Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
24.08.2022
2. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13:00
Helgi Héðinsson
Knútur Emil Jónasson
Karl Emil Sveinsson
Ingi Þór Yngvason
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Eygló Sófusdóttir
Atli Steinn Sveinbjörnsson
Helga Sveinbjörnsdóttir
Dagskrá:
1. Rannsóknaborholur við Þeistareyki - 2208006
2. Erindisbréf skipulagsnefndar - 2208028
3. Efnistaka í Garði - Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 - 2202014
4. Hvarf - umsókn um skógrækt - 2105017
5. Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skóga. - 2201012
6. Einbúavirkjun - 1908034
7. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi - 2103017
8. Stofnun lóðar úr landi Bjarkar - 2208009
9. Beiðni um umsögn vegna lagningu jarðstrengs - 2208010
10. Umsókn um byggingarleyfi - Öndólfsstaðir land L180094 - 2208012
11. Nípá - Umsókn um byggingarheimild - 2208019
12. Umsókn um framkvæmdaleyfi til Skógræktar - 2208022
13. Lóðir úr Sílalæk - nafnabreytingar - 2208020
14. Stöng og Heiðmörk, lóðastofnanir - 2208038
15. Umsókn um byggingarleyfi - Arnstapabyggð 5 - 2208023
16. Fundadagatal 2022-2023 - 2208013
17. Bjarnarflag 1 Umsókn um byggingarleyfi - 2208043
18. Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021
Karl Emil vék af fundi og Eygló Sófusdóttir tók sæti varamanns undir þessum lið. |
||
1. |
Rannsóknaborholur við Þeistareyki - 2208006 |
|
Tekin fyrir umsókn frá Axel Vali Birgissyni dags. 8. júlí 2022 f.h. Landsvirkjunar um leyfi til tilraunaborana við Þeistareyki. Um er að ræða fjórar 2000 - 3000 m djúpar rannsóknarholur i því skyni að kortleggja jarðhitasvæðið m.t.t. til vinnslugetu og annarra þátta. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag Þeistareykja frá 2012 með samþykktum breytingum. Framkvæmdin er hluti af því umhverfismati sem unnið var 2010. Lögð eru fram fylgigögn þar sem framkvæmdinni er lýst og afstöðu myndir sem sýna fyrirhugað framkvæmdasvæði. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir ekki fyrirhugaða lagnaleið rafstrengs og leggur til að hann verði lagður í áður raskað svæði eða á mannvirkjabelti. Að því uppfylltu leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
Eygló vék af fundi og Karl Emil tók sæti varamanns á fundinum. |
||
Tekið fyrir með afbrigðum. |
||
2. |
Erindisbréf skipulagsnefndar - 2208028 |
|
Tekið fyrir með afbrigðum ef varaformaður leggur það til |
||
Skipulagsnefnd hefur farið yfir drög að erindisbréfi skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum nefndarinnar til sveitarstjórnar. |
||
Lagt fram |
||
3. |
Efnistaka í Garði - Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 - 2202014 |
|
Tekin fyrir að nýju tillaga dags. 9. maí 2022 frá Teiknistofu Arkitekta að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 vegna skilgreiningar efnistökusvæðis að Garði, Mývatnssveit. Tillagan felur í sér afmörkun 2,4 ha efnistökusvæðis þar sem heimiluð verði efnistaka allt að 49.900 m3. Fyrirhugað efnistökusvæði tekur yfir eldri námu innan skilgreinds athafnasvæðis þar sem áður hefur verið tekið um 19.000 m3 efnis á um 7,8 ha svæði. Skipulags- og matslýsing var auglýst með umsagnarfresti frá og með 28. febrúar til og með 21. mars 2022. Í skipulags- og matslýsingu var gert ráð fyrir allt að 120.000 m3 efnistöku. Við yfirferð umsagna og greiningu á efnisþörf var fyrirhugað efnistökusvæði minnkað. Sveitarstjórn samþykkti þann 11. maí 2022 að tillagan skyldi auglýst að undangenginni matsskyldu ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þann 16. júní 2022 barst ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að efnistaka allt að 120.000 m3 efnis skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Tillagan var auglýst frá og með 21. júní 2022 til og með 2. ágúst 2022. |
||
