127.fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

18.06.2020

127.fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 18. júní kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Guðjón Vésteinsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

 

Tekin fyrir að nýju drög að skipulags- og matslýsingu frá ALTA vegna endurskoðunar Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022. Skipulags- og umhverfisnefnd hélt aukafund þann 10.júní sl. þar sem drög að lýsingu voru rýnd og unnin áfram í samvinnu við skipulagsráðgjafa.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd rýndi drögin. Ákveðið að nefndarmeðlimir hittist á vinnufundi þriðjudaginn næsta 23.júní klukkan 10.

     

2.

Hólasandslína 3 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2006017

 

Tekið fyrir erindi dags. 11. júní 2020 þar sem Guðmundur Ingi Ásmundsson f.h. Landsnets sækir um framkvæmdaleyfi til Þingeyjarsveitar fyrir Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu.
Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. og 6. og 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi, nr. 772/2012, fyrir framkvæmdinni Hólasandslína 3, 220 kV háspennulína.
Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er fyrirliggjandi álit Skipulagsstofnunnar dags. 19. september 2019. Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við breytingartillögu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 sem samþykkt var í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar þann 28. maí 2020.

Meðfylgjandi umsókninni eru eftirtalin fylgigögn:
Lýsing mannvirkja
Útboðsgögn vegna vegslóðar, jarðvinnu og undirstaða ásamt kortum og teikningum
Leyfi Vegagerðar vegna vegþverana og vegtenginga
Matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum ásamt viðaukum
Álit Skipulagsstofnunnar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar
Umsögn Minjastofnunnar Íslands

Markmið með byggingu Hólasandslínu 3 er að bæta raforkukerfi landsins, tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta, auka flutningsgetu, öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku, næstu 50 árin hið minnsta. Að auki mun sveigjanleiki í kerfinu, með tilliti til staðsetningar orkuvinnslu annars vegar og orkunotkunar hins vegar, aukast verulega. Þessi sveigjanleiki mun auka hagkvæmni í kerfinu og bæta nýtingu orkuauðlinda. Fyrirhuguð framkvæmd gerir ráð fyrir að ný Hólasandslína 3 verði með 550 MVA hitaflutningsmörk.

Hólasandslína 3 er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlun Landsnets hf. 2018-2027 sem Orkustofnun hefur samþykkt.

Fyrirhuguð línuleið innan Þingeyjarsveitar liggur um land 28 jarða og liggur fyrir samkomulag þar að lútandi við alla landeigendur en samningar vegna tveggja jarða eru óundirritaðir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022 þegar breyting vegna Hólasandslínu 3 sem samþykkt var í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 28. maí 2020 hefur öðlast gildi.

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér matsskýrslu framkvæmdar og álit Skipulagsstofnunar, dags. 19. september 2019, um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar: Hólasandslína 3. Með vísan til framkvæmdalýsingar er um að ræða hina umhverfismetnu framkvæmd.

Í áliti Skipulagsstofnunnar er fjallað um áhrif framkvæmdarinnar innan marka Þingeyjarsveitar.
Miðað við þá valkosti sem kynntir eru í matsskýrslu Landsnets er ekki unnt að leggja Hólasandslínu 3 án þess að raska svæðum sem njóta verndar skv. sérlögum, sem njóta verndar vegna votlendis, jarðmyndana og vatnsverndar. Aðalvalkostur mun hafa í för með sér skerðingu á votlendi víðs vegar á línuleiðinni þó einkum á Fljótsheiði og Laxárdalsheiði, votlendi sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og forðast ber að raska nema brýna nauðsyn beri til. Valkostir munu einnig valda skerðingu á nútímahraunum í Bárðardal og jarðstrengskostir kunna að raska hrauni í Laxárdal á afmörkuðu svæði en nútímahraun njóta einnig sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og ber að forðast að raska þeim nema brýna nauðsyn beri til.

Í Þingeyjarsveit fer Hólasandslína 3 um votlendi, einkum á Fljótsheiði og Laxárdalsheiði. Framkvæmdaraðili mun kosta framkvæmdir við að endurheimta að minnsta kosti jafn stórt votlendi og tapast við framkvæmdir í samráði við Umhverfisstofnun og sveitarfélög á línuleiðinni og mögulega fleiri fagaðila. Einnig mun Landsnet grípa til mótvægisaðgerða til að lágmarka áhrif á gróður og votlendi. Dæmi um mótvægisaðgerðir eru:
Með því að leggja Hólasandslínu 3 samhliða Kröflulínu 1 er unnt að halda slóðagerð í lágmarki og nýta fyrirliggjandi slóðir.
Í votlendi verður lagður jarðvegsdúkur undir slóðir og leitast við að nýta besta fáanlega efnið til þess að takmarka umfang slóða og lágmarka áhrif á flæði vatns innan votlendis.
Almennt er gert ráð fyrir að haft sé samráð við fulltrúa Umhverfisstofnunar um útlagningu vegslóða á viðkvæmum svæðum, m.a. á votlendissvæðum.
Nefndin hvetur framkvæmdaraðila til að vinna á votlendissvæðum yfir vetrartímann þegar frost er í jörðu til að lágmarka rask. Ekki er þó hægt að ganga að burðarhæfu frostlagi í jörðu sem öruggum hlut komi t.d. mildur vetur.

