Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
18.02.2021
134. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 18. febrúar kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Sigurlína Tryggvadóttir
Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir
Dagskrá:
1. |
Hrísgerði - byggingarleyfi - 2008016 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 12.10.2020 frá Birnu Davíðsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Snoðhólum. Á 130.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform. Grenndarkynningu lauk 8.febrúar 2021. |
||
Ein athugasemd barst í grenndarkynningu frá Vegagerðinni varðandi tengingu lóðarinnar við Víkurskarðsveg nr.84. Nefndin felur byggingarfulltrúa að koma athugasemdinni á framfæri við framkvæmdaraðila. |
||
Samþykkt |
||
2. |
Hafralækur II - afmörkun lóðar og skipting í tvær lóðir - 2101035 |
|
Tekið fyrir erindi dags. frá Jónasi Konráð Ásgrímssyni þar sem sótt er um að lóðin Hafralækur II verði afmörkuð samkvæmt mæliblaði og svo skipt í tvær lóðir. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við afmörkun lóðarinnar né því að skipta henni í tvær lóðir í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Lóðastofnun úr landi Lauta við Hólabrekku - 2102014 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 17.2.2021 frá Þingeyjarsveit þar sem sótt er um landskipti einnar lóðar úr landi Lauta. Lóðin sem um ræðir er ætluð til stækkunar lóðarinnar Hólabrekku sem er eignalóð á Laugum. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar öll gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breyttu deiliskipulagi vhjúkrunarheimilis á Húsavík - 2102015 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 16. desember frá Sigurdísi Sveinbjörnsdóttur f.h. Norðurþings þar sem óskað er eftir umsögn Þingeyjarsveitar um tillögu að deiliskipulagi fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík og breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Auðbrekku. Til stendur að reisa nýtt 60 herbergja hjúkrunarheimili á Húsavík, í hlíðinni ofan við dvalarheimilið Hvamm og Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Innan marka deiliskipulagsins er lóð nýs hjúkrunarheimilis, Hvammur og Heilbrigðisstofnunin. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík og breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Auðbrekku. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Nefndasvið Alþingis - 375.mál til umsagnar - Frumvarp til laga um jarðalög - 2102017 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 21. janúar 2021 frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndarsviðs Alþingis þar sem þess er óskað að umsögn sé gefin um frumvarp til laga um jarðalög. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að jarðalög eigi að ná til allrar auðlindanýtingar á landi og ekki undanskilja skógrækt frá annarri landnýtingu. Nefndin telur að skógrækt ætti að flokkast sem landbúnaður. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Gjástykkissvæðið - tillaga að breytingu friðlýsingarákvæðis - 2102016 |
|
Tekin fyrir kynning á tillögu að breytingu á 4.gr. friðlýsingar háhita Gjástykkissvæðisins í verndarflokki verndar- og orkuýtingaráætlunar dags. 15. febrúar 2021 frá Ingibjörgu Mörtu Bjarnadóttur f.h. Umhverfisstofnunar. Í tillögunni eru bætt inn skilyrði um að friðlýsingin taki einnig til rafafls en ekki einungis varmaafls. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögur Umhverfisstofnunar að breytingu á 4. gr. friðlýsingar háhita Gjástykkissvæðis. |
||
Samþykkt |
||
7. |
Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022 |