133. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

21.01.2021

133. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 21. janúar kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigurlína Tryggvadóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

 

Skipulagsfulltrúi óskaði eftir að bæta einu máli á dagskrá með afbrigðum undir 11.lið: 2101024 Lundarbrekka 3 - breyta sumarhúsi í íbúðarhús. Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.

1.

Kynning á verkefninu KolNÍN - 2101021

 

Sigurlína Tryggvadóttir kynnti verkefnið KolNÍN sem er verkefni sem er til komið út frá verkefninu Nýsköpun í norðri sem hefur að markmiði að auka nýsköpun innan svæðisins.

 

Nefndin þakkar Sigurlínu kærlega fyrir kynninguna.

 

Samþykkt

     

2.

Hólasandslína 3 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2006017

 

Tekið fyrir erindi dags. 15.1.2021 frá Daníel Scheving Hallgrímssyni f.h. Landsnets þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna tveggja nýrra efnistökusvæða á Eyjardal í tengslum við byggingu Hólasandslínu 3.

Áætluð efnistökusvæði eru hluti af framkvæmd sem fól í sér breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 sem samþykkt var í júlí 2020 og fjallaði um 18 ný efnistökusvæði.

Í ljós hefur komið að eitt fyrirhugaðra efnistökusvæða, E-60 með áætlað rúmmál 32.000 m3, var ónothæft sökum efnisgæða og fellt út í breytingu á aðalskipulagi sem sent hefur verið B-deild stjórnartíðinda til gildistöku. Í stað þess eru tekin inn tvö minni efnistökusvæði, E-68 og E-69 með áætlað efnismagn 22.000 m3.

Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr 106/2000 fellur framkvæmdin í flokk C og er því tilkynningarskyld til sveitarfélags sem metur hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að efnistökusvæðin muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

3.

Hlíðskógar - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt - 2011017

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Snædísi Róbertsdóttur varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Hlíðskóga í Bárðardal, L153494. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Bárðardal og er 76 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er í megindráttum í Valley sem er eyja sem liggur í Skjálfandafljóti. Einnig eru tvö svæði ofan vegar, eitt sunnan við bæinn og annað norðan við.

 

Nefndin telur að umrætt framkvæmdaleyfi falli í flokk C skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ákvörðunartöku um það hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum er frestað þar til grenndarkynningu lýkur.

 

Samþykkt

     

4.

Brúar - lóðastofnun - 2101001

 

Tekið fyrir erindi dags. 18.desember 2020 frá Marvin Ívarssyni f.h. Ríkiseigna þar sem sótt er um leyfi til stofnunar lóðar úr landi Brúa L153843 og stækkun áður stofnaðra lóða úr jörðinni. Fylgigögn eru eyðublað F550 og hnitsettur uppdráttur.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar né stækkun áður stofnaðra lóða í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Hins vegar leggur nefndin til að forðast notkunar orðsins lóð í nöfnum landeigna og lóðirnar beri þá nöfnin Brúar 2 og Brúar 3 í stað Brúar lóð og Brúar lóð 2. Að því gefnu að umsækjandi samþykki umrædd nöfn leggur nefndin til við sveitarstjórn að lóðastofnunin og stækkanir verði samþykktar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

5.

Breiðamýri félagsheimili - lóð - 2101022

 

Tekið fyrir erindi dags. 18.1.2021 þar sem Friðgeir Sigtryggsson sem landeigandi og Þingeyjarsveit sem leigutaki sækja um hnitsetningu og stækkun lóðarinnar í kringum félagsheimilið Breiðumýri. Eins er sótt um nafnabreytingu lóðarinnar úr "Breiðamýri lóð" í "Félagsheimilið Breiðumýri".

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðarinnar og nafnabreytingu í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin felur byggingarfulltrúa að vinna í samráði við landeiganda að endanlegri hnitsetningu lóðarinnar í samræmi við umræður á fundinum. Þegar þau gögn liggja fyrir leggur nefndin til við sveitarstjórn að nafnabreytingin, hnitsetning og stækkun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar endanleg gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

6.

