Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
05.05.2022
148. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Breiðumýri fimmtudaginn 05. maí kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sæþór Gunnsteinsson, Nanna Þórhallsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir
Dagskrá:
1. Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012 |
1. |
Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012 |
|
Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing frá Alta dags. 8. mars 2022. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 7. apríl 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilgreiningu frístundabyggðar í landi Skóga sé breytt í íbúðarbyggð. Skipulags- og matslýsingin var auglýst með umsagnarfresti frá og með 11. apríl til og með 29. apríl 2022. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir umsagnir sem bárust við skipulags- og matslýsingu fyrirhugaðrar íbúðabyggðar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna áfram að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu - Arnstapanáma - 2204028 |
|
Tekin fyrir beiðni Vegagerðarinnar dags. 25. apríl 2022 um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr efnistökusvæði E-20 við Arnstapa í landi Stóru-Tjarna skv. Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Óskað er eftir því að fá að vinna 2000 m3 af malarslitlagsefni til lagfæringa á Héraðs- og tengivegum. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1. maí 2022 til 30. júní 2023. |
||
Ásvaldur tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Móar - umsókn um byggingarleyfi - 2204027 |
|
Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Móum, Fnjóskadal dags. 1. maí 2022 frá Sigríði Árdal. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar á áformunum. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform að Móum fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Friðheimar - umsókn um byggingarleyfi - 2205001 |
|
Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús að Friðheimum frá Ómari Erni Jónssyni dags. 2. maí 2022. Meðfylgjandi er afstöðumynd og aðaluppdráttur. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform að Friðheimum fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Sólvangur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2202019 |
|
Tekið fyrir að nýju byggingarleyfi við Sólvang, Fnjóskadal frá Líney Rúnarsdóttur dags. 16. febrúar 2022. Byggingarleyfið var grenndarkynnt frá 23. mars til 20. apríl 2022. |
||
Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022 |
|
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið hjá sveitarfélaginu. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Atla Steini Sveinbjörnssyni og Helgu Sveinbjörnsdóttur fyrir ánægjulegt samstarf s.l. ár. |