132. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

10.12.2020

132. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 10. desember kl. 10:10

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson 
Sæþór Gunnsteinsson  
Nanna Þórhallsdóttir 
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Sigurlína Tryggvadóttir (í fjarfundarbúnaði)

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson og
Helga Sveinbjörnsdóttir.

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 11. og 12. lið;
2012010 - Núpar- nafnabreyting á 24 lóðum og
2012011 - Brún lóðastofnun.
Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

1.

Einbúavirkjun - 1908034

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Hilmari Ágústssyni f.h. Einbúavirkjunar ehf. dags. 19. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna undirbúnings á fyrirhuguðum framkvæmdum við Einbúavirkjun í Bárðardal.

Fyrir liggja eftirfarandi gögn frá Verkís hf: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 dags. 1. desember 2020 með skipulagsuppdrætti dags. 1. desember 2020. Tillaga að deiliskipulagi Einbúavirkjunar dags. 1. desember 2020 með uppdrætti dags. 2. desember 2020.

Kynningarfundur var haldinn í Kiðagili í Bárðardal þann 22. janúar 2018 þar sem kynntar voru virkjunarhugmyndir í máli og myndum. Í kjölfarið lagði Skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að gerð yrði skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga 123/2010 og lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 160/2000 í samræmi við tillögu Einbúavirkjunar ehf. í frummatsskýrslu um Einbúavirkjun.
Mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar eru settar er fram í frummatsskýrslu var auglýst frá 21. ágúst til 2. október 2019 og kynnt á opnu húsi í Stórutjarnarskóla miðvikudaginn 18. september 2019.

Í áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu vegna Einbúavirkjunar dags. 31. júlí 2020 segir að Skipulagsstofnun telji að matsskýrslan uppfylli að mestu skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og að umhverfisáhrifum hafi verið lýst á fullnægjandi hátt. Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdarinnar felist í breyttu yfirbragði nærsvæðis virkjunarinnar með tilkomu ýmissa mannvirkja sem koma til með að breyta ásýnd hefðbundins landbúnaðarhéraðs í svæði sem ber einkenni iðnaðarsvæðis með umfangsmiklum skurðum fyrir aðveitu og fráveitu, stöðvarhús, vegum og brúm sem og stíflum og inntaksvirkjum. Fyrir liggur að fyrirhugaðar framkvæmdir munu raska eldhrauni sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd og forðast ber að raska nema vegna brýnna hagsmuna sem í greinargerð með núgildandi náttúruverndarlögum hafa verið túlkaðir sem brýnir almannahagsmunir. Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun hraunsins og telur stofnunin að setja verði það sem skilyrði við leyfisveitingar að mun ítarlegri rökstuðningur liggi fyrir.

Skipulagslýsing var kynnt frá 15. júlí 2020 til og með 6. ágúst 2020 fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá Minjastofnun, Landgræðslunni, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Skógræktinni, Umhverfisstofnun, Landsnet og Náttúrufræðistofnun Íslands. Tekið var efnislegt tillit til þeirra eins og kostur var við gerð breytingartillögu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og deiliskipulagstillögu Einbúavirkjunar.

Breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 felst í afmörkun svæðis fyrir Einbúavirkjun og að breyta landbúnaðarsvæði í iðnaðar- og athafnasvæði. Markmið deiliskipulagsins er að útfæra nánari stefnu og ákvæði fyrir Einbúavirkjun í samræmi við aðalskipulag Þingeyjarsveitar og mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynntar verða tillögurnar, forsendur þeirra og matslýsing fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en tillögurnar verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt til auglýsingar skv. 31.gr. og 41.gr. skipulagslaga nr 123/2010 og að undangenginni kynningu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með þeim skilyrðum að skýrt verði að frárennslisgöng séu skilyrði samkvæmt valkosti A í skipulagstillögum.
Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort þessar skipulagstillögur samræmist stefnu sveitarfélagsins, eins og hún er í gildandi aðalskipulagi.

 

Samþykkt

     

2.

Umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - 2011027

 

Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati, í samræmi við 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.

Allir sem þess óska geta gert athugasemdir við tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og umhverfismat hennar. Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri við Skipulagsstofnun er til og með 8. janúar 2021.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og fagnar tilkomu flokkunar landslagsgerða í skipulagi sem mun aðstoða við ákvörðun um framtíðar notkun lands. Sömuleiðis telur skipulags- og umhverfisnefnd mikilvægt að tæki til flokkunar landbúnaðarlands verði tekin í notkun og beitt við skipulagsgerð.

 

Samþykkt

     

3.

Arnstapavegur - færsla - 2011010

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Hauki Jónssyni f.h. Vegagerðarinnar dags. 10.nóvember 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna færslu Arnstapavegar (8660-01) við Hringveg. Erindið var tekið fyrir á 131.fundi nefndarinnar og fól nefndin skipulagsfulltrúa þá að leita álits Skipulagsstofnunar um næstu skref.

Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar fellur framkvæmdin undir tölulið 10.09 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum og er þar af leiðandi í flokki B.

Í 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum segir:
Vegna framkvæmdar í flokki B í 1. viðauka laga þessara skal Skipulagsstofnun innan fjögurra vikna frá því að fullnægjandi gögn um framkvæmdina berast taka ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati samkvæmt lögum þessum. Skipulagsstofnun skal byggja ákvörðun sína á þeim upplýsingum sem framkvæmdaraðili hefur lagt fram og, ef við á, öðrum gögnum um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd bíður ákvörðunar Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.

 

Samþykkt

     

4.