Hólasandslína 3 mun helst valda beinu raski á eldhrauni í Bárðardal, eða um 0,19 ha. Línan mun svo þvera eldhraun í Laxárdal en ekkert rask mun eiga sér stað í dalnum, línan mun þvera allan dalinn í einu löngu hafi og engar slóðir verða lagðar í dalnum. Í Laxárdal voru skoðaðir þrír aðrir valkostir til viðbótar við aðalvalkost, þeir voru:
Loftlína yfir Laxárdal samsíða Kröflulínu 1. Eitt mastur í vesturhlíð Laxárdals lendir innan verndarsvæðis skógar en ekkert rask yrði niðri í dalnum. Áhrif valkostarins á verndarsvæði Mývatns og Laxár eru einkum tvíþætt, áflugshætta fugla og sjónræn áhrif. Sammögnunaráhrifa kann að gæta með Kröflulínu 1 þar sem leiðarar línanna eru í mismunandi hæð og því aukin áhætta á áflugi fugla og í ljósi forsendna um verndun svæðisins með tilliti til fuglalífs eru áhrif á verndun neikvæð.
Auk loftlínuvalkosta voru tveir jarðstrengskostir til skoðunar við að þvera Laxárdal. Valkostur LA-J þverar verndarsvæðið, hraun og árfarveg, með um 1,2 km löngum jarðstreng sem lagður er í grafinn/fleygaðan skurð. Hinn valkosturinn, LA-JU, var að leggja 2,6 km langan jarðstreng sem yrði grafinn á hefðbundinn hátt í hlíðar dalsins en dreginn í um 300 m löng rör sem komið er fyrir með undirborun undir hraunið og árfarveginn í dalbotni Laxárdals. Báðir jarðstrengskostirnir eru sambærilegir að því leyti að þeir fara í gegnum verndarsvæði Varastaðaskógs, þ.e. jarðstrengur í gröfnum skurði. Skurðsárið myndi jafna sig með tímanum en gera þyrfti slóð þvert í gegnum verndarsvæðið meðfram strengnum. Að þvera Laxá með gröfnum jarðstreng, valkostur LA-J, væri gert um 200 m norðar en Kröflulína 1 þverar Laxá. Jarðstrengurinn færi um verndarsvæðið á um 600 m kafla og í gegnum nútímahraun sem nýtur verndar. Vegslóð fylgir strengnum sömu leið. Ómögulegt er að ganga frá nútímahrauni þannig að engin verksummerki um strenginn sjáist að loknum framkvæmdum. Áhrifin yrðu líkast til óafturkræf. Það má því gera ráð fyrir varanlegum sjónrænum áhrifum. Einnig má gera ráð fyrir einhverjum minniháttar stað- og tímabundnum áhrifum á vatnalíf þar sem Laxá yrði þveruð við Varastaðahólma. Einnig var til skoðunar hvort mögulegt væri að bora undir hraunið í dalnum, valkostur LA-JU, og þannig forðast allt rask á hrauninu. Strengnum fylgir vegslóð alveg upp að hraunkantinum, þar yrði borplan þar sem strengurinn væri boraður undir dalinn og fylgir því nokkuð rask.


Þá mun lagning Hólasandslínu 3 hafa mikil áhrif á landslag og mögulega einnig á ferðaþjónustu og útivist. Draga má verulega úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar hvað þessa þætti varðar með því að leggja línuna í jörð. Ekki eru settir fram kostir um að setja Hólasandslínu í jörð nema á um 10 km kafla í Eyjafirði vegna nálægðar við Akureyrarflugvöll og um 2 km kafla í Laxárdal þar sem línuleiðin fer um svæði sem er verndað skv. sérlögum og býr yfir ríkulegu fuglalífi. Loftlína mun mögulega hafa talsverð áhrif á fugla vegna áflugs á línuna og samlegðaráhrif með Kröflulínu 1 hvað það varðar. Óvissa er þó um umfang þeirra áhrifa. Ekki eru aðrir jarðstrengskaflar kynntir til álita í matsskýrslunni og bendir Landsnet í því sambandi á að lengd jarðstrengja í Hólasandslínu 3 takmarkist meðal annars vegna samspils við lengd jarðstrengja í tengdum línum á Norðurlandi sitt hvoru megin Hólasandslínu 3, þ.e. Blöndulínu 3 frá Blöndu að Akureyri og Kröflulínu 3 frá Kröflustöð að Fljótsdalsstöð, eins og fjallað var ítarlega í áliti um Kröflulínu 3 frá desember 2017.

Í 9. gr. c. í raforkulögum nr. 65/2003 er m.a. kveðið á um að sveitarstjórnum beri að tryggja að skipulagsákvarðanir hindri ekki framgang þeirra verkefna sem eru í staðfestri þriggja ára framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar. Í 9. gr. a. er lagagrundvöllur fyrir kerfisáætlun þar sem gert er ráð fyrir umsóttri framkvæmd. Fjallað var um framkvæmdina í kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2018-2027 sem var samþykkt af Orkustofnun, dags. 18.1.2019. Þá hafa skipulagsáætlanir þeirra sveitarfélaga sem Hólasandslína 3 nær til og varða fyrirkomulag línulagnar verið kynntar hverju sveitarfélagi.

Lagaskilyrði eru til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis, sbr. 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn Landsnets vegna Hólasandslínu 3 verði samþykkt í samræmi við meðfylgjandi greinargerð og fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi þegar breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3 hefur öðlast gildi. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

     

3.

Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Ómari Ívarssyni dags. 17.05.2019 f.h. SS byggir þar sem óskað var eftir heimild til að nýta ákvæði 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Fjósatungu í Fnjóskadal. Um er að ræða 61,2 ha svæði sem er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem frístundabyggð, en skv. skilmálum aðalskipulags er heimilt að byggja allt að 60 frístundalóðir á svæðinu en lóðir skulu ekki vera minni en 0,5 ha.

Þann 4. júní 2019 samþykkti sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að auglýsa skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðs deiliskipulags. Skipulagslýsing var kynnt fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins og var athugasemdafrestur frá 2. júlí til og með 23. júlí.

Athugasemdir/umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Ólafi Rúnari Ólafssyni og Eyrúnu Kristínu Gunnarsdóttur.

Skipulagstillaga dags. 20.01.2020 sem samanstóð af 12 blaðsíðna greinargerð með forsendum og skipulags- og byggingarskilmálum og skipulagsuppdrætti í mælikvarða 1:2000 í A1. Þar var tekið tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust í vinnu við deiliskipulagstillöguna.

Skipulagssvæðið afmarkast af hluta þess svæðis sem skilgreint er fyrir frístundabyggð á jörðinni skv. aðalskipulagi. Skv. gildandi aðalskipulagi er 60 ha svæði skilgreint sem frístundabyggð í Fjósatungu og er svæðið staðsett í hlíðinni sunnan við bæjarstæðið í Fjósatungu. Skv. aðalskipulagi nær svæðið að gili ofan bæjarhúsanna í Fjósatungu í norðri, að bakka neðan hlíðarinnar í austri, að Grjótá í suðri og upp í um 250 m hæð í vestri.

Í skipulagslýsingu var gert ráð að skipuleggja allt 60 ha svæðið fyrir 60 frístundalóðir en síðar var ákveðið að skipuleggja svæðið í tveimur áföngum þar sem fyrirliggjandi minjaskráning nær aðeins til suðurhluta svæðisins. Fyrri áfangi deiliskipulagsins nær því frá aðkomuvegi upp með Grjótá í suðri og að gili sem liggur niður miðja hlíðina í norðri. Innan skipulagssvæðisins er einnig aðkomuvegurinn sem tengist inn á Illugastaðaveg. 4 ha einkajörð norðan Grjótár er utan skipulagsmarka deiliskipulagsins. Skipulagssvæðið er um 38 ha að stærð.

