119. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

13.11.2019

119. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 13. nóvember kl. 00:00

Fundarmenn

Sæþór Gunnsteinsson,
Nanna Þórhallsdóttir,
Jóna Björg Hlöðversdóttir,
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi
Helga Sveinbjörnsdóttir, byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Formaður nefndar forfallaðist á síðustu stundu og tók varaformaður við fundarstjórn.

Í upphafi fundar óskaði var varaformaður nefndarinnar að bæta eftirfarandi máli á dagskrá með afbrigðum sem samþykkt var samhljóða:
1902045 Þeistareykjavirkjun, breyting á deiliskipulagi

1.

Hólasandslína - Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 1902013

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Árna Jóni Elíassyni f.h. Landsnets dags. 7.febrúar 2019 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3.

Á fundi nefndarinnar 19.09.2019 var skipulagsfulltrúa falið að koma umsögnum og athugasemdum við skipulags- og matslýsingu á framfæri við skipulagsráðgjafa.

Fornleifaskráning í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunnar var framkvæmd í október sl.

Tilefni breytingarinnar er áform Landsnets að byggja 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, milli Akureyrar og Hólasands.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta raforkukerfi landsins, tryggja stöðugleika kerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta og auka flutningsgetu, öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku. Hólasandslína 3 er á stærstum hluta leiðarinnar áformuð samsíða núverandi Kröflulínu 1, sem er hluti Byggðalínu.
Ráðgert er að Hólasandslína 3 verði lögð innan Þingeyjarsveitar sem loftlína - að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1 - , sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar. Lega línunnar víkur hins vegar frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskadal og Laxárdal. Í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd eru jafnframt tilgreind nítján ný efnistökusvæði innan sveitarinnar, en þörf fyrir fyllingarefni er metið um 270.000 m3. Framkvæmdinni fylgir lagning um 30 km af nýjum slóðum, en jafnframt verða eldri slóðar nýttir og styrktir.

Fyrir liggja drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar í samræmi við aðalvalkost Landsnets fyrir Hólasandslínu 3 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda og umsagna sem bárust við skipulags- og matslýsingu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við skipulagsráðgjafa. Nefndin felur skipulagsfulltrúa jafnframt að efna til almenns kynningarfundar þar sem tillögur að breytingu á aðalskipulagi verða kynntar fyrir íbúum sveitarfélagins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

     

2.

Vaglaskógur - breyting á deiliskipulagi - 1902042

 

Tekið fyrir erindi mótt. 6.11.2019 frá Ómari Ívarssyni, f.h. Skógræktarinnar þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vaglaskóg. Tillagan felst m.a. í hliðrun á lóð og byggingarreit fyrir eldaskála og breytingum á bílastæðum meðfram aðkomuvegi.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að breytingartillagan verði grenndarkynnt fyrir Vegagerðinni og Minjastofnun sem óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna grenndarkynningarinnar eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

     

3.

Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035

 

Skipulagsfulltrúi kynnir fyrir nefndinni uppfærða teikningu frá Vegagerðinni af Norðausturvegi 85-02.
Vegagerðinni var kynnt ákvörðun nefndarinnar frá 21.júní 2019 um áætlaða veglínu og var í framhaldinu farin vettvangsferð til að skoða aðstæður.
Uppfærð teikning barst föstudaginn 08.11.2019 þar sem búið er að bæta við nýrri tillögu að vegstæði Norðausturvegar austan Garðsnúps þar sem forðast er að raska hrauni og bæta við nýrri tengingu Útkinnarvegar (851) við Norðausturveg.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breytingartillaga á aðalskipulagi þar sem fyrirhuguð veglína verður samkvæmt leiðum 2A vestan Garðsnúps og 2C austan hans, skv.tillögum Vegagerðarinnar. Einnig verður fyrirhuguð tenging Útkinnarvegar sett í breytingartillöguna.
Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

     

4.

Þeistareykjavirkjun, breyting á deiliskipulagi - 1902045

 

Tekið fyrir að nýju erindi sem barst í tölvupósti 11.janúar 2019 frá Vali Knútssyni, yfirverkefnastjóra hjá Landsvirkjun, þar sem lagðar voru fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar, sem upphaflega var samþykkt 8.mars 2012. Breytingarnar voru settar fram á tveim breytingablöðum nr. 010 og 011.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 17.janúar 2019 samþykkti nefndin að fresta afgreiðslu á færslu borsvæðis B-D. Sveitarstjórn staðfesti frestun afgreiðslunnar á fundi sínum 24.janúar 2019.

Hluti skipulagsnefndar fór í vettvangsferð á Þeistareyki þann 29.október til að skoða áætlaða færslu á borsvæði B-D.
11.nóvember barst uppfærð tillaga að færslu borsvæðisins m.t.t. athugasemda sem komu fram í ferðinni ásamt tillögu að stækkun borteigs B-A og að fella út mannvirkjabelti á milli borteig B-Q og B-A.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd er samþykk því að stækka borteig B-A og fjarlægja mannvirkjabelti milli borteiga B-Q og B-A í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Einnig samþykkir nefndin að breyta legu mannvirkjabeltis frá núverandi staðsetningu borteigs B-D til vesturs svo það liggi meðfram Þeistareykjavegi.

Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar tillögu að færslu á borteig B-D og mannvirkjabeltis frá fyrirhuguðum borteig þannig að rask verði á jarðhitasvæðinu innan HV-1.

     

5.

Flatey - Krosshús, endurgerð fjárhúsa - 1909018

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Ingvari Sveinbjörnssyni dags. 8/9 2019 þar sem beðið er um leyfi til endurgerðar á fjárhúsum við Krosshús, Flatey, sem stóðu við hlöðu og voru rifin.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti þann 19.september 2019 að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Byggingaráformin voru grenndarkynnt og lauk grenndarkynningu þann 30.október 2019. Engar athugasemdir bárust.

 

Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa taka málið til meðferðar þegar tilskilin gögn hafa borist.

     

6.

Fornhólar - stofnun lóðar - 1911012

 

Tekið fyrir mál móttekið 28.10.2019 þar sem sótt er um stofnun lóðar utan um einbýlishús mhl.02 á jörðinni Fornhólum. Meðfylgjandi er hnitsettur lóðauppdráttur og útfyllt eyðublað F550.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

7.

Ingjaldsstaðir - stofnun lóðar um gamla íbúðarhús - 1911013

 

Tekið fyrir mál móttekið 6.11.2019 þar sem sótt er um stofnun lóðar utan um einbýlishús mhl.02 á Ingjaldsstöðum og landskipti hennar úr jörðinni.
Meðfylgjandi er hnitsettur lóðauppdráttur, útfyllt eyðublað F550 með samþykki allra landeigenda og veðbókarvottorð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

8.

Skráningarmál í Flatey - 1908013

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi fóru yfir stöðu mála varðandi bætta skráningu í Flatey.

     

9.

Reglur um skráningu fornleifa - 1910024

 

Nýjar reglur Minjastofnunnar lagðar fram fyrir nefndina til kynningar. Uppfærðar reglur eru aðgengilegar á síðu Minjastofnunnar.

     

10.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 


Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi upplýsa nefndina um embættisafgreiðslur.

     

Fundi slitið kl. 13:15.