19. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

15.11.2023

19. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Breiðumýri miðvikudaginn 15. nóvember kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir & Sigurður Böðvarsson.

Starfsmenn

Atli Steinn Sveinbjörnsson & Rögnvaldur Harðarson.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:

  1. Rauðá - umsókn um stofnun lóðar Rauðá 2 - 2311017
  2. Nípá - umsókn um byggingarleyfi - breyting hlöðu í íbúðarhús - 2311004
  3. Öndólfsstaðir - nafnabreyting - Kögur - 2311002
  4. Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar - 2308020
  5. Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2308018
  6. Dyngjujökull - stofnun þjóðlendu - 2311026
  7. Hofsstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017
  8. Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2310027
  9. Aðalskipulag - 2308006

 

Í upphafi fundar óskar formaður eftir því að máli nr. 8 sé bætt við á dagskrá fundar með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.

Rauðá - umsókn um stofnun lóðar Rauðá 2 - 2311017

 

Tekin fyrir beiðni frá Hreini Vilhjálmssyni um stofnun lóðar að Rauðá í Bárðardal. Fyrir liggur hnitsettur uppdráttur og undirskriftir landeigenda.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðarinnar í samræmi við meðfylgjandi lóðablað þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

2.

Nípá - umsókn um byggingarleyfi - breyting hlöðu í íbúðarhús - 2311004

 

Tekin fyrir umsókn frá Helgu Sveinbjörnsdóttur dags. 25. október s.l. um byggingarleyfi að Nípá, Útkinn. Sótt er um leyfi til að breyta hlöðu í íbúðarhús. Hlaðan er í dag skráð sem geymsla.

 

Byggingarfulltrúa er falið að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

3.

Öndólfsstaðir - nafnabreyting - Kögur - 2311002

 

Tekin fyrir umsókn frá Arnóri Guðmundssyni dags. 1. nóvember s.l. um nafnabreytingu að Öndólfsstöðum, L180094. Þess er óskað að lóðin fái nafnið Kögur.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

 

   

4.

Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar - 2308020

 

Tekin fyrir að nýju beiðni frá Guðmundi Ögmundssyni f.h. Landsvirkjunar um heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir Laxárstöðvar í Aðaldal. Fyrir liggur skipulagslýsing dags. 11. nóvember s.l. Núverandi starfsemi Laxárstöðvana verður skilgreind í deiliskipulagi en ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu. Í deiliskipulagi verða skilgreindar lóðir þar sem þær eru ekki til fyrir og núverandi byggingar og byggingarreitir skilgreindir á lóðunum. Sett verða ákvæði hvað varðar viðbyggingar við núverandi hús eða endurbyggingar húsa ásamt öðrum þeim ákvæðum sem ástæða verður til að skilgreina í deiliskipulagi.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Laxárstöðvar í Aðaldal í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

5.

Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2308018

 

Tekin fyrir að nýju beiðni dags. 17. ágúst frá Kjartani Stefánssyni um heimild til breytingar á deiliskipulagi Skóga. Breytingin felur í sér heimild til gistireksturs á lóð 1. Erindið var síðast á dagskrá nefndarinnar þann 20. september s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna áformin. Áformin voru grenndarkynnt frá 25. september til 23. október, engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku breytingar á deiliskipulagi Skóga í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

6.

Dyngjujökull - stofnun þjóðlendu - 2311026

 

Tekin fyrir umsókn forsætisráðuneytisins dags. 5. júlí s.l. um stofnun þjóðlendunnar Dyngjujökull, hluti Vatnajökuls í Þingeyjarsveit í máli nr. 1/2007 hjá óbyggðanefnd. Meðfylgjandi er lýsing og uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða legu þjóðlendunnar Dyngjujökull.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði stofnun þjóðlendunnar í samræmi við úrskurð óbyggðanefndar í máli nr. 1/2007 og að skipulagsfulltrúa verði falið að tilkynna ráðuneytinu um samþykkt þess efnis. Jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að senda umsókn um stofnun þjóðlendunnar í fasteignaskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Samþykkt

 

   

7.

Hofsstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017

 

Tekin fyrir að nýju beiðni dags. 5. september s.l. frá Arnari Ólafsssyni f.h. Minjastofnunar um heimild til deiliskipulagsgerðar að Hofsstöðum, Laxárdal. Tilgangur skipulagsins er að setja fram stefnu um framtíðaruppbyggingu á svæðinu, stuðla að verndun og varðveislu minja og skapa umgjörð fyrir sögutengdann ferðamannastað. Skipulagssvæðið er 29 ha að stærð og nær um minjasvæðið. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 2017. Með gildistöku á endurskoðuðu deiliskipulagi fellur eldra skipulag úr gildi. Fyrir liggur skipulagslýsing dags. 23. ágúst 2023 sem auglýst var með umsagnarfresti frá 25. september til 30. október s.l.

 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir umsagnir sem bárust við skipulagslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að halda utan um áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Hofsstaði.

 

Samþykkt

 

   

8.

Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2310027

 

Tekin fyrir að nýju beiðni dags. 3. október s.l. frá Jóhönnu Jóhannesdóttur um heimild til breytingar á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóðarinnar Klappahraun 6. Áformað er að byggja einbýlishús í stað parhúss. Fyrir liggur tillaga frá Teiknistofu Arkítekta dags. 7. nóvember s.l.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóðarinnar Klappahraun 6 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

9.

Aðalskipulag - 2308006

 

Tekin fyrir vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar. Skipulags- og matslýsingar að endurskoðun aðalskipulags fyrir Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit voru samþykkt til kynningar í ágúst 2020 og kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum á opnum fundum í október 2020. Eftir sameiningu sveitarfélaganna árið 2022 voru gögnin sameinuð og unnið að gerð vinnslutillögu aðalskipulags fyrir nýtt sveitarfélag. Fyrir liggur greinargerð, umhverfismatsskýrsla og uppdrættir.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, forsendur hennar og umhverfismat verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.