Sveitarstjórn samþykkti þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Fjósatungu í Fnjóskadal. Tillagan var auglýst frá og miðvikudeginum 8. apríl með athugasemdarfresti til og með miðvikudagsins 20. maí 2020. Athugasemdir bárust í auglýsingu.

 

Vegagerðin
Vegagerðin hefur farið yfir tillögu að deiliskipulagi fyrir Fjósatungu í Fnjóskadal skv. tölvupósti dags. 16.4.2020.
Deiliskipulagið er að mestu utan veghelgunarsvæðis og hefur lítil áhrif á umhverfi um Illugastaðaveg (833) þótt einhver umfærð bætist við vegna frístundahúsa. Skipulagið nær aftur að tengingu frístundabyggðar við Illugastaðaveg (833). Vegagerðin samþykkir að tengt verði við Illugastaðaveg skv. skipulagstillögu en setur sem skilyrði að tenging þarf að uppfylla kröfur varðandi horn gatnamóta og halla næst þjóðvegi. Vegagerðin bendir einnig á að sækja þarf um leyfi til Vegagerðarinnar fyrir tengingunni áður en framkvæmdir hefjast.
Þótt vegir innan skipulagðar frístundabyggðar séu utan málaflokks Vegagerðarinnar er rétt að benda á að æskileg er að halda gatnamótum því sem næst hornréttum og að tryggja að nægjanlegt útsýni sé til beggja átta þegar komið er að gatnamótum. Miðað við uppdrátt gætu fyrstu gatnamótin innan hverfis verið erfið með þetta í huga og eins er stígur sem liggur upp fyrir hvernig undir óæskilegu horni.
Vegagerðin gerir ekki frekari athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.

Svar:
Sett verður inn í greinargerð skilyrði varðandi tengingu við Illugastaðaveg ásamt upplýsingum um að Vegagerðin sé leyfisveitandi varðandi vinnu innan veghelgunarsvæðis.
Tekið verður tillit til athugasemda varðandi gatnamót innan frístundabyggðarinnar.

Minjastofnun:

Athugasemd 1:

Með tölvupósti sendum 16. apríl óskaði Guðjón Vésteinsson skipulagsfulltrúi eftir umsögn Minjastofnunar Íslands um deiliskipulag vegna orlofsbyggðar við Fjósatungu í Þingeyjarsveit, dagsettu 20.01.2020.
Eins og bent var á í umsögn minjavarðar um skipulagslýsinguna frá 5. júlí 2019 var fornleifaskráning gerð fyrir hluta af þáverandi skipulagssvæði á vegum Fornleifastofnunar Íslands, Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Deiliskráning vegna sumarbústaðabyggðar í landi Grjótárgerðis/Fjósatungu í Fnjóskadal FS518-13061.
Eigendur skipulagssvæðis ákváðu í ljósi þessa að breyta skipulagssvæðinu þannig að nú er einungis sá hluti til umsagnar þar sem fornleifaskráning hafði verið unnin 2013.
Eins og segir í greinargerð með skipulaginu eru skráðar minjar innan þess, á lista yfir minjar innan svæðis á bls. 5 vantar fornleif SÞ-084:016 götu á listann, þannig að alls eru 13 fornleifar innan svæðisins en þær eru í mismikilli hættu.
Þær fornleifar sem eru í mjög mikilli hættu á skipulagssvæðinu eru eftirtaldar:
SÞ-084:016 gata ? hluti hennar er innan byggingarreits.
SÞ-084:010 tóft ? innan lóðar en utan byggingarreits.
SÞ-084:009 garðlag ? innan lóða en utan byggingarreita.
SÞ-084:015 gata ? liggur innan lóða og byggingarreita víða á skipulagssvæðinu
SÞ-084:007 mógrafir - innan lóða en utan byggingarreita.
SÞ-084:019 götur að Bíldsárskarði - í gegnum byggingarreiti að hluta til.

Minjastofnun fer fram á að minjastaðir SÞ-084:010 ? tóft, 009 -garðlag og 007 mógrafir verið merktir á vettvangi á áberandi hátt til að þeim verði ekki raskað af vangá á meðan að framkvæmdum stendur. Götur nr 015, 016 og 019 hafa verið mældar upp og telst það fullnægjandi skráning. Minjastofnun fer fram á að þess verið gætt að þær skemmist ekki meira en þörf er með því að merkja þær á framkvæmdatímanum en heimilar að þeim verið raskað innan byggingarreita þar sem þær þurfa óhjákvæmilega að víkja vegna húsbygginga. Að öðru leiti gerir Minjastofnun ekki frekari athugasemdir við skipulagið eins og það var kynnt fyrir stofnuninni.


Svar 1:
Fornleif SÞ-084:016 götu verður bætt á lista yfir minjar.
Skilyrði Minjastofnunnar varðandi skráningu og merkingu á fornminjum á framkvæmdatíma verður sett inn í greinargerð.


Athugasemd 2:

Rétt er að vekja athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 en þar segir: „Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.“

Svar 2:
Tilvísun í umrædda lagagrein verður bætt inn í greinargerð.




Ólafur Rúnar Ólafsson og Eyrún Kristína Gunnarsdóttir
Undirrituð eru eigendur Grjótárgerðis í Fnjóskadal og eiga því lögvarða hagsmuni af því að koma að
athugasemdum við skipulagsvinnuna. Undirrituð gera þær athugsemdir við tillögu að deiliskipulagi í
landi Fjósatungu í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit sem grein er fyrir gerð í þessu skjali. Með því er ekki
fallið frá rétti til að gera athugsemdir eða hafa skoðanir á öðrum atvikum sem tilefni kann síðar að
verða til að gera athugasemdir við.