Sameining Arnarstaða inn í Jarlsstaði, Bárðardal - 2101006

 

Tekið fyrir erindi dags. 14.12.2020 frá Ingvari Þóroddssyni f.h. Steingerðar Ingimarsdóttur þar sem sótt er um að fella niður lögbýlið Arnarstaði í Bárðardal, L153475, og sameina allt land Arnarstaða við jörðina Jarlsstaði í Bárðardal ,L153499.
Arnarstaðir voru stofnaðir út úr jörðinni Jarlsstöðum árið 1949 með erfðaábúð. Erfingjar Arnarstaða hafa undirritað skjal sem fellir niður erfðaábúðarréttinn og gefið eiganda Jarlsstaða fulla heimild til að fella Arnarstaði aftur inn í Jarlsstaði.
Fylgiskjöl eru veðbókarvottorð jarðanna, byggingarbréf jarðarinnar Arnarstaða frá 1949 þar sem erfðaábúðin er skilgreind og samkomulag um uppsögn erfðaábúðar á Arnarstöðum, Þingeyjarsveit, frá 2020.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við niðurfellingu lögbýlisins Arnarstaða og sameiningu Arnarstaða inn í Jarlsstaði í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

7.

Stekkjarbrot - umsókn um byggingarleyfi frístundahúss - 2101007

 

Tekið fyrir erindi dags. 14.12.2020 frá Steinmari H. Rögnvaldssyni f.h. Hermanns Gunnar Jónssonar og Elínar Jakobsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Stekkjarbroti í Bárðardal. Fylgigögn eru aðaluppdrættir og afstöðumynd.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

     

8.

Umsókn um byggingarleyfi - Hagi 1 - 2012007

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 07.12.2020 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 64m2 frístundahúsi á jörðinni Haga 1, L153863. Á fundi nefndarinnar þann 10.12.2020 fól nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna að byggingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Grenndarkynningunni lauk þann 15.1.2020.
Eitt svar barst vegna grenndarkynningarinnar, frá Umhverfisstofnun.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar framkvæmdaleyfi frá Umhverfisstofnun og öll önnur tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

9.

Höfðabyggð A11 - umsókn um byggingarleyfi - 2012003

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 14.6.2020 með uppfærðum gögnum frá 1.12.2020 frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Höfðabyggð A11, Lundsskógi. Á 132.fundi nefndarinnar var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynni byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Engar athugasemdir bárust.

 

Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

10.

Grænuvellir - byggingarleyfi - 2012004

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 1.12.2020 frá Hauki Marteinssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Grænuvöllum.
Á 132.fundi nefndarinnar var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynni byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Engar athugasemdir bárust.

 

Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

11.

Lundarbrekka 3 - breyta sumarhúsi í íbúðarhús - 2101024

 

Tekið fyrir erindi dags. 19.janúar 2021 frá Ómari Erni Tryggvasyni þar sem sótt er um að tveir matshlutar á jörðinni Lundarbrekku 3 sem eru skráðir sem sumarhús verði skráðir sem íbúðarhús.
Matshlutarnir voru báðir upphaflega byggðir sem íbúðarhús. Eldra húsinu, sem var íbúðarhús á jörðinni Lundarbrekku 3, var breytt í sumarbústað árið 2000.
Yngra húsinu, sem var upphaflega íbúðarhús á jörðinni Lundarbrekku 4 en er nú á jörðinni Lundarbrekku 3, var breytt í sumarbústað árið 2000.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskilgreining matshluta 02 og 07 á jörðinni Lundarbrekku 3, L153509 sem íbúðarhús og að byggingarfulltrúa verði falið að vinna að málinu eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

12.

Svartárvirkjun - 2101004

 

Sveitarstjórn vísaði á fundi sínum þann 14.janúar 2021 áliti Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrifum vegna Svartárvirkjunar dags. 30.12.2020 til kynningar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Þann 14. apríl 2020 lagði SSB Orka fram matsskýrslu um allt að 9,8 MW Svartárvirkjunar í Bárðardal og óskaði eftir áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar sbr. 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun staðfesti móttöku matsskýrslunnar með bréfi dags. 15. apríl 2020. Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif virkjunar Svartár í heild verði verulega neikvæð.

 

Álit Skipulagsstofnunar lagt fram til kynningar.

 

Samþykkt

     

13.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022