Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
14.02.2024
22. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 14. febrúar kl. 09:00
Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Rögnvaldur Harðarson
Ingimar Ingimarsson
Dagskrá:
1. |
Aðalskipulag - 2308006 |
|
Vinnslutillaga Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2023-2043 var í kynningu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 20. desember 2023. Frestur til að skila inn ábendingum var framlengdur frá 22. janúar til 5. febrúar 2024. |
||
Skipulagsfulltrúa falið að fara yfir athugasemdir og ábendingar og boða til vinnufundar skipulagsnefndar í framhaldinu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags - 2305022 |
|
Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í Sandabrotum var kynnt frá 22. janúar til 8. febrúar 2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Skipulagsnefnd tekur málið fyrir á ný eftir kynningaferli þar sem umsagnir gáfu tilefni til umfjöllunar. |
||
|
||
3. |
Sandabrot - deiliskipulagsgerð - 2209035 |
|
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Sandabrots þar sem fyrirhuguð er uppbygging ferðaþjónustu og íbúðarhúss. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu aðalskipulags. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017 |
|
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Hofstaða. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 2017. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Múlavegur 1 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu - 2312011 |
|
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð þar sem lóð nr. 13 við Múlaveg er skipt uppí tvær lóðir fyrir veitumannvirki. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytingu deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Árbót - breyting á deiliskipulagi, leiðrétting - 2401107 |
|
Komið hefur í ljós misræmi milli skipulagsgagna sem vistuð voru hjá sveitarfélaginu annars vegar, og unnið hefur verið eftir, og hins vegar hjá Skipulagsstofnun fyrir frístundasvæðið í Árbót. Þar sem gögn Skipulagsstofnunar eru þau sem eru í gildi er lögð fram breyting á deiliskipulagi til að leiðrétta gögnin með formlegum hætti. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingin verði samþykkt í samræmi við 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Árbót 14 - umsókn um stofnun lóðar - 2312052 |
|
Tekin fyrir umsókn Hákonar Gunnarssonar og Snæfríðar Njálsdóttur um stofnun lóðarinnar Árbótar, lóð nr. 14. Umsóknin er í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem nú er í ferli. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðar nr. 14 í Árbót, þegar deiliskipulagsbreyting vegna samræminga gagna hefur tekið gildi. Málinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Arndísarstaðir umsókn um stofnun lóða - 2401093 |
|
Tekin fyrir umsókn um stofnun tveggja lóða úr jörðinni Arndísarstöðum. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna. Skipulagsfulltrúa falið að stofna lóðirnar í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
Sigurður vakti athygli á vanhæfi sínu. Nefndin samþykkti vanhæfi hans. Sigurður vék af fundi. |
||
9. |
Akrar 2 - umsókn um stofnun lóðar úr landi Akra - 2402005 |
|
Lagt er fram lóðablað fyrir stofnun lóðar úr landi Akra L153707. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið í samræmi við lög og reglugerðir. |
||
Samþykkt |
||
Sigurður kom aftur á fundinn |
||
|
||
10. |
Grímsstaðir - umsókn um stofnun lóðar - 2402019 |
|
Lögð er fram fyrirspurn um stofnun lóðar út úr lögbýlum Grímsstaða og fyrirhugaðrar uppbyggingar íbúðarhúss. |
||
Þar sem ekki er um formlega umsókn um stofnun lóðar að ræða felur nefndin skipulagsfulltrúa að svara erindinu miðað við umræðu á fundinum. Þá hvetur nefndin fyrirspyrjendur til að hafa einnig samráð við Umhverfisstofnun varðandi erindið. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 12:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.