Grjótárgerði er um 4 ha spilda úr landi Fjósatungu og er „eyja“ inn í landi jarðarinnar. Spildan hefur
verið í eigu okkar frá 3. nóvember 2007, sbr. þinglesið afsal þar um, og öllum ljóst um tilvist hennar.
Hún er afgirt í landinu og vel afmörkuð. Við öll áform landeigenda Fjósatungu um kaup og skipulag
jarðarinnar hefur því átt að taka mið af tilvist og legu þessarar spildu. Kvaðir um umferðarrétt, lagnir
og vatnsöflun eru þinglýstar á jörðinni Fjósatungu og ber að geta um í skipulagsskilmálum
deiliskipulagsins, enda á deiliskipulagið að vera lýsandi um hvernig heimilt er að ráðstafa landinu og
hverjar takmarkanir eru á þeim ráðstöfunarheimildum, m.a. vegna réttinda annarra, þar með talið
aðliggjandi fasteigna. Núverandi eigandi keypti jörðina Fjósatungu á árinu 2014.
Athugasemd 1:
Fjarlægðarkröfur skipulagsreglugerðar. Í gr. 5.3.2.12 segir að ekki skuli byggja nær lóðarmörkum en 10 m. Er víst að lóðir 8, 16 og 18 uppfylli þessa kröfu?

Svar 1:
Byggingarreitir lóða 16 og 18 eru 10 m frá lóðarmörkum en á lóð 8 er byggingarreitur 7 m frá lóðarmörkum. Byggingarreitur á lóð 8 verður minnkaður þannig að hann verði 10 m frá lóðarmörkum.

Athugasemd 2:
Í greinargerð DSK tillögu segir í k. 1.6 að samráð skuli haft við aðliggjandi landeigendur. Hefur verið leitast eftir slíku samráði? Undirrituð kannast ekki við að haft hafi verið samráð við okkur við undirbúning deiliskipulagstillögunnar áður en hún var samþykkt til auglýsingar svo sem gert er ráð fyrir í 3. mgr. gr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð. Ber enda tillagan sem auglýst er þess merki að ekki hefur verið gætt að hagsmunum undirritaðra né þeim gefið færi á að koma sjónarmiðum sínum að við sveitarstjórn. Verður því ekki hjá því komist að mati undirritaðra, að sveitarstjórn taki deiliskipulagstillöguna úr auglýsingu, framfylgi ákvæðum skipulagsreglugerðar um samráð við okkur sem eigendur lands sem liggur að því svæði sem deiliskipulagstillagan tekur til. Öðrum kosti er hætta á að Skipulagsstofnun samþykki tillöguna ekki, auk þess sem annmarki að þessu leiti gefur tilefni til að óska endurskoðunar á málsmeðferðinni hjá Úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála. Hafa ákvæði í 37. gr. skipulagslaga um að deiliskipulag skuli taka til svæðis sem myndi heildstæða einingu verið virt? Tillagan ber með sér að vera hluti skipulagssvæðis á syðri hluta jarðarinnar, en sá áfangi
sem síðar skuli koma, eigi að tengjast þeim áfanga sem fjallað er um í þessari deiliskipulagstillögu, órofa böndum og mynda skipulagsheild. Skortir að mati undirritaðra mikið á að deiliskipulagstillagan taki þannig til þess svæðis sem eigi að mynda heildstæða einingu. Má þar nefna hvort tillagan þurfi í umhverfismat, hvort stærð húsa og umfang byggðar muni mynda þéttbýli en ekki frístundabyggð, umfang fráveitu, aðkomu og því um líkt. Af núverandi tillögu er ekki hægt að átta sig á þeirri heildstæðu einingu sem ætlað er að verði lokaafurð breyttrar nýtingar á landi Fjósatungu.

Svar 2:
Í kafla 1.6 segir: „Í vinnu við deiliskipulag eða á auglýsingartíma deiliskipulagsins er haft samráð við ýmsa hagsmunaaðila sem tengjast beint því sem snertir deiliskipulagsgerðina“.
Samráð við aðliggjandi landeigendur í formi auglýsingar deiliskipulagsins er talin fullnægjandi. Nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum var send skipulagstillagan og auglýsing varðandi hana sem og skipulagslýsing.
Eins og fram kemur í kafla 1.1 og mynd 1 í greinargerð deiliskipulags var í skipulagslýsingu gert ráð fyrir að deiliskipulagi næði til um 60 ha svæðis fyrir 60 frístundalóðir. Svæðið var minnkað í 38 ha og lóðum fækkað í 44 þar sem minjaskráning hefur ekki verið unnin fyrir þess hluta svæðisins sem minnkunin nær til. Eins og fram kemur í kafla 1.1 er um að ræða fyrri áfanga deiliskipulagsins en þegar minjaskráning hefur verið unnin mun deiliskipulag vera unnið fyrir seinni áfangann, eða þessu deiliskipulagi breytt þannig að seinni áfanginn verður hluti af því. Ljóst má vera að um er að ræða heildstæða einingu frístundabyggðar, hvort sem um er að ræða fyrri áfangann með 44 húsum eða báða áfangana með 60 húsum.

Athugasemd 3:
Staðsetning rotþróa skal koma fram á deiliskipulagsuppdrætti. Gerð skal krafa um að fráveitukerfi ofan landeignar L215343 leiði ekki siturlögn út í jarðveg ? mengað vatn mun koma upp á landeign ef svo er.
Gera skal tæmandi grein fyrir fráveitukerfi sbr. gr. 5.3.2.15 í skipulagsreglugerð. Það er ekki gert. Vegna landhalla er einboðið að siturlögn eða annað afrennsli frá rotþróm ofan L215343 mun leiða til mengunar á landeigninni. Ekki er að sjá umfjöllun um þetta í skipulagstillögunni. Undirrituð gera kröfu um að fráveitu sé veitt í rotþró sem staðsett er þannig að afrennsli renni ekki á L215343 eða áhrifa gæti að öðru leyti á því landi. Þetta hefðu undirrituð getað bent á áður en tillagan fór til sveitarstjórnar til samþykktar í auglýsingu. Verði ekki gerð krafa um þetta við útfærslu fráveitu, er sýnt að mengun getur orðið í jarðvegi á spildu okkar og takmarkað þau not sem við getum haft af okkar landi, til að mynda ef leitast yrði við að reisa frístundahús á spildunni í sama eða svipuðum þéttleika og deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir í landi Fjósatungu. Leiði skipulagið til þess að takmarka nýtingarmöguleika okkar, kynni að koma til þess að undirrituð verði að skoða réttarstöðu sína í ljósi 51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sama gildir um lyktarmengun. Af skipulagstillögunni má ráða að óljóst sé hve margar rotþrær verði eða hvar þær munu verð settar upp. Gerð er krafa um að skipulagstillagan geri grein fyrir legu einstakra rotþróa og að lagt verði mat á lyktarmengun sem frá þeim kunni að stafa, m.a. með tilliti til ríkjandi vindátta. Gera verður kröfu um að öll óþægindi sem kunni að stafa af fráveitu vegna mengunar, vatns-, yfirborðs-, lyktarmengunar eða annarrar mengunar verði metin og svo komið þannig fyrir að þeirra gæti einvörðungu í landi Fjósatungu en ekki í landi Grjótárgerðis. Í því sambandi verður að bend á að land Grjótárgerðis er einvörðungu 4 ha en landrými í landi Fjósatungu er nægt til að tekið verið tillit til þessara atriða við útfærslu deiliskipulags um nýtingu lands.

