Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
13.09.2023
15. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna miðvikudaginn 13. september kl. 00:00
Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir & Sigurður Böðvarsson
Atli Steinn Sveinbjörnsson & Rögnvaldur Harðarson.
1. |
Helgastaðanáma - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2308035 |
|
Tekin fyrir beiðni dags. 7. september frá Hermanni Péturssyni f.h. Þingeyjarsveitar um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Helgastaðanámu og lagningu göngustígs. Um er að ræða heimild til efnistöku 170 m3 efnis úr námu E-13 skv. Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og uppbyggingu göngustígs frá verslunar- og þjónusvæði við Hóla- og Lautaveg að íbúðarbyggð við Lautaveg. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Helgastaðanámu og fyrir framkvæmdum við göngustíg frá verslunar- og þjónusvæði við Hóla- og Lautaveg að íbúðarbyggð við Lautaveg skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 09:15.