21. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

17.01.2024

21. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Agnes Einarsdóttir
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Starfsmenn

Rögnvaldur Harðarson
Anna Bragadóttir

Fundargerð ritaði: Anna Bragadóttir

Dagskrá:

 

1.

Laugasel - skógrækt - 2401076

 

Lögð er fram beiðni um framkvæmdarleyfi á 193,5 ha svæði í Laugarseli til kolefnisbindingar.

 

Fyrirhugað skógræktarsvæði er undir 200 ha að stærð og fellur því ekki undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og leita umsagna Umhverfisnefndar, Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina.

 

Samþykkt

 

   

2.

Árbót 14 - umsókn um stofnun lóðar - 2312052

 

Tekin fyrir umsókn Hákonar Gunnarssonar og Snæfríðar Njálsdóttur um stofnun lóðarinnar Árbótar, lóð nr. 14.

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

 

Frestað

 

   

3.

Aðalskipulag Múlaþings - umsögn - 2312035

 

Tekin fyrir beiðni frá Múlaþingi um umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045.

 

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna. Erindinu vísað í sveitarstjórn.

 

Samþykkt

 

   

4.

Rammahluti aðalskipulags Svalbarðsstrandahreppur og Eyjafjarðarsveit - beiðni - umsögn - 2401061

 

Tekin fyrir beiðni frá Svalbarðsstrandahreppi og Eyjafjarðarsveit um umsögn vegna rammahluta aðalskipulags - þróun byggðar í Vaðlaheiði sem er rammaskipulag sem nær að hluta til bæði til Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps.
Tilgangur skipulagsverkefnisins er að móta heildstæða stefnu um þróun byggðar í Vaðlaheiði til framtíðar.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu rammahluta aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandahrepps. Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Norðausturvegur um Skjálfandafljót í Kinn - umsagnarbeiðni vegna matsskyldufyrirspurnar - 2401071

 

Tekin fyrir beiðni frá Skipulagsstofnun um umsögn til ákvörðunar um matsskyldu vegna fyrirhugaðrar framkvæmda sem felst í vegagerð, byggingu nýrrar brúar á Rangá, byggingu tveggja nýrra brúa á Skjálfandafljót auk færslu vegamóta við Tjörn í Aðaldal.

 

Framlögð gögn eru í samræmi við vinnslutillögu Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2023-2043 sem er nú í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2021 og er framkvæmdin framkvæmdaleyfisskyld. Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

6.

Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags - 2305022

 

Lögð fram tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 þar sem bætt er við nýju verslunar- og þjónustusvæði á lóðinni Sandabroti.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

 

Samþykkt

 

   

7.

Sandabrot - deiliskipulagsgerð - 2209035

 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Sandabrots þar sem fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu og íbúðarhúss.

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

 

Frestað

 

   

8.

Klappahraun 2 - umsókn um lóð - 2311115

 

Lögð er fram breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar. Í stað parhúss á lóðinni Klapparhrauni 2 verður heimilt að byggja raðhús með fjórum íbúðum.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðaþorps vegna lóðarinnar Klappahrauns 2 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

9.

Múlavegur 11 - beiðni - breyting á skipulagi - 2401073

 

Lögð er fram beiðni um breytingu deiliskipulags Múlavegar 11 í Reykjahlíð á þann hátt að hún verði skilgreind sem ferðaþjónustulóð.

 

Skipulagsnefnd hafnar því að gera breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags.

 

Hafnað

 

   

10.

Aðalskipulag - 2308006

 

Teknar fyrir beiðnir um framlengingu kynningafrests á vinnslutillögu.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að framlengja umsagnarfrest vinnslutillögu aðalskipulagsins til 5. febrúar.

 

Samþykkt

 

   

11.

Kosning varaformanns í skipulagsnefnd - 2206034

 

Lögð er fram tillaga um að Sigfús Haraldur Bóasson verði varaformaður skipulagsnefndar.

 

Skipulagsnefnd samþykkir Sigfús Harald Bóasson sem varaformann nefndarinnar. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 11:45.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.