Hlíðskógar - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt - 2011017

 

Tekið fyrir erindi dags.03.11.2020 frá Snædísi Róbertsdóttur varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Hlíðskóga í Bárðardal, L153494. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Bárðardal og er 76 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megindráttum í Valley sem er eyja sem liggur í Skjálfandafljóti. Einnig eru tvö svæði ofan vegar, eitt sunnan við bæinn og annað norðan við.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar málinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að hafa samband við landeiganda og kynna henni það mál sem var tekið fyrir 2018.

 

Frestað

     

5.

Laugaból - Umsókn um skógrækt - 2010009

 

Tekið fyrir að nýju erindi mótt. 01.10.2020 frá Hjördísi Stefánsdóttur varðandi umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi Laugabóls í Reykjadal, Þingeyjarsveit. Fyrirhugað skógræktar svæði er 22,9 hektarar að stærð og áætlað í brekkunni fyrir ofan gamla skóginn og mun þar af leiðandi mynda samfellda heild með honum.

Á fundi nefndarinnar þann 15.10.2020 bókaði nefndin að hún teldi að umrætt framkvæmdaleyfi félli í flokk C skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsfulltrúa var falið að leita umsagna Minjastofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga. Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum var frestað þar til umsagnir lægju fyrir.

Umsagnir hafa borist frá báðum stofnunum.


 

Náttúruverndarnefnd Þingeyinga bendir á að þrátt fyrir smæð fyrirhugaðs skógræktarsvæðis er það samliggjandi öðrum skógarsvæðum,samanlagt stærri en 200 ha að stærð.Gögn sem fylgja umsókn um framkvæmdaleyfi eru ekki nógu lýsandi og taki ekki tillit til grunnástands svæðisins og þeirra áhrifa sem framkvæmdin mun hafa í för með sér.
Minjastofnun bendir á að í 1. mgr. 16 gr. laga um menningarminjar segir m.a.: „Áður en deiliskipulag er afgreitt eða leyfi til framkvæmda eða rannsókna er gefið út skal skráning ætíð fara fram á vettvangi.“ Framkvæmdaraðila ber því að hafa samráð við Minjastofnun Íslands um allar framkvæmdir sem valda jarðraski. Áður en framkvæmdaleyfi er gefið út þarf að skrá fornleifar á vettvangi á skógræktarsvæðinu skv. stöðlum Minjastofnunar Íslands. Umsóknin um framkvæmdaleyfi þarf að koma til umsagnar Minjastofnunar þegar fornleifaskráning liggur fyrir og skulu útlínu skráðra minja koma fram á uppdrætti af fyrirhuguðu skógræktarsvæði.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umrætt framkvæmdarleyfi um skógrækt, að þeim skilyrðum uppfylltum að búið verði að hafa samráð við Minjastofnun um vettvangsferð á svæðið í samræmi við 5.gr reglna nr. 620/2019 um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda.

 

Samþykkt

     

6.

Jarlsstaðir landskipti - 2012002

 

Tekið fyrir erindi dags. 26.11.2020 frá Sigrúnu Hermannsdóttur þar sem sótt er um landskipti 2 ha lóðar út úr Jarlsstöðum, Þingeyjarsveit.
Fylgiskjöl eru hnitsett mæliblað, undirritað umsóknareyðublað F550 og veðbókarvottorð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

7.

Höfðabyggð A11 - umsókn um byggingarleyfi - 2012003

 

Tekið fyrir erindi dags. 14.6.2020 frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Höfðabyggð A11, Lundskógi. Þegar sótt var um byggingarleyfið í upphafi var grunnflötur hússins innan við 100m2.
Uppfærð gögn frá 1.12.2020 sýna áætlaða stækkun á sumarhúsinu og er áætlaður grunnflötur hússins orðinn meiri en 100m2 og rúmast því ekki innan þess deiliskipulags sem er í gildi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breyttu byggingarmagni á lóðinni fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

     

8.

Grænuvellir - byggingarleyfi - 2012004

 

Tekið fyrir erindi dags. 1.12.2020 frá Hauki Marteinssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 116,5m2 íbúðarhúsi á lóðinni Grænuvöllum L230816.
Fylgigögn er afstöðumynd og aðaluppdráttur af húsinu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

     

9.

Umsókn um byggingarleyfi - Hagi 1 - 2012007

 

Tekið fyrir erindi dags. 7.12.2020 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 64m2 frístundahúsi á jörðinni Haga 1, L153863. Fylgigögn eru afstöðumynd og aðaluppdráttur af áætluðu húsi.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að byggingu jörðinni fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

     

10.

Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 1806015

 

Starfshópur á vegum Þingeyjarsveitar hefur unnið að umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Drög að umhverfisstefnu voru kynnt nefndinni 15.október. Frá þeim tíma hefur verið unnið áfram í drögunum og eru þau lögð fram aftur til kynningar.

     

11.

Núpar - nafnabreyting á 24 lóðum - 2012010

 

Tekið fyrir erindi dags. 9.12.2020 frá Sigrúnu Marinósdóttur þar sem sótt er um nafnabreytingar á 24 lóðum í landi Núpa.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingar lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þær verði samþykktar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

12.

Brún - lóðastofnun - 2012011

 

Tekið fyrir erindi dags. 09.12.2020 frá Erlingi Teitssyni þar sem sótt er um lóðastofnun utan um gamla íbúðarhús á Brún, Þingeyjarsveit.
Fylgiskjöl eru hnitsett mæliblað, undirritað umsóknareyðublað og F550.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lóðastofnunina í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

13.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

     

 

Fundi slitið kl. 12:30.