143. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

02.12.2021

143. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 02. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Sæþór Gunnsteinsson
Nanna Þórhallsdóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Margrét Bjarnadóttir

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

1. Sólvellir - umsókn um byggingarleyfi - 2111006

2. Beiðni um umsögn vegna áforma um aflaukningu Hólsvirkjunar - 2111020

3. Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar - 1906020

1.

Sólvellir - umsókn um byggingarleyfi - 2111006

 

Tekin fyrir umsókn dags. 8. nóvember 2021 um byggingarleyfi að lóðinni Sólvellir, Þingeyjarsveit. Byggingaráformin gera ráð fyrir 149,2 fm einbýlishúsi á einni hæð.

 

Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu. Fyrirhuguð framkvæmd hefur áður verið grenndarkynnt íbúum og hagsmunaaðilum skv. 1 mgr. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 en núverandi staðsetning er hliðrun frá þeirri sem áður var grenndarkynnt. Því telur skipulags- og umhverfisnefnd ekki þörf á frekari grenndarkynningu á byggingaráformum. Jafnframt felur skipulags- og umhverfisnefnd byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

2.

Beiðni um umsögn vegna áforma um aflaukningu Hólsvirkjunar - 2111020

 

Tekið fyrir erindi frá Jóhönnu Hrund Einarsdóttur f.h. Skipulagsstofnunar dags. 26. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir umsögn Þingeyjarsveitar varðandi áform um aflaukningu Hólsvirkjunar úr 5,5 MW í 6,7 MW. Í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 óskar Skipulagsstofnun eftir því að sveitarfélagið leggji mat á það hvort gögn framkvæmdaraðila geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Þingeyjarsveit telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

 

Að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 telur skipulags- og umhverfisnefnd að gögn framkvæmdaraðila geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum og að skipulagsfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna umsagnarinnar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar - 1906020

 

Tillaga vor 2022 - fimmtudagar klukkan 10-12:
20.janúar
3.febrúar
3.mars
31.mars
5.maí - lokafundur fyrir sveitarstjórnarkosningar

 

Lagt fram

 

   

4.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir þeirra verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

   

Fundi slitið kl. 11:00.