142. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

04.11.2021

142. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn Í Seiglu fimmtudaginn 04. nóvember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

 

 

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1.

Flatey - Lifrarbræðsluhús umsókn um byggingarleyfi - 2109015

 

Tekin fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi dags. 9. september 2021 frá Knúti Emil Jónassyni f.h. Gentle Giants ehf þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu Lifrarbræðsluhússins í Flatey, Skjálfanda. Erindið var síðast á fundi nefndarinnar þann 16. september 2021 þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning stóð til föstudagsins 22. október.

 

Þær athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til breytinga á fyrirhuguðum áformum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

2.

Geitagerði - stöðuleyfi fyrir gám - 2110006

 

Tekin fyrir umsókn frá Kára Magnússyni f.h. Halldórs Jónssonar um stöðuleyfi fyrir gám að Geitagerði í Bárðardal.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis fyrir gámi að Geitagerði til 12 mánaða í samræmi 2.6.1 gr. í byggingarreglugerð. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið.

 

Samþykkt

 

   

3.

Halldórsst. Reykjadal - Umsókn um stofnun lóðar - 2110015

 

Tekið fyrir erindi dags. 12.10.2021 frá Emelíu Jónu Friðriksdóttur þar sem sótt er um stofnun lóðar úr jörðinni L153742 Halldórsstaðir, Reykjadal.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóðastofnunin verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

4.

Reykir 2 - stöðuleyfi - 2110016

 

Tekið fyrir erindi dags. 12.10.2021 frá Stefáni H. Steindórssyni f.h. Norðurorku þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir fjóra gáma á landi Reykja 2 í Fnjóskadal.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis fyrir gáma að Reykjum 1 og 2 til 12 mánaða í samræmi 2.6.1 gr. í byggingarreglugerð. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið.

 

Samþykkt

 

   

5.

Deiliskipulag á landi Hóla og Lauta - 2110018

 

Tekin fyrir vinnslutillaga að deiliskipulagi á landi Hóla og Lauta í Þingeyjarsveit.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur við sveitarstjórn að haldið verði áfram þeirri vinnu sem unnin hefur verið við deiliskipulag Hóla og Lauta, Reykjadal.

 

Samþykkt

 

   

6.

Loftslagsstefna Þingeyjarsveitar - 2110029

 

Samkvæmt 5. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu þar sem sett eru fram metnaðarfull markmið og mótaðar aðgerðir til að fylgja þeim eftir. Tilgangur loftslagsstefnu er að auðvelda sveitarfélögum að draga markvisst úr áhrifum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og vera til fyrirmyndar með því að hafa bein og óbein áhrif á loftslagsskuldbindingar Íslands. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun sveitarfélagsins ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna verði hafin við mótun loftsslagsstefnu fyrir Þingeyjarsveit og að leitað verði til Skútustaðahrepps um samvinnu við vinnslu stefnunnar.

 

Samþykkt

 

   

7.

Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu - 2110005

 

Tekin fyrir drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 11. nóvember 2021.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar því til sveitarstjórnar taka fyrir drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu.

 

Samþykkt

 

   

8.

Selland - stofnun þjóðlendu í Þingeyjarsveit - 2110024

 

Tekið fyrir erindi dags. 15. október 2021 frá Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins þar sem sótt er um stofnun þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 m.s.br. og að hún fái heitið Selland, þjóðlenda. Landsvæðið sem óskað er eftir að verði stofnað er þjóðlendan Selland og afréttarland Skútustaða, sá hluti sem er innan Þingeyjarsveitar skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 frá 6. júní 2008. Meðfylgjandi er landspildublað með afmörkun landsvæðisins dags. 1. október 2021.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar og að skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna ráðuneytinu um samþykkt þess efnis. Jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að senda umsókn um stofnun þjóðlendunnar í fasteignaskrá til Þjóðskrár Íslands.

 

Samþykkt

 

   

9.

Hólabrekka - sameining lóða - 2111001

 

Tekið fyrir erindi dags. 3.11.2021 frá Valþóri Brynjarssyni og Valdísi Lilju Stefánsdóttur þar sem sótt er um sameiningu lóðanna Hólabrekku og Hólabrekku viðbót. Eftir standi lóðin Hólabrekka. Lóðirnar eru báðar í eigu umsækjenda.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við sameiningu Hólabrekku viðbót inn í lóðina Hólabrekku í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

10.

Svartárkot - nafnabreyting lóða - 2111002

 

Tekið fyrir erindi frá Guðrúnu Tryggvadóttur þar sem sótt er um nafnabreytingu á lóðunum:
L211887 Svartárkot lóð,
L196083 Svartárkot lóð og
L220249 Svartárkot lóð.
Óskað er eftir því að lóðirnar fái nöfnin:
L211887 Svartárkot 1
L196083 Svartárkot 2
L220249 Svartárkot vinnsluhús

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þær verði samþykktar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

11.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.