Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
10.12.2020
132. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 10. desember kl. 10:10
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Sigurlína Tryggvadóttir (í fjarfundarbúnaði)
Atli Steinn Sveinbjörnsson og
Helga Sveinbjörnsdóttir.
Dagskrá:
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta tveimur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 11. og 12. lið; |
||
1. |
Einbúavirkjun - 1908034 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá Hilmari Ágústssyni f.h. Einbúavirkjunar ehf. dags. 19. nóvember 2019, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna undirbúnings á fyrirhuguðum framkvæmdum við Einbúavirkjun í Bárðardal. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynntar verða tillögurnar, forsendur þeirra og matslýsing fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en tillögurnar verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn. |
||
Samþykkt |
||
2. |
Umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - 2011027 |
|
Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati, í samræmi við 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og fagnar tilkomu flokkunar landslagsgerða í skipulagi sem mun aðstoða við ákvörðun um framtíðar notkun lands. Sömuleiðis telur skipulags- og umhverfisnefnd mikilvægt að tæki til flokkunar landbúnaðarlands verði tekin í notkun og beitt við skipulagsgerð. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Arnstapavegur - færsla - 2011010 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá Hauki Jónssyni f.h. Vegagerðarinnar dags. 10.nóvember 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna færslu Arnstapavegar (8660-01) við Hringveg. Erindið var tekið fyrir á 131.fundi nefndarinnar og fól nefndin skipulagsfulltrúa þá að leita álits Skipulagsstofnunar um næstu skref. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd bíður ákvörðunar Skipulagsstofnunar og felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Hlíðskógar - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt - 2011017 |
|
Tekið fyrir erindi dags.03.11.2020 frá Snædísi Róbertsdóttur varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Hlíðskóga í Bárðardal, L153494. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Bárðardal og er 76 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megindráttum í Valley sem er eyja sem liggur í Skjálfandafljóti. Einnig eru tvö svæði ofan vegar, eitt sunnan við bæinn og annað norðan við. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar málinu til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að hafa samband við landeiganda og kynna henni það mál sem var tekið fyrir 2018. |
||
Frestað |
||
5. |
Laugaból - Umsókn um skógrækt - 2010009 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi mótt. 01.10.2020 frá Hjördísi Stefánsdóttur varðandi umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi Laugabóls í Reykjadal, Þingeyjarsveit. Fyrirhugað skógræktar svæði er 22,9 hektarar að stærð og áætlað í brekkunni fyrir ofan gamla skóginn og mun þar af leiðandi mynda samfellda heild með honum. |
||
Náttúruverndarnefnd Þingeyinga bendir á að þrátt fyrir smæð fyrirhugaðs skógræktarsvæðis er það samliggjandi öðrum skógarsvæðum,samanlagt stærri en 200 ha að stærð.Gögn sem fylgja umsókn um framkvæmdaleyfi eru ekki nógu lýsandi og taki ekki tillit til grunnástands svæðisins og þeirra áhrifa sem framkvæmdin mun hafa í för með sér. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Jarlsstaðir landskipti - 2012002 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 26.11.2020 frá Sigrúnu Hermannsdóttur þar sem sótt er um landskipti 2 ha lóðar út úr Jarlsstöðum, Þingeyjarsveit. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
7. |
Höfðabyggð A11 - umsókn um byggingarleyfi - 2012003 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 14.6.2020 frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Höfðabyggð A11, Lundskógi. Þegar sótt var um byggingarleyfið í upphafi var grunnflötur hússins innan við 100m2. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breyttu byggingarmagni á lóðinni fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
8. |
Grænuvellir - byggingarleyfi - 2012004 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 1.12.2020 frá Hauki Marteinssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 116,5m2 íbúðarhúsi á lóðinni Grænuvöllum L230816. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
9. |
Umsókn um byggingarleyfi - Hagi 1 - 2012007 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 7.12.2020 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 64m2 frístundahúsi á jörðinni Haga 1, L153863. Fylgigögn eru afstöðumynd og aðaluppdráttur af áætluðu húsi. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillögu að byggingu jörðinni fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
10. |
Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar - 1806015 |
|
Starfshópur á vegum Þingeyjarsveitar hefur unnið að umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Drög að umhverfisstefnu voru kynnt nefndinni 15.október. Frá þeim tíma hefur verið unnið áfram í drögunum og eru þau lögð fram aftur til kynningar. |
||
11. |
Núpar - nafnabreyting á 24 lóðum - 2012010 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 9.12.2020 frá Sigrúnu Marinósdóttur þar sem sótt er um nafnabreytingar á 24 lóðum í landi Núpa. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingar lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þær verði samþykktar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
12. |
Brún - lóðastofnun - 2012011 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 09.12.2020 frá Erlingi Teitssyni þar sem sótt er um lóðastofnun utan um gamla íbúðarhús á Brún, Þingeyjarsveit. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lóðastofnunina í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
13. |
Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022 |
|
Fundi slitið kl. 12:30.