Í auglýsingaferli tillögunnar bárust engar almennar athugasemdir. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir viðbrögðum umsagnaraðila við tillögunni og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsnefnd taki tillöguna fyrir að nýju ef bregðast þarf við þeim athugasemdum sem berast. Ef þær umsagnir sem berast krefjast ekki viðbragða eða breytinga á tillögunni leggur skipulagsnefnd það til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 verði samþykkt í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Hvarf - umsókn um skógrækt - 2105017 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10. maí 2021 frá Ólafi Stefánssyni varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Hvarfs í Bárðardal í Þingeyjarsveit L153498. Fyrirhugað skógræktarsvæði er í Bárðardal og er 22 hektarar að stærð. Skógræktarsvæðið er við nyrðri landamerki Hvarfs og er fyrir ofan Bárðardalsveg. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi vegna skógræktar að Hvarfi. Í framkvæmdaleyfinu skal þess gætt að 15 m fjarlægð verði haldið frá skráðum fornminjum og ekki plantað í vistkerfi sem hefur hátt verndargildi í samræmi við umsögn Náttúruverndarnefndar Þingeyinga. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skóga. - 2201012 |
|
Teknar fyrir tillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og deiliskipulagi Skóga í Fnjóskadal. Þann 23. júní 2022 samþykkti skipulagsnefnd að vinnslutillögur skipulagsáformana skyldu kynntar íbúum og hagsmunaaðilum. Opið hús var að Kjarna, Laugum þann 11. júlí 2022 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að kynna sér tillögunar. Athugasemd barst frá Norðurorku vegna kvaðar um lagnaleið á skipulagssvæðinu. Áður hefur verið kynnt skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Skipulagsáformin fela í sér að skilgreindri frístundabyggð vestan Illugastaðavegar er breytt í íbúðabyggð, og byggingarheimildir rýmkaðar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 140 m2 hámarksgrunnfleti húsa á 9 lóðum sem eru 4.080 - 6.673 m2. Samkvæmt breytingartillögu rýmka byggingarheimildir þannig að |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og deiliskipulagi Skóga. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita álits Skipulagsstofnunar áður en tillögurnar verða kynntar íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 31 gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Einbúavirkjun - 1908034 |
|
Tekin fyrir að nýju beiðni frá Hilmari Ágústssyni dags. 17. ágúst 2022 um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar vegna vatnsaflsvirkjunar við Einbúa í Skjálfandafljóti. Áður hefur verið unnin og kynnt íbúum og hagsmunaaðilum umhverfismatsskýrsla og skipulagslýsing. Erindið var síðast á fundi skipulagsnefndar 10 desember 2020. |
||
Skipulagsnefnd vísar til bókunar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 9. desember 2021 þar sem erindinu er vísað til heildarendurskoðunar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 sem nú stendur yfir. |
||
Hafnað |
||
7. |
Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi - 2103017 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 22. ágúst frá Eiríki Vigni Pálssyni f.h. fasteignafélagsins Hótel Laxá ehf um heimild til breytingar á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í landi Arnarvatns. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit og heimild til uppsetningar stakra gistieininga allt að 50 fm að stærð. Einnig felur breytingin í sér heimild til byggingar 10% grunnflatar á þriðju hæð og hámarks heildarhæðar byggingar fer þá úr 7 m í 10,5 m. |
||
Skipulagsnefnd telur meðfylgjandi gögn ekki fullnægjandi og að áform um þriggja hæða byggingu samræmist ekki ákvæðum í gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska frekari gagna. |
||
Frestað |
||
8. |
Stofnun lóðar úr landi Bjarkar - 2208009 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 8.júlí 2022 frá Elínu Kristjánsdóttur, Þórhalli Kristjánssyni, Jóhanni Kristjánssyni og Hermanni Kristjánssyni þar sem sótt er um stofnun lóðar úr landi Bjarkar L153545. |
||
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu á deiliskipulagi Voga 1 í samráði við landeigendur. |
||
Frestað |
||
9. |
