141. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

07.10.2021

141. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í fjarfundarbúnaði fimmtudaginn 07. október kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

 

 

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

1.

Bústaðir - umsókn um byggingarleyfi - 2108010

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 9. ágúst frá Sveinbirni Þór Sigurðssyni þar sem sótt er um leyfi til byggingar 120 fm íbúðarhúss á einni hæð á lóðinni Bústöðum. Skipulags- og umhverfisnefnd fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 19. ágúst 2021 að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum. Grenndarkynningu er lokið.

 

Í grenndarkynningu vegna fyrirhugaðra byggingaráforma barst ábending frá Vegagerðinni um heimilar tengingar við Staðarbraut (854).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist gegn því að undanþága frá gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð verði veitt. Í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar er vegurinn skilgreindur sem héraðsvegur og þar með heimilt að byggja 50 m frá vegi. Í vegaskrá Vegagerðarinnar er vegurinn aftur á móti skilgreindur sem tengivegur. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sækja um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð um heimila fjarlægð bygginga og vega í samræmi við 12. mgr. 45. gr skipulagslaga.

 

Samþykkt

 

   

2.

Laugaból - landskipti - 2110002

 

Tekið fyrir erindi mótt. 4.10.2021 þar sem sótt er um stofnun fjögurra lóða og skipti þeirra út úr landi Laugabóls í Reykjadal. Óskað er eftir því að lóðirnar fái nöfnin Laugaból 2-5.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

3.

Arnarstaðir lóð nafnabreyting - 2110003

 

Tekið fyrir erindi dags. 5. október 2021 frá Heimi Sigurpáli Áslaugssyni þar sem sótt er um nafnabreytingu á L194056 Arnarstaðir lóð. Beðið er um að landareignin fái nafnið Arnarstaðir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

4.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

Fundi slitið kl. 11:08.