Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
20.08.2020
128. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 20. ágúst kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Einar Örn Kristjánsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigurlína Tryggvadóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Guðjón Vésteinsson
Helga Sveinbjörnsdóttir
Dagskrá:
1. |
Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011 |
|
Tekin fyrir lýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. |
||
2. |
Eyjardalsvirkjun - framkvæmdaleyfisumsókn - 2008013 |
|
Erindi dagsett 23.júlí 2020 frá Þorgeiri Birni Hlöðverssyni f.h. Eyjardalsvirkjunar ehf., kt. 681117-1560, Björgum, 641 Þingeyjarsveit, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Þingeyjarsveitar skv. 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Eyjardalsvirkjun í vestanverðum Bárðardal. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að við útgáfu framkvæmdaleyfis verði sett eftirfarandi skilyrði: |
||
3. |
Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013 |
|
Erindi varðandi gerð nýs deiliskipulags fyrir ferðaþjónustu á Þeistareykjum. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur lagt til að unnið verði deiliskipulag á Þeistareykjum með áherslu á stefnumörkun og framtíðaruppbyggingu svæðisins fyrir ferðamenn. Allar líkur eru á að umferð um svæðið muni aukast verulega á næstu árum með bættum samgöngum og nýjum vegi frá Húsavík til Mývatnssveitar. Deiliskipulagið mun ná yfir land Þeistareykja, sem er í eigu Þingeyjarsveitar. Innan þess er afmarkað deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar sem mun halda gildi sínu. Skipulagssvæðið er alls um 280 km². Deiliskipulagssvæði Þeistareykja-virkjunar er um 85,1 km². Norðurmörk Þeistareykjalands liggja að jörðum í Kelduhverfi. Mörkin miðast við Eyjólfshæð í austri til vesturs um norðurenda Rauðhóls yfir í Sæluhústóft við Sæluhúsmúla. Þaðan liggja vesturmörk um Höfuðreiðarmúla í Jónsnípu og suður Lambafjöll að Gustaskarði. Þá miðast stefna suðurmarka við línu frá norðurrótum Gæsafjalla í Eilífshnúk að Borgarvegg skammt norðan Éthóla. Austurmörk fylgja Borgarvegg og Bunguvegg til norðurs að Eyjólfshæð. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við skipulagsráðgjafa og tekið verði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð deiliskipulagstillögunnar. |
||
4. |
Einbúavirkjun - 1908034 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá Hilmari Ágústssyni f.h. Einbúavirkjunar ehf. dags. 19.11.2019, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna undirbúnings á fyrirhuguðum framkvæmdum við Einbúavirkjun í Bárðardal. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma innsendum athugasemdum/umsögnum ásamt viðbrögðum skipulags- og umhverfisnefndar í samræmi við umræður á fundinum á framfæri við skipulagsráðgjafa og framkvæmdaraðila og tekið verði efnislega tillit til þeirra eins og kostur er við gerð breytingartillögu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og deiliskipulagstillögunnar. |
||
5. |
Norðurþing - Skipulagslýsing vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík, Norðurþingi - 2008011 |
|
Tekið fyrir erindi frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur dags. 10. ágúst 2020 f.h. Norðurþings þar sem óskað er eftir umsögn Þingeyjarsveitar skipulagslýsingu vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Helsta markmið deiliskipulagsins er að skilgreina byggingarskilmála fyrir nýtt hjúkrunarheimili sem staðsett verður fyrir ofan núverandi heilbrigðisstofnun og dvarlarheimilið Hvamm. Innan marka deiliskipulagsins er einnig gert ráð fyrir dvalarheimilinu Hvammi, heilsugæslunni og öðru húsnæði tengt heilbrigðisstarfsemi. Tillagan verður unnin með hliðsjón af vinningstillögu í hönnunarsamkeppni. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu vegna gerðar nýs deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík í Norðurþingi. |
||
6. |
Lausn úr landbúnaðarnotum - Fjósatunga - 2008023 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 18.júlí 2014 frá Helga Erni Eyþórssyni f.h. SS-Byggis ehf. þar sem óskað var eftir að öll jörðin Fjósatunga yrði tekin úr landbúnaðarnotum. Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar lagði til þann 28.ágúst 2014 að sveitarstjórn samþykkti erindið. Sveitarstjórn samþykkti erindið þann 4.september 2014. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að taka hluta jarðarinnar Fjósatungu úr landbúnaðarnotum í samræmi við gildandi aðalskipulag og fyrirliggjandi gögn. |