Svar 3:
Þar sem gert er ráð fyrir að nokkrar lóðir sameinist um hreinsivirki fráveitu er staðsetning ekki sýnd á deiliskipulagsuppdrætti en í greinargerð deiliskipulags kemur fram í kafla 2.4.4 að hreinsivirki fráveitu verði innan frístundalóða. Í sama kafla kemur fram að útfærsla fráveitu skuli unnin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra og að fráveita skuli vera samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012 og reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Einnig að frágangur hreinsivirkis skal vera vandaður í alla staði þannig að engin mengun stafi af.

Athugasemd 4:

UUA
Þegar þessi deiliskipulagstillaga hefur verið birt verður ekki hjá komist að kalla eftir efnislegri umfjöllum sveitarfélagsins um hvað geti talist „óhóflegt“ byggingarmagn og þá með hliðsjóna af því hvað fordæmi skipulagstillagan muni skapa um sambærilega breytingu á nýtingu bújarðar og hvort þau áform sem nú eru uppi verði talin samræmast breytingu á aðalskipulagi 2012.
Í úrskurði 7/2019 Unalækur er fjallað um hvað geti talist óveruleg breyting á skipulagi (reyndar deiliskipulagi í þessu tilviki). Þarna segir “Kærendur vísa til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sé að finna ákvæði um breytingu á deiliskipulagi. Þar komi fram sú meginregla í 1. mgr. ákvæðisins að fara skuli með breytingar á deiliskipulagi sem um nýtt deiliskipulag sé að ræða. Undantekningu frá meginreglunni sé að finna í 2. mgr. 43. gr. laganna þar sem fjallað sé um óverulegar breytingar á deiliskipulagi. Í athugasemdum með frumvarpi því er orðið hafi að skipulagslögum sé vísað í dæmaskyni um óverulega breytingar til þess þegar iðnaðarhúsnæði sé breytt í íbúðarhúsnæði, glerjun útisvala, skyggni yfir útidyr, dúkkuhús sem sett séu í garð o.s.frv. Hvorki sé vísað beint til tilgreinds ákvæðis 2. mgr. 43. gr. laganna í fundagerðum umhverfis- og framkvæmdanefndar og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 8. og 15. febrúar 2019 né í grenndarkynningu skipulags- og
byggingarfulltrúa sveitarfélagsins frá 22. s.m.“
Þegar fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi er skoðuð verður að ætla að hæpið sé að breytingin sem fram fór á ASK Þingeyjarsveitar, sem leiðir til þess að þéttleiki byggðar tvöfaldast, geti talist óveruleg. Ekki er að sjá af bókun skipulagsnefndar hvort nefndin hafi tekið afstöðu til þeirra viðmiða sem fram koma um óverulegar breytingar í 36. gr. skipulagslaga. Gerð er athugasemd við meðferð deiliskipulagsins sé ekki í samræmi við gildandi reglur og breytingar á aðalskipulag að þessu leyti.

Svar 4:
Tillaga að deiliskipulagi er í samræmi við gildandi aðalskipulag og þá breytingu sem gerð var á aðalskipulagi árið 2012 (öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 15.10.2012 ) sem fólst í því að lóðarstærðir frístundalóða á svæði F23 fyrir frístundabyggð skuli ekki vera minni en 0,5 ha stærðin var 1 ha áður. Fjöldi lóða á svæði F23 er að hámarki 60.
Málsmeðferð fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi hefur fengið málsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.


Athugasemd 5
ASK breyting frá 2012 ? lóðarstærðir minnkaðar úr 1 ha í 0,5 ha: Breyting á ASK árið 2012 var
afgreidd sem óveruleg breyting þrátt fyrir að hún hafi í för með sér verulega fjölgun lóða (sbr.
rökstuðning í bókun skipulagsnefndar) og breyti til muna ásýnd fullbyggðs svæðis og verði því
að teljast hafa mikil áhrif á eiganda lands L215343.
Undirritaðan rekur ekki minni til að þessi breyting hafi verið kynnt sérstaklega fyrir okkur eða
að það hafi verið dregið fram að verið væri að breyta skipulagi sem felur í sér óverulega
breytingu. Breytingarskjalið sem aðgengilegt er á skipulag.is er ekki ítarlegt og þar er ekki lagt
mat á umhverfisáhrif breytingar eða áhrif hennar á einstaka aðila. Ekki var ástæða til að ætla
annað en að taka mætti mark á að um væri að tefla óverulega breytingu og með ekki
greinilegri gögn en þetta við ASK breytinguna 2012 máttir ekki vænta annars en að
frístundahúsin 60 myndu rísa að mestu ofan/vestan við grjótárgerði sbr. fitju
landnotkunarreits F-23 í aðalskipulagi (sjá hitaveitulögn og eldri veg til samanburðar).
Skipulagssvæði deiliskipulagstillögu liggur austar en ráða má af aðalskipulagsuppdrætti og
fyrir vikið er framkvæmdin mun nær landeign L215353 en okkur gat verið ljóst við ASK
breytingu árið 2012. Þannig er í DSK tillögu gert ráð fyrir 11 húsum austan hitaveitulagnar,
beint norður af L215353, og ekki er vafi á að húsin skerði útsýni til norðurs frá landeigninni og
hafi vafalaust áhrif á innsýn og hljóðvist líka. Svo virðist sem lóð 2 liggi líka utan fitju F-23 á
aðalskipulagsuppdrætti og húsið á henni getur varpað skugga á L215353 til viðbótar við
áhrifin sem fyrr eru talin.

