148. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

05.05.2022

148. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Breiðumýri fimmtudaginn 05. maí kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Sæþór Gunnsteinsson, Nanna Þórhallsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir

Dagskrá:

1. Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012
2. Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu - Arnstapanáma - 2204028
3. Móar - umsókn um byggingarleyfi - 2204027
4. Friðheimar - umsókn um byggingarleyfi - 2205001
5. Sólvangur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2202019
6. Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

1.

Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012

 

Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing frá Alta dags. 8. mars 2022. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 7. apríl 2022 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér að skilgreiningu frístundabyggðar í landi Skóga sé breytt í íbúðarbyggð. Skipulags- og matslýsingin var auglýst með umsagnarfresti frá og með 11. apríl til og með 29. apríl 2022.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir umsagnir sem bárust við skipulags- og matslýsingu fyrirhugaðrar íbúðabyggðar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna áfram að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022.

 

Samþykkt

 

   

2.

Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi um efnisnám úr námu - Arnstapanáma - 2204028

 

Tekin fyrir beiðni Vegagerðarinnar dags. 25. apríl 2022 um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr efnistökusvæði E-20 við Arnstapa í landi Stóru-Tjarna skv. Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Óskað er eftir því að fá að vinna 2000 m3 af malarslitlagsefni til lagfæringa á Héraðs- og tengivegum. Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 1. maí 2022 til 30. júní 2023.

 

Ásvaldur tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur að efnistakan muni hafa óveruleg áhrif á umhverfið og að hún falli ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur þó að áframhaldandi efnistaka við Arnstapa kalli á endurmat á umhverfisáhrifum af völdum efnistökunnar. Ljósavatn er á náttúruminjaskrá og nýtur sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að gengið verði frá þeim hluta efnistökusvæðisins sem ekki er lengur í notkun í samræmi við þær leiðbeiningar sem gefnar eru út á vefnum namur.is.

 

Samþykkt

 

   

3.

Móar - umsókn um byggingarleyfi - 2204027

 

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Móum, Fnjóskadal dags. 1. maí 2022 frá Sigríði Árdal. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar á áformunum.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform að Móum fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

4.

Friðheimar - umsókn um byggingarleyfi - 2205001

 

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús að Friðheimum frá Ómari Erni Jónssyni dags. 2. maí 2022. Meðfylgjandi er afstöðumynd og aðaluppdráttur.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhuguð byggingaráform að Friðheimum fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

5.

Sólvangur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2202019

 

Tekið fyrir að nýju byggingarleyfi við Sólvang, Fnjóskadal frá Líney Rúnarsdóttur dags. 16. febrúar 2022. Byggingarleyfið var grenndarkynnt frá 23. mars til 20. apríl 2022.

 

Þar sem ekki komu fram athugasemdir í grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

6.

Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa - 1909022

 

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og verkefna sem falla undir hans verksvið hjá sveitarfélaginu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Atla Steini Sveinbjörnssyni og Helgu Sveinbjörnsdóttur fyrir ánægjulegt samstarf s.l. ár.