Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
12.05.2021
137. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Í Seiglu miðvikudaginn 12. maí kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Einar Örn Kristjánsson
Sigurlína Tryggvadóttir
Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir.
Dagskrá:
1. |
Arnstapavegur - færsla - 2011010 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá Tinnu Jónsdóttur f.h. Skipulagsstofnunar þar sem fram kemur álit Minjastofnunar á matsskyldu Arnstapavegar sem hliðrað var s.l. haust. Í erindinu kemur fram að Minjastofnun telji framkvæmdina ekki matsskylda en að garðlag hafi fundist við framkvæmdir Vegagerðarinnar við færslu vegarins. Garðlagið þyrfti að rannsaka betur til þess að ganga úr skugga um aldur þess og hlutverk og í framhaldinu yrði svo metið hvort grípa þyrfti til mótvægisaðgerða. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram í samráði við minjavörð Norðurlands eystra og leita eftir tilboðum í könnun á garðlagi við Arnstapaveg. |
||
Samþykkt |
||
2. |
Beiðni um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 2105003 |
|
Tekið fyrir erindi frá Birnu Davíðsdóttur um beiðni á breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Breytingin felst í því að skilmálum í aðalskipulagi yrði breytt í að heimila fjögur íbúðarhús á hverju lögbýli í stað þriggja sem heimild er fyrir í gildandi skipulagi. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna breytingu á almennum skilmálum um leyfilegan fjölda íbúðarhúsa á lögbýli í aðalskipulagi sem myndi teljast veruleg breyting á aðalskipulagi. |
||
Samþykkt |
||
3. |
Brekka - umsókn um byggingarleyfi - 2103003 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 03.03.2021 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir húsi á lóðinni Brekku, L212504. |
||
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Kot - umsókn um byggingarleyfi - 2103014 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 09.03.2021 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Koti, L231515. |
||
Umhverfisstofnun sendi umsögn um grenndarkynninguna þar sem fram kemur að Vestmannsvatn er friðlýst, fráveita verði að uppfylla kröfur reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitu og skólp og bendir á að fráveitan megi ekki raska verndargildi Vestmannsvatns. Einnig kom fram ábending þess efnis að framkvæmdir verði ekki unnar á varptíma fugla. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Lóðastofnun - Laugar sundlaug - 2105004 |
|
Tekið fyrir erindi mótt. 20.apríl 2021 frá Marvin Ívarssyni f.h. Ríkiseigna þar sem sótt er um stofnun lóðar í kringum sundlaug úr landi Laugaskóla á Laugum og að lóðin fái nafnið Laugar sundlaug. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Lóðastofnun - viðbót við Hamraborg úr landi Lauta - 2105007 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 5.5.2021 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar Hamraborg L153743 á Laugum. Lóðin er í dag 2.400m2 og sótt er um að hún verði stækkuð um 1.462m2 og verði þá 3.862m2. Stækkunin sem um ræðir er úr landi Lauta, sem er í eigu sveitarfélagsins, og sveitarstjórn tók erindið fyrir 6.5.2021 og samþykkti fyrirhugaða lóðarstækkun. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Þar sem sveitarstjórn hefur sem landeigandi þegar samþykkt lóðarstofnunina felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
Sigríður Hlynur tók ekki þátt í afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfis. |
||
7. |
Lóðastofnun - viðbót við Langholt úr landi Lauta - 2105005 |
|
Tekið fyrir erindi til upplýsinga dags. 31.3.2021 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar Langholt L1537922 á Laugum. Lóðin er í dag 1600m2 og sótt er um að hún verði stækkuð um u.þ.b. 2.240m2 og verði þá 3.840m2. Stækkunin sem um ræðir er úr landi Lauta og sveitarstjórn tók erindið fyrir 6.5.2021 og samþykkti fyrirhugaða lóðarstækkun. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Þar sem sveitarstjórn hefur þegar samþykkt lóðarstofnunina felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
8. |
Hlíðarendi lóð - hnitsetning - 2104015 |
|
Tekið fyrir erindi þar sem sótt er um staðfestingu hnitsetningar lóðarinnar Hlíðarendi land L153491. Skráning lóðarinnar í fasteignaskrá er 2ha en skv.hnitsettum uppdrætti er stærðin 22.820m2. Fylgiskjal er afstöðumynd undirrituð af landeigendum aðliggjandi jarðar. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar, hnitsetningu hennar og skráða notkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
9. |
Fremstafell 2 - umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar - 2105014 |
|
Tekið fyrir erindi dags.10.maí 2021 frá Birni Guðmundssyni f.h. Auðuns Ingvars Pálssonar þar sem sótt er um leyfi til byggingar viðbyggingar við núverandi fjós á Fremstafelli 2. Fylgigögn eru afstöðumynd, grunnmynd og útlitsmynd áætlaðrar viðbyggingar. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
10. |
Hvarf - umsókn um skógrækt - 2105017 |
|
Ef nefnd samþykkir að taka mál fyrir |
||
Nefndin telur að umrætt framkvæmdaleyfi falli í flokk C skv. lið 1.07 í 1.viðauka laga 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna Minjastofnunnar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina. |
||
Samþykkt |
||
11. |
Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011 |
|
Tekin fyrir innsend erindi frá landeigendum í Þingeyjarsveit um fyrirhuguð áform og breytingar á landnotkun í samræmi við auglýsingar Þingeyjarsveitar vegna endurskoðunar aðalskipulags. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Samþykkt |
||
12. |
Skógræktin - beiðni um umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2105018 |
|
Tekið fyrir erindi frá Skógrækt ríkisins dags. 7. maí 2021 þar sem óskað er eftir umsögnum um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar. Stefnunni er ætlað að stuðla að heildstæðri áætlanagerð, fyrirsjáanleika við töku ákvarðana um aðgerðir, árangursmati og markvissu eftirliti. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar. |
||
Samþykkt |
||
13. |
Landgræðslan - beiðni um umsögn um landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar - 2105019 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 6.maí 2021 þar sem óskað er eftir umsögn um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og drög að umhverfismati áætlunarinnar. Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar. |
||
Samþykkt |
||
14. |
Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022 |
|
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir helstu mál á þeirra borði |
||
Fundi slitið kl. 12:15.