14. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

21.08.2023

14. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna mánudaginn 21. ágúst kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir & Sigurður Böðvarsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson & Rögnvaldur Harðarson

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:
1. Heiðartún - Umsókn um byggingarleyfi - 2307002
2. Bárðabunga - Stofnun þjóðlendu - 2307004
3. Tungnafellsjökull - stofnun þjóðlendu - 2307005
4. Búvellir - ferðaþjónustuhús - 2304012
5. Grænbók um skipulagsmál - beiðni um umsögn - 2308009
6. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis - 2305013
7. Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2308018
8. Aðalskipulag - 2308006

1.

Heiðartún - Umsókn um byggingarleyfi - 2307002

 

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Heiðartúni, Mývatnssveit L153612 frá Pétri Snæbjörnssyni dags. 29. júní s.l. Gert er ráð fyrir allt að 200 fm húsi á einni hæð.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir afstöðumynd og frekari lýsingu á áformum m.a. vegna nálægðar við verndarsvæði Mývatns og Laxár. Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um fyrirkomulag þjónustu sveitarfélagsins og möguleika á útfærslu hennar við einstaka aðila.

 

Frestað

2.

Bárðabunga - Stofnun þjóðlendu - 2307004

 

Tekin fyrir umsókn forsætisráðuneytisins dags. 30. júní s.l. um stofnun þjóðlendunnar Bárðarbungu þ.e. hluti Vatnajökuls í Þingeyjarsveit í máli nr. 3/2007 hjá óbyggðanefnd. Meðfylgjandi er lýsing og uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða legu þjóðlendunnar Bárðarbungu.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun þjóðlendunnar í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar í máli 3/2007 og að skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna ráðuneytinu um samþykkt þess efnis. Jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að senda umsókn um stofnun þjóðlendunnar í fasteignaskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Samþykkt

3.

Tungnafellsjökull - stofnun þjóðlendu - 2307005

 

Tekin fyrir umsókn forsætisráðuneytisins dags. 30. júní s.l. um stofnun þjóðlendunnar Tungnafellsjökull í Þingeyjarsveit. Land innan meðfylgjandi marka, þ.e. Tungnafellsjökull er þjóðlenda sbr. mál 3/2007 hjá óbyggðanefnd. Meðfylgjandi er lýsing og uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða legu þjóðlendunnar Tungnafellsjökull.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun þjóðlendunnar í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar í máli 3/2007 og að skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna ráðuneytinu um samþykkt þess efnis. Jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að senda umsókn um stofnun þjóðlendunnar í fasteignaskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Samþykkt

4.

Búvellir - ferðaþjónustuhús - 2304012

 

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi að Búvöllum dags. 14. apríl s.l. Erindið var síðast á dagskrá nefndarinnar þann 19. apríl s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að óska eftir uppfærðum gögnum og nánari upplýsingum um útfærslu og uppbyggingu á svæðinu. Meðfylgjandi er afstöðumynd og aðaluppdráttur af fyrirhuguðu húsi.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tekur tillöguna fyrir að nýju að lokinni grenndarkynningu.

 

Samþykkt

5.

Grænbók um skipulagsmál - beiðni um umsögn - 2308009

 

Tekin fyrir beiðni frá Innviðaráðuneytinu um umsögn við Grænbók um skipulagsmál sem sett er fram í aðdraganda endurskoðunar landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem samþykkt var í mars 2016. Grænbókin leggur grunn að endurskoðun landsskipulagsstefnu til næstu ára.

 

Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að koma því á framfæri í umsögn við Grænbók um skipulagsmál, að mikilvægt sé að við gerð landsskipulagsstefnu verði tekið tillit til hagsmuna dreifbýlla sveitarfélaga og þeim gert mögulegt að fjölga íbúum utan skilgreindra þéttbýlisstaða.

 

Samþykkt

6.

Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis - 2305013

 

Tekin fyrir að nýju beiðni frá Vilhjálmi Sigurðssyni dags. 16. ágúst s.l. um breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóðar að Arnarvatni. Meðfylgjandi er uppdráttur og greinargerð.

 

Skipulagsnefnd telur byggingaráform í samræmi við stefnu í gildandi deiliskipulagi hvað varðar byggingarmagn. Skipulagsnefnd óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar til erindisins í ljósi umræðu um stefnu varðandi uppbyggingu gististaða í Mývatnssveit.

 

Samþykkt

7.

Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2308018

 

Tekin fyrir beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal. Áformað er að í deiliskipulagi Skóga verði sett inn heimild til útleigu frístundahúss á lóð 1.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaraðila verði heimilað að hefja vinnu við gerð breytingar á deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal í samræmi við 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

8.

Aðalskipulag - 2308006

 

Tekin staða á vinnu við nýtt aðalskipulag Þingeyjarsveitar.

 

Lagt fram

Fundi slitið kl. 12:00.