Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
16.04.2020
124. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í fjarfundarbúnaði fimmtudaginn 16. apríl kl. 10:15
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Guðjón Vésteinsson
Helga Sveinbjörnsdóttir
1. |
Breiðamýri - lóðastofnun - 2003026 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 13.3.2020 frá Friðgeiri Sigtryggssyni þar sem sótt er um heimild til að stofna lóðina Breiðamýri 4 út úr lóð L210663 Breiðamýri 1 lóð skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðauppdrætti, dags. 13.03.2020 og útfylltu eyðublaði F550 frá Þjóðskrá. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lóðarstofnunina í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
2. |
Hlíðarendi land - lóðastofnun og breyting nafns á lóð - 2004002 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 14.04.2020 frá Halldóri Jónssyni þar sem sótt er um heimild til að stofna lóðina „Hnjúkasel“ út úr lóðinni Hlíðarendi lóð L153493 skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðauppdrætti og útfylltu eyðublaði F550 frá Þjóðskrá. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lóðarstofnunina í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
3. |
Norðurþing - tillaga að breytingu aðalskipulags - 2004003 |
|
Tekið fyrir erindi frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur dags. 6. apríl 2020 f.h. Norðurþings þar sem óskað er eftir umsögn Þingeyjarsveitar vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 á svæði heilbrigðisstofnana á Húsavík. Breytingin felst í að þjónustusvæði Þ1 stækkar úr 3,2 ha í 3,5 ha. Stækkun þjónustusvæðisins skerðir grænt svæði milli enda Skálabrekku og húsa við Auðbrekku, þ.e. austur af sjúkrahúsi. Auk þess minnka íbúðarreitir Í2 og Í3 lítillega. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Norðurþings. |