Beiðni um umsögn vegna lagningu jarðstrengs - 2208010 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 3. ágúst 2022 frá Skipulagsstofnun vegna beiðni um umsögn við áform um lagningu 7,8 km jarðstrengs frá tengivirki við Þeistareykjavirkjun að mastri nr. 172 í Kópaskerslínu 1. Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir umsögn Þingeyjarsveitar um framkvæmdina. |
||
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið gögn framkvæmdaraðila og telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Skipulagsnefnd metur framkvæmdina ekki háða lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að veita umsögn um framkvæmdina og hvort hún sé háð mati á umhverfisáhrifum. |
||
Samþykkt |
||
10. |
Umsókn um byggingarleyfi - Öndólfsstaðir land L180094 - 2208012 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 8. ágúst 2022 frá Arnóri Guðmundssyni þar sem sótt er um að breyta notkun lóðarinnar Öndólfsstaðir land L180094 úr frístundalóð í íbúðahúsalóð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða landnotkun og byggingaráform fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
Helga Sveinbjörnsdóttir vék af fundi undir þessum lið. |
||
11. |
Nípá - Umsókn um byggingarheimild - 2208019 |
|
Tekin fyrir umsókn dags. 18. ágúst 2022 frá Helgu Sveinbjörnsdóttur um leyfi til uppsetningar um 30 fm gróðurhúss úr plasti í landi Nípár. Meðfylgjandi umsókninni er afstöðumynd og drög að aðalteikningu. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin að Nípá fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
Atli Steinn Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið |
||
12. |
Umsókn um framkvæmdaleyfi til Skógræktar - 2208022 |
|
Tekin fyrir umsókn um skógrækt að Syðra-Fjalli II, Aðaldal, á um 40 ha svæði. Meðfylgjandi umsókninni er fornleifaskráning og greinargerð þar sem fyrirhuguðum áformum er lýst. |
||
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að leita umsagna Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina. |
||
Frestað |
||
Jóna Björg vék af fundi |
||
13. |
Lóðir úr Sílalæk - nafnabreytingar - 2208020 |
|
Tekið fyrir erindi þar sem sótt er um breytingu á nafni nokkurra lóða úr jörðinni Sílalæk í Aðaldal. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðanna í samræmi við fyrirliggjandi gögn og leggur til við sveitarstjórn að þær verði samþykktar og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
14. |
Stöng og Heiðmörk, lóðastofnanir - 2208038 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 22. ágúst 2022 frá Selmu Dröfn Ásmundsdóttur, f.h. dánarbús Ásmundar Kristjánssonar, og Sigurðar Kristjánssonar þar sem sótt er um stofnun tveggja lóða í kringum íbúðarhús annars vegar og útihús hinsvegar af jörðunum L153609 Stöng 2 og L153574 Heiðmörk. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóða um útihús og íbúðarhús Stöng 2 og Heiðmörk verði samþykkt í samræmi við fyrirliggjandi gögn og jafnframt verði byggingarfulltrúa falið að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
15. |
Umsókn um byggingarleyfi - Arnstapabyggð 5 - 2208023 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 12. ágúst 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Arnstapabyggð 5. |
||
Skipulagsnefnd telur að um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 3. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
|
||
16. |
Fundadagatal 2022-2023 - 2208013 |
|
Tillaga lögð fram tillaga til kynningar. |
||
Lagt fram |
||
Tekið fyrir með afbrigðum. |
||
17. |
Bjarnarflag 1 Umsókn um byggingarleyfi - 2208043 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 18. ágúst 2022 frá Yngva Ragnari Kristjánssyni f.h. Kristjáns Stefánssonar þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir skemmu á lóðinni Bjarnarflag 2. |
||
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin á Bjarnarflagi 2 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. |
||
Samþykkt |
||
18. |
Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021 |
|
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir mál á sínu borði. |
||
Fundi slitið kl. 16:19.