Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
18.03.2021
135. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 18. mars kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigurlína Tryggvadóttir
Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir
Bjarni Reykjalín, Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir sitja fundinn undir þessum lið. |
||
1. |
Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi um deiliskipulagsgerð á Þeistareykjum. Þann 20. febrúar 2020 samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd skipulagslýsingu fyrir svæðið. Skipulagsfulltrúa var svo falið á fundi nefndarinnar þann 20.ágúst 2020 að koma athugasemdum og umsögnum við lýsinguna auk viðbrögðum nefndarinnar á framfæri við skipulagsráðgjafa. Nú liggja fyrir drög að deiliskipulagstillögu á Þeistareykjum. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fyrir kynningu á stöðu deiliskipulagsgerðar á Þeistareykjum. |
||
Samþykkt |
||
Gestir véku af fundi. |
||
Nanna vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis. |
||
2. |
Framkvæmdaleyfi - efnistaka úr Kambsáreyrum - 2102027 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 19. febrúar 2021 frá Heimi Gunnarssyni f.h. Vegagerðarinnar þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna efnisnáms úr námu á Kambsáreyrum, sem er númer E-18 á aðalskipulagi. Áætlað er að vinna 5000 m3 af efni 0-16 til nota við lagfæringar á héraðsvegum og tengivegum. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi frá 1. júní 2021 til 30. júní 2022. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að efnistakan muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Útkinnarvegur -Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við veg og efnistöku - 2103004 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 03.03.2021 frá Heimi Gunnarssyni f.h. Vegagerðarinnar þar sem sótt erum framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Útkinnarveg og efnisnáms úr námu við Syðri Leikskálaá, sem er númer E-11 á aðalskipulagi. Áætlað er að vinna um 5000 m3 af burðarlagsefni til nota við viðgerðir á Útkinnarvegi. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi frá 1. júní 2021 til 30. júní 2022. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdir á Útkinnarvegi séu brýn nauðsyn og að efnistakan muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Arnstapavegur - færsla - 2011010 |
|
Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun dags. 18. febrúar 2021 þar sem beðið er um umsögn Þingeyjarsveitar um það hvort og á hvaða forsendum færsla Arnstapavegar skv. innsendu erindi Vegagerðarinnar til Skipulagsstofnunnar, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2.viðauka í lögum nr. 106/2000 og reglugerð 660/2015. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkvæmdaraðila gera nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar og telur ekki að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2.viðauka í lögum nr. 106/2000 og reglugerð 660/2015. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa málsmeðferð vegna umsagnarinnar. |
||
Samþykkt |
||
Jóna Björg vék af fundi undir liðum 5 og 6 vegna vanhæfis. |
||
5. |
Eyjardalsvirkjun - breyting á deiliskipulagi - 2103023 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 15. mars 2021 frá Önnu Bragadóttur hjá Eflu verkfræðistofu f.h. Eyjardalsvirkjunar ehf. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi Eyjardalsvirkjunar. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Eyjardalsvirkjunar verði staðfest sem óveruleg breyting án grenndarkynningar og að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um afgreiðslu tillögunnar til gildistöku skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Eyjardalsvirkjun - sameining lóða - 2103009 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 04.mars 2021 frá Þorgeiri Birni Hlöðverssyni f.h. Eyjardalsvirkjunar ehf. þar sem sótt er um sameiningu lóðanna Eyjardalsstíflu og Eyjardalsstíflu 2. Eftir standi lóðin Eyjardalsstífla. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við sameiningu Eyjardalsstíflu 2 inn í lóðina Eyjardalsstíflu í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
7. |
Hróarsstaðir lóð undir dælustöð - 2103002 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 03.03.2021 frá Helga Jóhannessyni f.h. Norðurorku þar sem sótt er um stofnun lóðar úr landi Hróarsstaða undir dælustöð. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar hnitsettur uppdráttur hefur borist. |
||
Samþykkt |
||
8. |
Fagraneskot - umsókn um lóðastofnun - 2103013 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 9.mars 2021 frá Hrannari Guðmundssyni þar sem sótt er um stofnun lóðar undir íbúðarhús úr jörðinni Fagraneskot við Vestmannsvatn og að lóðin fái nafnið Kot. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
9. |
Kot - umsókn um byggingarleyfi - 2103014 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 9.mars 2021 frá Hrannari Guðmundssyni þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á lóð úr landi Fagraneskots, sem sótt er um að stofna í máli 2103013. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
10. |
Brekka - umsókn um byggingarleyfi - 2103003 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 03.03.2021 frá Ragnari Bjarnasyni f.h. Péturs Bjarnasonar þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 85,5m2 viðbótarhúsi við Brekku sumarhús úr landi Fremstafells. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
11. |
Vellir - umsókn um lóðastofnun - 2103028 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 13.mars 2021 frá Þorgerði Sigurgeirsdóttur þar sem sótt er um stofnun lóðar undir íbúðarhús úr jörðinni Völlum og að hún fái nafnið Hvannavellir. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
12. |
Vellir - umsókn um byggingarleyfi - 2103010 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 8.mars 2021 frá Þorgerði Sigurgeirsdóttur þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á lóð úr landi Valla, sem sótt er um að stofna í máli 2103028. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
Nanna vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis. |
||
13. |
Kambsstaðir - umsókn um byggingarleyfi nýs fjós - 2103027 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 15.mars 2021 frá Hermanni Haukssyni f.h. Kambsstaða ehf. þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi í landi Kambsstaða í Ljósavatnsskarði. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og afstöðumynd. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
14. |
Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022 |
|
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fara yfir önnur mál. |