Svar 5:

Sjá svar við lið 4. Aðalskipulagsbreytingin sem gerð var árið 2012 hefur þegar öðlast gildi og því hefur Skipulagsstofnun yfirfarið þau gögn og málsmeðferð þeirra og samþykkt þau.
Sveitarfélagsuppdrættir Aðalskipulags Þingeyjasveitar 2010-2022 eru settir fram í mælikvarða 1:100.000. Landnotkunarreitur á aðalskipulagsuppdrætti í slíkum mælikvarða getur því ekki talist að þeirri nákvæmni að hægt sé að segja til um hvort öll frístundahús í Fjósatungu séu austan eða vestan hitaveitulagnar. Þá má vera að staðsetning hitaveitulagnar á aðalskipulagsuppdrætti í mælikvarða 1:100.000 sé ónákvæm.
Þá segir í áðurnefndir breytingu á aðalskipulagi frá 2012 að hún sé m.a. til komin svo hægt verði að fjölga húsum á svæðum sem henta betur til byggingarframkvæmda.
Varðandi skerðingu á útsýni, skuggavarp og hljóðvist þá er svæðið skilgreint sem frístundabyggð í gildandi aðalskipulagi og því má gera ráð fyrir frístundahúsum á svæðinu sem vissulega geta haft áhrif á útsýni, skuggavarp og hljóðvist.


Athugasemd 6

Byggingarskilmálar heimila hús með kjallara, hæð og nýtanlegu risi. Má telja víst að þetta sé
fáheyrt umfang bygginga á svæði utan þéttbýlis. Ásýndarmyndir og skuggavarpsmyndir sbr.
gr. 5.5.4. í skipulagsreglugerð fylgja ekki skipulagsgögnum ? áhrif framkvæmda á umhverfi og
aðra hagsmunaaðila ekki upplýst á fullnægjandi hátt.

Svar 6:
Grunnflötur frístundahúsa er að hámarki 160 m2 og hámarkshæð 6,0 m (vegghæð að hámarki 4,5 m) sem telst ekki verulegt umfang. Þar sem aðstæður leyfa vegna landhalla er heimilt að hafa kjallara undir frístundahúsum.


Athugasemd 7
Ekki koma fram sniðmyndir í hús til skýringar. Heimilt er að vera með kjallara undir aðalhæð
og mænishæð 6 m frá gólfkóta aðalhæðar ? ætla má að mænishæð húss geti því orðið allt að
8,5 m þegar mælt er frá yfirborði lands neðan kjallara. Skipulagsgögn gefa ekki glögga mynd
af leyfilegu umfangi bygginga og grenndaráhrifum þeirra.

Svar 7:
Eins og kemur fram í gr. 5.4.4 í skipulagsreglugerð eru skýringarmyndir ekki bindandi í deiliskipulagi.


Athugasemd 8
Ekki gert ráð fyrir almenningsrými / opnu svæði til sameiginlegra nota sbr. 5.3.2.3. í
skipulagsreglugerð.

Svar 8:
Á deiliskipulagsuppdrætti má sjá opin svæði á milli lóða þar sem útivistarstígar liggja um og er þetta í samræmi við gr. 5.3.2.3 í skipulagsreglugerð.


Athugasemd 9
Ekki gerð grein fyrir gerð vega ? einbreiður/tvíbreiður, uppbyggingu, bundið slitlag. Sjá gr. 5.3.2.5 a í skipulagsgreinargerð og í engu kveðið á um rétt undirritaðra til um ferðar og aðkomu að spildu okkar með þeim hætti sem er nú og verið hefur frá því spildan var afmörkuð 2007.

Svar 9:
Í kafla 2.3 í greinargerð deiliskipulags kemur fram að núverandi vegslóði verði byggður upp. Bætt verður við í greinargerð að vegir á skipulagssvæðinu verði 5,0 m að breidd og malarbornir. Fram kemur í sama kafla að aðkomuvegur muni einnig nýtast sem aðkomuvegur að tveimur einkalóðum sem eru utan skipulagssvæðisins.

Athugasemd 10
Svo virðist sem skipulagsmörk DSK nái talsvert út fyrir skilgreindan landnotkunarreit á gildandi ASK uppdrætti, sbr. legu hitaveitulagnar sem sést á báðum uppdráttum. Þarna virðist vera um verulegt misræmi milli ASK og DSK að ræða auk þess að DSK tillagan er umfangsmeiri og tekur til stærra svæðis en skipulagslýsing gerði grein fyrir.

Svar 10:
Sjá svar við lið 5. Varðandi breytt mörk frá því sem kom fram í skipulagslýsingu þá er því svarað í lið 2 að skipulagssvæðið minnkaði. Varðandi afmörkun svæðisins þá er það ekki óalgengt að afmörkum breytist eitthvað í vinnu við deiliskipulags frá því sem skipulagslýsingu þegar svæðið er rýnt nánar og skipulagt.


Athugasemd 11
Í gildandi ASK Þingeyjarsveitar kemur fram að við deiliskipulagningu frístundasvæða skuli miða við hámarks nýtingarhlutfall u.þ.b. 0,05 ? sjá k. 4.6.2 í greinargerð. Í greinargerð DSK kafla 4.2. segir að hámarks byggingarmagn sé 300 fm á lóð. Til að nýtingarhlutfall lóðar fari ekki yfir 5% vegna 300 fm húss þarf lóðin að vera a.m.k. 6000 fm stór og eru þó nokkur dæmi um lóðir sem víkja verulega frá þessari kröfu á deiliskipulagstillögu. Fyrir vikið er byggð skv. deiliskipulagstillögu talsvert þéttari en gildandi ASK heimilar.

Svar 11:
Í aðalskipulagi segir að hámarks nýtingarhlutfall á frístundasvæðum sé um það bil 0,05. Minnstu lóðir innan skipulagssvæðisins eru rétt rúmlega 5.000 m2 og hámarks byggingarmagn er 300 m2. Nýtingarhlutfall minnstu lóðana er því rétt undir 0,06 en í flestum tilfellum er nýtingarhlutfallið um 0,05-0,055. Það sem segir í aðalskipulagi „um það bil 0,05“ er talið að nýtingarhlutfall sé innan skekkjumarka.

Athugasemd 12
Kvaðir um umferðarrétt um land Fjósatungu, lagnarétt, vatnsöflunarrétt og rétt til að koma
fyrir rotþró utan landeignar koma ekki fram í DSK gögnum. Sjá afsal frá jan. 2008.

