120. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

19.12.2019

120. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson, skipulagsfulltrúi
Helga Sveinbjörnsdóttir, byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

1.

Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 5.desember sl.:

Fyrir fundinum liggur tillaga frá ALTA ráðgjafafyrirtæki að fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar þar sem reiknað er með að fara samstíga Skútustaðahreppi sem einnig er að fara í endurskoðun á sínu aðalskipulagi. Í tillögunni er farið yfir áætlað umfang og efnisatriði vegna fyrsta áfanga endurskoðunar Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að ráðgjafafyrirtækið Alta vinni fyrsta áfanga endurskoðunar aðalskipulags fyrir Þingeyjarsveit.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa verði falið að semja við Alta ehf. á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

     

2.

Einbúavirkjun - 1908034

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 21.nóvember sl.

"Tekið fyrir erindi frá Hilmari Ágústssyni f.h. Einbúavirkjunar ehf. dags. 19.11.2019, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna undirbúnings á fyrirhuguðum framkvæmdum við Einbúavirkjun í Bárðardal."

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 25. janúar 2018 í kjölfar kynningarfundar í Kiðagili í Bárðardal þann 22. janúar 2018 þar sem kynntar voru virkjunarhugmyndir í máli og myndum. Í kjölfar kynningarfundarins lagði Hilmar Ágústsson forsvarsmaður Einbúavirkjunar ehf. fram bréf dagsett 19. janúar 2018 þar sem óskað var eftir samþykki og stuðningi sveitarstjórnar við að hafið yrði mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 25. janúar 2018 var lagt til að sveitarstjórn leggðist ekki gegn því að Einbúavirkjun ehf. hæfi umrætt matsferli og að ekki yrðu teknar skuldbindandi ákvarðanir á því stigi að gera breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna fyrirhugaðra virkjunaráforma, né veitingu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdinni síðar meir.

Í kjölfar bókunar skipulags- og umhverfisnefndar og síðar sveitarstjórnar sem samþykkti bókun skipulags- og umhverfisnefndar hóf Einbúavirkjun ehf. vinnu við mat á umhverfisáhrifum. Einbúavirkjun ehf. hefur lagt inn matsskýrslu til Skipulagsstofnunnar þar sem hún er í yfirferð.

Með bréfi Einbúavirkjunar ehf. dags. 19. nóvember 2019 til Þingeyjarsveitar er formlega óskað eftir því við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að sveitarfélagið hefji nú þegar vinnu við nauðsynlegar breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og síðar deiliskipulagi vegna byggingar virkjunarinnar. Það er mat framkvæmdaraðila að nú liggi fyrir fullnægjandi upplýsingar um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar auk þess sem athugasemdir almennings og umsagnaraðila liggja fyrir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fresta málinu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.

     

3.

Litlu-Tjarnir. Umsókn um framkvæmdaleyfi efnistöku - 1911036

 

Erindi dags. 20.11.2019 frá Helgu Sveinbjörnsdóttur f.h. Þingeyjarsveitar, landeiganda Litlu-Tjarna, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E-19 (skv. skilgreiningu í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022) í landi Litlu-Tjarna. Áætlað er að vinna 30.000 m3 á næstu 10 árum. Framkvæmdin er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106-2000 og fellur í flokk C.
Sveitarfélagið mun nefna umsjónarmann um námuna til að halda utan um umgengni og notkun.

 

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin telur að fyrirhuguð efnistaka í landi Litlu-Tjarna sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

4.

Ljótsstaðir Fnjóskadal - Framkvæmdaleyfi til efnistöku - 1912020

 

Tekið fyrir erindi dags. 09.12.2019 frá Guðrúnu Stefánsdóttur f.h.Ljótsstaða og Vilhjálmi Jóni Valtýssyni f.h. Jarðverks ehf. þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr námu E17 (skv. skilgreiningu í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022) í landi Ljótsstaða. Áætlað er að vinna 30.000 m3 á næstu tíu árum. Framkvæmdin er háð lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000 og fellur í flokk C.

 

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Nefndin telur að fyrirhuguð efnistaka í landi Ljótsstaða sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

5.

Veturliðastaðir - Grænabrekka - landskipti - 1912014

 

Tekið fyrir erindi dags. 26.11.2019 frá Guðríði H. Arnþórdóttur f.h. Veturliðastaða ehf. þar sem sótt er um heimild til að stofna lóðina Grænubrekku og skipta henni út úr landi Veturliðastaða skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðauppdrætti, dags. 17.10.2019, útfylltu eyðublaði F550 frá Þjóðskrá og veðbókarvottorði fyrir Veturliðastaði, landeignarnúmer L153371.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

6.

Veturliðastaðir - Grænahlíð 2 - landskipti - 1912013

 

Tekið fyrir erindi dags. 26.11.2019 frá Guðríði H. Arnþórdóttur f.h. Veturliðastaða ehf. þar sem sótt er um heimild til að hnitsetja lóðina "Veturliðastaði lóð", landnúmer L153239, breyta stærð hennar lítillega og nefna hana Grænahlíð 2. Eins er sótt um heimil til að skipta henni út úr landi Veturliðastaða. Fylgiskjöl eru hnitsettur lóðauppdráttur, dags. 17.10.2019, útfyllt eyðublað F550 frá Þjóðskrá og veðbókarvottorði fyrir Veturliðastaði, landeignarnúmer L153371.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

7.

Veturliðastaðir - Hádegishóll - stofnun lóðar - 1912012

 

Tekið fyrir erindi dags. 26.11.2019 frá Guðríði H. Arnþórdóttur f.h. Veturliðastaða ehf. þar sem sótt er um heimild til að stækka og hnitsetja lóðina Veturliðastaðir lóð L201661, nefna hana Hádegishóll og skipta henni út úr landi Veturliðastaða skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðauppdrætti, dags. 17.10.2019, útfylltu eyðublaði F550 frá Þjóðskrá og veðbókarvottorði fyrir Veturliðastaði, landeignarnúmer L153371.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

8.

Flatey - Nýibær - 1912018

 

Tekið fyrir erindi dags. 29.nóvember 2019 frá Faglausn ehf. f.h. Gentle Giants ehf. þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu lítils húss á lóð Nýjabæjar í Flatey á Skjálfanda.
Fylgigögn: Aðaluppdrættir

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að byggðamynd fyrri tíma sé í heiðri höfð og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.

     

9.

Fulltrúi Þingeyjarsveitar í samráðsvettvang sveitarfélaga í Héraðsnefnd Þingeyinga - 1912016

 

Tekið fyrir erindi dags. 8.nóvember 2019 frá Reinhard Reynissyni f.h. Héraðsnefnd Þingeyinga þar sem sveitarfélög eru hvött til að skipa fulltrúa í formlegan samráðsvettvang sveitarfélaga í Héraðsnefnd Þingeyinga um skipulagsmál við fyrsta hentugleika.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins í umræddan samráðsvettvang.

     

10.

Umhverfisstofnun - Leiðbeiningarrit fyrir sveitarfélög - 1911037

 

Lagt fram til kynningar nýtt leiðbeiningarit fyrir sveitarfélög sem Umhverfisstofnun hefur gefið út. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar hér: https://ust.is/nattura/handbaekur/

     

11.

Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar - 1906020

 

Tillaga að fundardögum skipulags- og umhverfisnefndar vorið 2020:

23.janúar
20.febrúar
19.mars
16.apríl
28.maí
18.júní
20.ágúst

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fundardaga nefndarinnar vorið 2020.

     

Fundi slitið kl. 12:10