139. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

19.08.2021

139. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 19. ágúst kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson,
Sæþór Gunnsteinsson,
Nanna Þórhallsdóttir,
Gunnar Ingi Jónsson,
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson 
Ásgerður Hafsteinsdóttir

 

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1. Fnjóskadalur - framkvæmdaleyfi fyrir nýju vegstæði og efnistöku - 2107001
Tekin fyrir beiðni um leyfi fyrir efnistöku og færslu vegstæðis frá Heimi Gunnarssyni dags. 5. júlí 2021. Leyfisveiting fékk flýtimeðferð vegna vatnavaxta
sem grófu undan Fnjóskadalsvegi. Efnistakan felur í sér 5000 m3 af grjóti úr efnistökusvæði E-41 skv. Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og færslu vegstæðis verði gefið út í samræmi við fyrirliggjandi
gögn í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga.
Samþykkt

2. Engidalur - landskipti - 2107007
Tekið fyrir erindi dags 12. júlí 2021 frá Kristlaugu Pálsdóttur f.h. eigenda jarðarinnar Engidals þar sem sótt er um skiptingu jarðarinnar Engidals í tvær
jarðir sem fái þá heitin Engidalur og Engidalur 2.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt

3. Skipulagslýsing fyrir Suðurhálendið - umsögn - 2107008
Tekin fyrir beiðni frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dags. 2. júlí 2021 um umsögn vegna skipulagslýsingu svæðisskipulags Suðurhálendis.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu svæðisskipulags Suðurhálendis.
Samþykkt

4. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar - 2105003
Tekið fyrir að nýju erindi frá Birnu Davíðsdóttur um beiðni á breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Erindið var áður tekið fyrir á fundi
skipulags- og umhverfisnefndar þann 12. maí 2021 þar sem lagt var til að unnin yrði óveruleg breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar og skilgreind
íbúðarbyggð í landi Hrísgerðis.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingu íbúðarhúss í Hrísgerði enda sé sú uppbygging í samræmi við túlkun
nefndarinnar á skilmálum í gildandi aðalskipulagi.
Samþykkt

5. Bústaðir - umsókn um byggingarleyfi - 2108010
Tekið fyrir erindi dags. 9. ágúst 2021 frá Sveinbirni Þór Sigurðssyni þar sem sótt er um leyfi til byggingar 120 fm íbúðarhúss á einni hæð á lóðinni Bústöðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr.
43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Samþykkt

6. Vellir - umsókn um lóðastofnun - 2103028
Tekið fyrir að nýju erindi mótt. 13. mars 2021 frá Þorgerði Sigurgeirsdóttur þar sem sótt var um stofnun lóðar undir íbúðarhús úr jörðinni Völlum og hún fékk nafnið Hvannavellir. Við frekari skoðun kom í ljós að staðsetningin er óheppileg til byggingar og er því sótt um að lóðin verði færð innan landareignarinnar og skipt út úr jörðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að færsla lóðarinnar og landskiptin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að
byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt

7. Sólvellir - stofnun lóðar úr Stafni 1 - 2108011
Tekið fyrir erindi dags. 16. ágúst 2021 frá Snorra Kristjánssyni þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Sólvellir og landskipti hennar úr jörðinni Stafn 1.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt

8. Hrafnsstaðir - umsókn um byggingarleyfi bragga - 2108012
Tekið fyrir erindi dags. 14. ágúst 2021 frá Flosa Gunnarssyni þar sem sótt er um leyfi til byggingar 309 fm geymslu á Hrafnsstöðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn fyrirhuguðum byggingaráformum. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð
framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila og samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að fallið verði frá grenndarkynningu á byggingaráformunum skv. 3. mgr. 44. gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt

9. Bæjarás lóðastofnun - 2108019
Tekið fyrir erindi dags. 10. ágúst 2021 frá Bryndísi Valtýsdóttur þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Bæjarás og skipti hennar úr landi Ness í Fnjóskadal.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að byggingarfulltrúa verði falið að
annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt

10. Kofamór - lóðastofnun - 2108018
Tekið fyrir erindi dags. 10. ágúst 2021 frá Hjördísi Valtýsdóttur þar sem sótt er um stofnun lóðarinnar Kofamór og skipti hennar úr landi Ness í Fnjóskadal.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og að byggingarfulltrúa verði falið að
annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt

11. Bæjarás - umsókn um byggingarleyfi - 2108023
Tekið fyrir erindi dags. 14. ágúst 2021 frá Sævari Hallsyni f.h. Bryndisi Valtýsdóttur þar sem sótt er um leyfi til byggingar 60,3 fm frístundahúss á
lóðinni Kofamór 2 í landi Ness.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr.
43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Samþykkt

12. Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar - 1906020
Tillaga lögð fram til kynningar.
16.september, 7.október, 4.nóvember, 2.desember
Samþykkt

13. Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.
Fundi slitið kl. 12:00.