Svar 12:
Bætt verður við kvöðum um umferðarrétt eigenda Grjótárgerðis um land Fjósatungu, lagnarétt, vatnsöflunarrétt og rétt til að koma fyrir rotþró utan landeignar í greinargerð deiliskipulags.

Athugasemd 13
Ekki er að sjá að Fjósatunga L153228 hafi verið leyst úr landbúnaðarnotum sbr. 6. grein jarðalaga. Lóðir sem skipt hefur verið úr bújörðinni gegnum tíðina hafa verið leystar úr landbúnaðarnotum en ekki er að sjá að það hafi verið gert þegar frístundasvæði F-23 var skilgreint í landi Fjósatungu við gerð aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022. Flokkun landbúnaðarlands liggur ekki fyrir í aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og því þarf sveitarfélagið skv. ákvæðum jarðalaga að óska eftir umsögn ráðunautar um viðkomandi land þar sem leggja skal mat á stærð lands, staðsetningu lands, ræktunarskilyrði, ræktun sem þegar er þar stunduð eða er fyrirhuguð og hvort breyting á landnotkun hafi áhrif á aðliggjandi landbúnaðarsvæði áður en hægt er að leysa landið úr landbúnaðarnotum. Hollvinur landbúnaðarins gæti tekið þá afstöðu í máli Fjósatungu að krefjast þess að ákvæðum
jarðalaga verði fylgt til hins ýtrasta í þessum efnum.
Núverandi ríkisstjórn hefur svo í hyggju að setja lög um bújarðir sem væntanlega munu marka samræmda stefnu um hvaða landbúnaðarland beri að varðveita ? frumvarp var á samráðsgátt sl. vetur. Er viðbúið að boðuð löggjöf þrengi enn frekar heimildir til að ráðstafa landbúnaðarlandi til annars en búvöruframleiðslu með óafturkræfum hætti. Verður að ætla að sveitarstjórn taki þessi atriði til sérstakrar umfjöllunar og stefnumörkunar í sveitarfélaginu um sambærileg mál.

Svar 13:
Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2011-2022 er svæðið skilgreint sem frístundabyggð.
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 4.september 2014 að taka umrætt land úr landbúnaðarnotum. Umrætt land hefur ekki verið tekið úr landbúnaðarnotum en það mun verða gert áður en nýtt deiliskipulag öðlast gildi.

Athugasemd 14
Framkvæmd af þessu tagi sem fyrirhuguð er virðist falla undir ákvæði gr. 5.3.2.19 í skipulagsreglugerð, um framkvæmdir sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum, sbr. lið 12.05 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000, þ.e.a.s. „Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn á hálendi og á verndarsvæðum á láglendi utan þéttbýlis, orlofsþorp, hótel og tengdar framkvæmdir utan þéttbýlis.“. Eðlilegt er að líta á 60 frístundahús sem ígildi orlofsþorps. Þ.a.l. er framkvæmdin B-framkvæmd sem tilkynna ber til Skipulagsstofnunar, sem ákveður svo hvort umhverfismat skuli fara fram. Ekki liggur fyrir hvort afstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir um þetta eða hvort leitað hafi verið afstöðu stofnunarinnar um þetta.
Auk þess þá gæti framkvæmdin fallið undir lið 1.01 í 1. viðauka: „Framkvæmdir til endurskipulagningar á landareignum í dreifbýli sem taka til 20 ha eða stærra landsvæðis“ sem líka telst vera B-framkvæmd. Það er reyndar ekki alveg skýrt hvað átt er við með „endurskipulagningu“, t.a.m. hvort þar sé átt við ASK eða DSK breytingu. Í EB tilskipuninni sem viðaukinn á uppruna sinn í heitir þetta „Projects for the restructuring of rural land holdings“ og af því orðalagi verður dregin sú ályktun að ætla að matsskylduna eigi að meta samhlið framkvæmdinni frekar en samhliða ASK breytingunni.
Í skipulagsreglugerð gr. 5.3.2.19 segir að þegar álit skipulagsstofnunar liggi fyrir, skuli taka
afstöðu til þess hvort skilyrði sem kunna að liggja fyrir í álitinu skuli tekin inn í deiliskipulagið
sem skipulagsskilmálar. Af þessu verður ekki annað ráðið að en að leita þurfi umsagnar
Skipulagsstofnunar um hvort skipulagsáformin og framkvæmdirnar falli undir lög um mat á
umhverfisáhrifum áður en hægt er að afgreiða deiliskipulagið frá sveitarfélaginu og það taki
gildi. Verður ekki sé annað en að rannsóknarregla stjórnsýslulaganna, um að mál verði
nægjanlega upplýst áður en ákvörðun verði tekin í því, eigi hér við ? og mál verði ekki talið
nægjanlega vel rannsakað eða upplýst, án þess að kannað sé fyrst hvort fyrirhuguð
skipulagsáætlun og framkvæmdir samkvæmt þeim séu háð mati á umhverfisáhrifum.

Svar 14:
Frístundabyggð að þessi tagi fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum eða lög um umhverfismat áætlana. Ekki er um að ræða orlofsþorp heldur hefðbundna frístundabyggð og því fellur skipulagið ekki undir lið 12.05 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum 106/2000. Þá fellur skipulag frístundabyggðar ekki undir lið 1.01 um endurskipulagningu landareignar í dreifbýli í sömu lögum því sá liður tekur til landbúnaðar, skógræktar eða fiskeldis.

Athugasemd 15
Rétt er að gera athugasemd við staðföng. Við mótmælum því að götur innan skipulagssvæðisins taki mið af heiti spildu okkar, sem gefi ranglega til kynna að hið skipulagða svæði sé á einhvern hátt hluti Grjótárgerðis. Þó áin sem renni á landamerkjum Fjósatungu og Kotungsstaða heiti Grjótá, hefur okkar spilda hlotið þetta staðfang. Staðfangið er því í senn nokkuð óréttmætt og villandi um hvernig atvikum máls er háttað. Eðlilegra er að staðföng taki mið af því landi sem þau liggja í. Með því að samþykkja staðföng sem kennd eru við Grjótá og Grjótárgerði erum við, eigendur Grjótárgerðis, svipt möguleikum -eða þrengt að þeim með ósanngjörnum hætti ? til að nýta sjálf staðföng sem sannarlega væru þá tengd við spilduna Grjótárgerði.

Svar 15:
Ekki er talið að nafnið Grjótárvegur hafi áhrif á eigendur Grjótárgerðis þar sem heitið vísar í örnefni á svæðinu.


