20. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

20.12.2023

20. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Breiðumýri miðvikudaginn 20. desember kl. 09:00

Fundarmenn

Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir & Sigurður Böðvarsson.

Starfsmenn

 Atli Steinn Sveinbjörnsson & Rögnvaldur Harðarson.

Fundargerð ritaði: Atli Steinn Sveinbjörnsson

Dagskrá:
1. Svæðisskipulag Suðurhálendis - beiðni um umsögn - 2311097
2. Sandabrot - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2305022
3. Klappahraun 8 - umsókn um stöðuleyfi - 2311113
4. Kálfaströnd - umsókn um stöðuleyfi - 2311114
5. Lækjamót - umsókn um stofnun lóðar - 2312007
6. Múlavegur 1 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu - 2312011
7. Drög að reglugerð um merki fasteigna - beiðni um umsögn - 2312027
8. Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar - 2308020
9. Klappahraun - umsókn um lóð - 2311115
10. Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2310027
11. Skútahraun 15 - afmörkun lóðar - 2312025

Í upphafi fundar óskar formaður eftir því að liður 11 sé tekin fyrir á fundi með afbrigðum.

1.

Svæðisskipulag Suðurhálendis - beiðni um umsögn - 2311097

 

Tekin fyrir beiðni frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga um umsögn við tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis ásamt umhverfisskýrslu. Frestur til að skila inn athugasemdum er gefinn til og með 14. janúar 2024.

 

Skipulagsnefnd telur tillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendis metnaðarfulla. Nefndin telur áformin þó ekki í samræmi við sýn Þingeyjarsveitar þegar kemur að legu og uppbyggingu Sprengisandsleiðar. Lýsing á tengivegum um hálendið í tillögunni höfðar betur til þeirra hugmyndafræði sem komið hefur fram í skipulagi Þingeyjarsveitar. Þ.e. að ,,vegir verða byggðir lítillega upp úr landinu og helstu ár brúaðar.'' Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

Samþykkt

     

2.

Sandabrot - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2305022

 

Tekin fyrir að nýju beiðni frá Stefáni Jakobssyni um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023. Áformað er að skilgreina svæði undir rekstur og þjónustu að Sandabroti, Mývatnssveit. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 18. október s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis að Sandabroti, Mývatnssveit. Skipulags- og matslýsingin var auglýst frá 2. nóvember til 23. nóvember 2023.

 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir umsagnir sem bárust við kynningu á skipulags- og matslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að koma innkomnum umsögnum og athugasemdum skipulagsnefndar til skipulagsráðgjafa.

 

Samþykkt

     

3.

Klappahraun 8 - umsókn um stöðuleyfi - 2311113

 

Tekin fyrir umsókn dags. 21. nóvember frá Steindóri Jónssyni um stöðuleyfi 12 feta gáms að íbúðarhúsi við Klappahraun 8, Mývatnssveit. Þess er óskað að gámurinn fái að standa til júní 2024.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir gámi að Klappahrauni 8 samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Leyfið skal veitt til loka júní 2024.

 

Samþykkt

     

4.

Kálfaströnd - umsókn um stöðuleyfi - 2311114

 

Tekin fyrir umsókn dags. 20. nóvember frá áhaldahúsi Þingeyjarsveitar um stöðuleyfi tveggja 40 feta gáma að Kálfaströnd, Mývatnssveit. Gámarnir hýsa lagnefni og verkfæri sem ekki geta staðið utandyra. Áformað er að innihald gámanna verði hýst í hlöðu við Kálfaströnd að loknum framkvæmdum.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir tveim gámum að Kálfaströnd í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.

 

Samþykkt

     

5.

Lækjamót - umsókn um stofnun lóðar - 2312007

 

Tekin fyrir umsókn frá Sigurði Arnarsyni dags. 28. nóvember s.l. um stofnun lóðar utan um hús að Lækjamótum í Kinn.

 

Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar og að byggingarfulltrúa verði falið að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

     

6.

Múlavegur 1 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu - 2312011

 

Tekin fyrir umsókn frá Steindóri Gunnari Magnússyni f.h. Mílu um stofnun lóðar undir fyrirhugað tækjahús Mílu að Múlavegi 1. Fyrir liggur tillaga að staðsetningu.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að stofnuð verði lóð undir tækjahús Mílu að Múlavegi 1. Byggingarfulltrúa er falið að vinna að stofnun lóðarinnar.

 

Samþykkt

     

7.

Drög að reglugerð um merki fasteigna - beiðni um umsögn - 2312027

 

Tekin fyrir drög að breytingu á reglugerð um um merki fasteigna. Í reglugerðinni er fjallað um skyldu eigenda fasteigna til þess að láta gera merki um fasteignir sínar.

 

Skipulagsnefnd telur fyrirhugað frumvarp til bóta og muni skila sér í betri og faglegri gögnum. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar í sveitarstjórn.

 

Samþykkt

     

8.

Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar - 2308020

 

Tekin fyrir að nýju skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagsgerð Laxárstöðva í Aðaldal og Mývatnssveit. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 15. nóvember s.l. Þar sem skipulagsfulltrúa var falið að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulagsgerð Laxárstöðva. Lýsingin var auglýst frá og með 28. nóvember til og með 19. desember s.l.

 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir umsagnir sem bárust við kynningu á skipulags- og matslýsingu og felur skipulagsfulltrúa að koma innkomnum umsögnum til skipulagsráðgjafa.

 

Samþykkt

     

9.

Klappahraun - umsókn um lóð - 2311115

 

Tekin fyrir umsókn frá Vilhjálmi Sigurðssyni f.h. Fasteignafélags Hótel Laxá um lóðina Klappahraun 2. Þess er óskað að heimilt verði að breyta deiliskipulagi lóðarinnar úr parhúsi í lóð fyrir 4ja íbúða raðhús.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á lóðinni Klappahrauni 2 á þann veg að henni verði breytt í 4ja íbúða raðhús.

 

Samþykkt

     

10.

Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi - 2310027

 

Tekin fyrir að nýju beiðni frá Jóhönnu Jóhannesdóttur um breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps vegna lóðarinnar Klappahraun 6. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 15 nóvember s.l. Þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðarþorps.

 

Skipulagsnefnd hefur farið yfir þær umsagnir sem bárust við grenndarkynningu og þær gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um gildistöku tillögunnar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

     

11.

Skútahraun 15 - afmörkun lóðar - 2312025

 

Tekin fyrir beiðni frá Friðriki L. Jóhannessyni um stækkun lóðarinnar Skútahraun 15. Fyrir liggur uppdráttur frá Eflu með uppfærðum afmörkunum lóðar.

 

Skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi lóðablað og felur byggingarfulltrúa kynna afmörkun lóðarinnar fyrir nágrönnum aðliggjandi lóða og ganga frá uppfærðum lóðamörkum eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Samþykkt

     

Fundi slitið kl. 12:00.

 

 

 

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.