||
7. |
Hólabrekka - stöðuleyfi - 2008009 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 14.8.2020 frá Valþóri Brynjarssyni og Valdísi Stefánsdóttur þar sem sótt er um stöðuleyfi til eins árs fyrir gám norðan við íbúðarhúsið Hólabrekku á Laugum. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir geymslugám til 12 mánaða. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið. |
||
8. |
Vatnsendi - landskipti - 2008008 |
|
Tekið fyrir erindi ódags. frá Helga Ingasyni og Jóni Ingasyni þar sem sótt er um landskipti þriggja lóða út úr L153469 Vatnsenda. Fylgiskjöl eru drög að mæliblaði, undirritað umsóknareyðublað F550 og veðbókarvottorð. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt þegar fullgert mæliblað sem og staðfesting á landamerkjum liggja fyrir og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Sigurlína tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. |
||
9. |
Arnarstaðir - landskipti - 2008010 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 7.júlí 2020 frá Elínu Baldvinsdóttur þar sem sótt er um að skipta 19.970m2 lóð út úr Arnarstöðum L153475. Fylgiskjöl eru mæliblað, eyðublað F550 og veðbókarvottorð. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt þegar staðfesting á landamerkjum liggur fyrir og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Sigurlína tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis. |
||
10. |
Arnarstaðir - landskipti - 2008019 |
|
Tekið fyrir erindi ódags. frá Sigurlínu Örnu Þorsteinsdóttur þar sem sótt er um að skipta 19.970m2 lóð út úr Arnarstöðum L153475. Fylgiskjöl eru mæliblað, eyðublað F550 og veðbókarvottorð. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
11. |
Sandur 1 - landskipti - 2008012 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 15.8.2020 frá Guðmundi Heiðrekssyni þar sem sótt er um að skipta Sandi 1 L153966 upp í Sand 1 og Sand 4 samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjölum. Fylgiskjöl eru eyðublað F550 og bréf undirritað af öllum landeigendum sem lýsir erindinu. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
12. |
Stekkjarbrot - landskipti - 1909019 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 9.8.2020 frá Jenný Henriksen þar sem sótt er um að skipta 0,2ha lóð út úr Hvarfi L153498 og sameina það lóðinni Stekkjarbroti L229189. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og breytingu afmörkunar Stekkjarbrots í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
13. |
Litluvellir - byggingarleyfi - 2008017 |
|
Tekið fyrir erindi dags 14.8.2020 þar sem sótt er um leyfi til byggingar viðbyggingar við íbúðarhúsið á Litluvöllum í Bárðardal. Viðbyggingin verður staðsett norðan við íbúðarhúsið þar sem áður stóð bygging. Áætlað er að gera undirstöður og flytja húsið á staðinn. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Mat nefndarinnar er að fyrirhuguð framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3.mgr. 44.gr. í skipulagslögum nr.123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
14. |
Fremstafell 2 land - byggingarleyfi skemmu - 2008018 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 11.ágúst 2020 frá Þórði Þórarinssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir skemmu áfasta íbúðarhúsi á lóðinni Fremstafell 2 land, L180090. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða viðbyggingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
15. |
Vaðssetur - nafnabreyting - 2008014 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 16.7.2020 frá Sigrúnu Vésteinsdóttur f.h. Vað ehf. þar sem sótt er um að lóðin Vaðssetur L226394 fái nafnið Vað. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
16. |
Núpar lóð - nafnabreyting - 2008021 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 17.8.2020 frá Sigrúnu Marinósdóttur þar sem sótt er um að lóðin Núpar lóð L198191 fái nafnið Núpar 1. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
17. |
Hvoll lóð - nafnabreyting - 2008022 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 17.8.2020 frá Bjarna Eyjólfssyni þar sem sótt er um að lóðin Hvoll lóð L206595 fái nafnið Hvoll 1. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
18. |
Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar - 1906020 |
|
Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar veturinn 2020-2021 verði eftirfarandi: |
||
19. |
Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022 |
|
Fundi slitið kl. 12:30.