Hér hafa verið settar fram helstu athugasemdir og umsagnir um þá deiliskipulagstillögu sem til
kynningar er. Óskað er eftir því að sveitarfélagið taki málefnalega afstöðu til þeirra athugsemda og
álitaefna sem getið er um í umsögn þessari, taki tillit til þeirra við áframhaldandi vinnslu málsins og
geri kröfu um nánari útfærslur eftir því sem nauðsynlegt er, til að mynda um hvort
deiliskipulagsbreytingin sé í samræmi við „óverulegar breytingar“ sem gerðar voru á aðalskipulagi
árið 2012, sérstakur gaumur verði gefin fráveitumálum og öðrum veitum. Undirrituð hafa ekki tekið
til skoðunar hvort DSK áætlunin samræmis svæðisskipulag, en vera kann að skoða þurfi það
sérstaklega m.t.t. þéttleika byggðarinnar og þeirrar heildarmyndar sem ætlað er að skapa þegar öll
skipulagsáformin eru komin til framkvæmdar.
Undirrituð óska eftir að fá að fylgjast með afgreiðslu málsins hjá sveitarfélaginu, hvernig brugðist
verði við athugasemdum þessum og hvort fram hafi komið athugasemdir við tillöguna sem kalla á að
henni verði breytt í þeim mæli að nauðsyn beri til að auglýsa tillöguna að nýju.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu með áorðnum breytingum í samræmi við svör nefndarinnar við innsendum athugasemdum. Jafnframt leggur nefndin til að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar í samræmi við lög og reglugerðir.

     

4.

Reykir - deiliskipulagsgerð - 1910011

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Bjarna Reykjalín f.h. Guðmundar Hafsteinssonar móttekið 9.október 2019 þar sem sótt er um heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað landeiganda skv. 2.mgr. 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010 sem skilgreint er sem "Svæði fyrir frístundabyggð" F-27 í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022. Jafnframt var óskað eftir að fallið yrði frá gerð lýsingar þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi, eins og heimild er fyrir í 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24.10.2019 þá beiðni að falla frá gerð skipulagslýsingar og veitti heimild til vinnu deiliskipulags á því svæði sem tilgreint er í erindinu.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulag dags. 14. júní 2020 sem gert er ráð fyrir frístundabyggð á um 9 ha svæði sem stofnað er út úr landi Reykja 2. Nú þegar eru 2 frístundahús á svæðinu og miðar tillagan við að 10 frístundahúslóðir verði skipulagðar á svæðinu.
Fornleifaskráning dags 15. júní 2020 frá Hákon Jenssyni hjá Búgarði liggur fyrir. Þar kemur m.a. fram að ekki fundust nein merki um sýnilega menningarminjar á deiliskipulagssvæðinu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi. Nefndin telur að deiliskipulagstillagan sé í samræmi við allar meginforsendur í gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að sjá um að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

5.

Skógaland - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar - 2006021

 

Tekið fyrir erindi dags. 10.júní 2020 frá Bergljótu Þorsteinsdóttur f.h. Skógalands ehf. þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lagna og vegar fyrir frístundabyggðina Skógahlíð í samræmi við deiliskipulag frá mars 2011 uppfært í desember 2018.

Meðfylgjandi umsókn er uppdráttur úr gildandi deiliskipulagi fyrir frístundabyggð Skógum sem sýnir fyrirhugaða legu vegar og lagna sem tilheyra frístundabyggðinni.

 

Miðað við innsend gögn er um að ræða veg sem mun tengjast við þjóðveg nr. 833, Illugastaðaveg.

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við gildandi aðalskipulag og deiliskipulag sem er í gildi á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

     

6.

Vatnsleysa lóð - Beiðni um nafnabreytingu - 2006019

 

Tekið fyrir erindi dags. 3.júní 2020 frá Benedikt Ármannssyni þar sem sótt er um nafnabreytingu á landi 212294, Vatnsleysa lóð.
Beðið er um að landareignin verði skráð sem Bakki. Landeiganda var bent á að það er lögbýli í sveitarfélaginu sem ber nafnið Bakki og valdi hann því til vara nafnið Árbakki ef hið fyrra fæst ekki samþykkt.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn þar sem önnur jörð í fyrrum Hálshreppi ber sama heiti. Nefndin gerir hins vegar ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í ,,Árbakki" og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

7.

Víðar - lóðarstofnun - 2006018

 

Tekið fyrir erindi dags. 20.janúar 2020 frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur þar sem sótt er um stofnun lóðar í landi Víða. Fylgigögn eru eyðublað F550 frá Þjóðskrá, leyfi landeigenda og hnitsettur uppdráttur.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

8.

Arnarstaðir lóð - landskipti - 2006020

 

Tekið fyrir erindi dags. 12.6.2020 frá Ingvari Þóroddssyni f.h. Heimis Sigurpáls Áslaugssonar þar sem sótt er um leyfi til að stækka lóðina Arnarstaðir lóð um 9970m2. Fylgigögn eru eyðublað F550 frá Þjóðskrá, Veðbandayfirlit, samkomulag um uppsögn erfðaábúðar á Arnarstöðum, Þingeyjarsveit og mæliblað.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

     

9.

Stöðuleyfi - Arnstapi lóð 10 - 2006022

 

Tekið fyrir erindi dags. 12.06.2020 frá Kristjáni Hreinssyni þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir frístundahús á lóð 10 í landi Arnstapa.
Stöðuleyfið er tímabundin lausn til að geta flutt húsið á staðinn þar til tilskilin leyfi fyrir endanlegri staðsetningu hússins hafa fengist og undirstöður verið gerðar til að hífa svo húsið á endanlegan stað.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stöðuleyfið.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið til eins árs í samræmi við aðsend gögn.

     

10.

Geitagerði - umsókn um byggingarleyfi - 2005038

 

Tekið fyrir að nýju erindi þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Geitagerði, L153493. Á fundi sínum þann 28.maí 2020 ákvað nefndin að grenndarkynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæli fyrir um.

 

Framkvæmdaaðili sendi inn afstöðumynd þar sem allir nágrannar hafa skrifað undir að þeir leggist ekki gegn framkvæmdinni. Nefndin samþykkir að með þeim gögnum teljist framkvæmdin grenndarkynnt.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

     

11.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið í sveitarfélaginu.

     

 

Fundi slitið kl. 12:30.