Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
20.02.2020
122. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson,
Nanna Þórhallsdóttir,
Jóna Björg Hlöðversdóttir,
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Guðjón Vésteinsson
Helga Sveinbjörnsdóttir
Sæþór aðalmaður boðaði forföll á síðustu stundu. |
||
1. |
Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013 |
|
Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag ferðaþjónustu á Þeistareykjum dags. 11.02.2020 frá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssonar og félaga. Á fundinn komu Bjarni Reykjalín, verkefnisstjóri deiliskipulagsgerðar, Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir skipulagshöfundar og kynntu drög að skipulagslýsingu fyrir nefndinni. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar verkefnisstjóra og skipulagshöfundum fyrir kynningu á drögum að lýsingu. |
||
2. |
Höskuldsstaðir - umsókn um framkvæmdaleyfi skógræktar - 1909035 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi móttekið 19.09.2019 frá Bárði Guðmundssyni varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Höskuldsstaða í Þingeyjarsveit, L153770. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Reykjadal og er 94 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megin dráttum upp á Fljótsheiðinni. |
||
Í ljósi athugasemda sem bárust frá umsagnaraðilum vegna fyrirhugaðrar skógræktar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum framkvæmdaraðila vegna athugasemda sem þar koma fram. |
||
3. |
Breiðanes - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar - 2001018 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi mótt. 09.01.2020 frá Hjalta Dagssyni f.h. Kjarnagerðis ehf. varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Breiðaness í Þingeyjarsveit L153720. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Reykjadal og er 27 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er fyrirhugað í brekkunni fyrir ofan gamla skóginn og mun þar af leiðandi mynda samfellda heild með honum. |
||
Í ljósi athugasemda sem bárust frá umsagnaraðilum vegna fyrirhugaðrar skógræktar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum framkvæmdaraðila vegna athugasemda sem þar koma fram. |
||
4. |
Flatey - Nýibær - 1912018 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá Gentle Giants ehf. dags. 29.nóvember 2019 þar sem beðið er um leyfi til byggingar á geymslu við Nýjabæ, Flatey. |
||
Þar sem ekki komu athugasemdir í grenndarkynningu sem kalla á breytingar þá samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilinn gögn hafa borist. |
||
Fundi slitið kl. 12:15.