Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
16.06.2021
138. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Í Seiglu miðvikudaginn 16. júní kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Sigurlína Tryggvadóttir
Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir
Dagskrá:
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta fjórum málum á dagskrá með afbrigðum, undir 8., 12. og 13.lið. |
||
1. |
Landgræðslan - beiðni um umsögn um landgræðsluáætlunar 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar - 2105019 |
|
Tekin fyrir drög að landgræðsluáætlun Landgræðslunnar 2021 - 2031 og umhverfismat áætlunarinnar. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að breyta styrkjakerfi tengt landnýtingu þannig að þeir hvetji enn frekar til sjálfbærrar nýtingar og gefi landnotendum færi að því að aðlaga landnot sín að breyttum áherslum. Með kort af ástandi vistkerfa og möguleikum á vernd, endurheimt og sjálfbærri nýtingu þeirra í aðalskipulagi gefast tækifæri til aukinnar vistkerfaþjónustu og verðmætasköpunar innan sveitarfélaganna. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Skógræktin - Umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar - 2105018 |
|
Tekin fyrir drög að skógræktaráætlun Skógræktarinnar 2021 - 2031 og umhverfismat áætlunarinnar. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við skógræktaráætlun Skógræktarinnar 2021 - 2031 og umhverfismat hennar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Hvarf - umsókn um skógrækt - 2105017 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10. maí 2021 frá Ólafi Stefánssyni varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Hvarfs í Bárðardal í Þingeyjarsveit L153498. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Bárðardal og er 22 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er við nyrðri landamerki Hvarfs og er fyrir ofan Bárðaldalsveg. |
||
Í ljósi athugasemda sem bárust frá umsagnaraðilum vegna fyrirhugaðrar skógræktar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum framkvæmdaraðila vegna athugasemda sem þar koma fram. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011 |
|
Skipulagsfulltrúi kynnir nefndinni þau erindi sem hafa borist frá landeigendum í tilefni endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Original north - stöðuleyfi - 2105029 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 12.5.2021 frá Birki Sigurðssyni f.h. Vað ehf. þar sem sótt er endurnýjun stöðuleyfis fyrir salernis/sturtuhúsi á Vaði 1. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir 2 salernis- og sturtugáma til 12 mánaða. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Dæli - umsókn um lóðastofnun - 2106018 |
|
Tekið fyrir erindi dags 7.6.2021 frá Geiri Árdal f.h. Dæli Fnjóskadal ehf. þar sem sótt er um stofnun lóðar út úr jörðinni Dæli í Fnjóskadal. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt
|
||
|
||
7. |
Sandhaugar - stofnun lóðar og landskipti - 2106019 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 12.6.2021 frá Ómari Erni Jónssyni þar sem sótt er um stofnun og landskipti frístundalóðarinnar Friðheimar út úr jörðinni Sandhaugum í Bárðardal. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Lappland - umsókn um byggingarleyfi - 2106024 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 14.6.2021 frá Dóru Herbertsdóttur þar sem sótt er um leyfi til byggingar rúmlega 200m2 geymslu á landi Lapplands í Ljósavatnsskarði. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Höfðabyggð B09 - umsókn um byggingarleyfi - 2103035 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 19.3.2021 frá Guðmundi Hjaltasyni f.h. Óskars Inga Sigurðssonar og Helgu Aðalgeirsdóttur þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Höfðabyggð B09 í Lundsskógi. Á fundi nefndarinnar þann 14.apríl sl. var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Grenndarkynningunni lauk 27.maí sl. Engar athugasemdir bárust. |
||
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Umsókn um byggingarleyfi á Víðum 1 - 2104013 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 11.4.2021 frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Víðum. Á fundi nefndarinnar þann 14.4.2021 var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Grenndarkynningu lauk 26.maí. |
||
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
11. |
Umsókn um byggingarleyfi geymslu á Árbót lóð nr. 7. - 2104011 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 16.3.2021 frá Vigfúsi Sigurðssyni þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir tæplega 30m2 geymslu á lóðinni Árbót lóð 7. Á fundi nefndarinnar þann 14.apríl sl. var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna tillögu að byggingu 30m2 geymslu utan byggingarreits fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Grenndarkynningunni lauk 27.maí sl. Engar athugasemdir bárust. |
||
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
12. |
Stóratunga - endurnýjuð umsókn um byggingarleyfi - 2106026 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 15.6.2021 frá Þórólfi Aðalsteinssyni f.h. Önnu Guðrúnar Aðalsteinsdóttur þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 2011 fyrir frístundahúsi á lóðinni Stóru-tungu. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
13. |
Hróarsstaðir - byggingarleyfi dæluhúss - 2106027 |
|
Tekið fyrir erindi frá Hjalta Steini Gunnarssyni f.h. Norðurorku þar sem sótt er um byggingarleyfi smáhýsis hitaveitu á lóð dæluhúss úr landi Hróarsstaða. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
14. |
Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar - 1906020 |
|
Umræða tekin um mögulega fundardaga haustsins. |
||
Lagt fram til umræðu, næsti fundur nefndarinnar er áætlaður 19.ágúst 2021. |
||
Samþykkt |
||
|
||
15. |
Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022 |
|
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu. |
||
Fundi slitið kl. 11:55.