaldskrár um næstu áramót.
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 19. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Meðfylgjandi erindinu er frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar frá Verkís f.h. Einbúavirkjunar ehf.. Óskað er eftir því að umsagnaraðilar gefi álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Í umsögn skal sveitarfélagið gera grein fyrir hvort það telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaraðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögninni komi fram hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.
Þar sem gögn vegna málsins bárust eftir tilskilinn frest fyrir fund nefndarinnar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fresta erindinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að fá framlengdan frest til að skila inn umsögn sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00