23. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

20.03.2024

23. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 20. mars kl. 09:00

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Rögnvaldur Harðarson

Starfsmenn

Anna Bragadóttir

Fundargerð ritaði: Anna Bragadóttir

Dagskrá:

 

1.

Skógahlíð 5 - umsókn um byggingarleyfi - 2403008

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús á lóð nr. 5 í Skógarhlíð. Húsið uppfyllir ekki byggingarreglugerð um íbúðarhús. Í gildi er deiliskipulag frá 2011 m.s.br. Heimilt er að byggja eitt íbúðarhús á lóðinni og eitt aukahús.

 

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi skipulagsákvæðum.

 

Hafnað

 

   

2.

Glettingsstaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir Geymslu - 2403023

 

Sótt er um leyfi til byggingar geymslu að stærð 176,2 m2 í landi Glettingsstaða. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og fjarsvæði vatnsverndar.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum varðandi form og staðsetningu. Nefndin samþykkir að grenndarkynna áformin landeigendum í Kvígindisdal, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Einnig skal óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

 

Samþykkt

 

   

3.

Þeistareykir, hitastigulshola - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2402056

 

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Þingeyjarsveitar vegna ákvörðunar um matsskyldu hitastigulsholu á Þeistareykjum.
Mál nr. 193/2024 í skipulagsgátt.

 

Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld.
Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Breyting á grunnvatnstöku á Þeistareykjum - mál nr. 06752023 - 2310011

 

Lögð eru fram viðbrögð Landsvirkjunar vegna umsagnar Þingeyjarsveitar um matsskyldu framkvæmdar við Þeistareykjavirkjun frá 27. október 2023.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

5.

Spennistöð í Reykjahlíð - umsókn um stofnun lóðar - 2402057

 

Rarik óskar eftir lóð undir spennistöð til að afhenda heimtaug fyrir hleðslustöð á lóð nr. 8 við Hraunveg.
Í gildi er deiliskipulag þéttbýlis í Reykjahlíð.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi Reykhahlíðaþorps og skilgreina nýja lóð við suð austurhorn Hraunvegar 10 fyrir spennistöð. Nefndin samþykkir að grenndarkynna áformin eigendum Hraunvegar 8 og 10. Helluhrauns 1, 3, 5, 7A 9, 10, 17, 18, Hlíðarvegs 2, Reykjahlíðar 1 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Einnig skal óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna lóðastofnunarinnar og fyrirhugaðra áforma og Minjastofnun.

 

Samþykkt

 

   

6.

Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandahrepps 2025-2037 - beiðni - umsögn - 2402068

 

Tekin fyrir beiðni frá Svalbarðsstrandahreppi um umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, Aðalskipulag Svalbarðsstrandahrepps 2025-2037.

 

Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna.

 

Samþykkt

 

   

7.

Reynihlíð - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2403003

 

Sótt er um heimild til deiliskipulagsgerðar á hluta reits VÞ-652 í Reykjahlíð.
Markmið skipulagsins er að bæta ásýnd svæðisins sem er gamalt athafnasvæði hefðbundins landbúnaðar og í raun lýti á svæðinu við óbreytt ástand. Aðalskipulag gerir ráð fyrir verslun og þjónustu á þessum stað og er ætlunin að skipuleggja svæðið með tilliti til þess. Í skipulagsvinnunni verður metið hvort þær byggingar sem fyrir eru muni halda sér, verða endurbyggðar eða fjarlægðar. Einnig staðsetning nýrra lóða og bygginga, stærð þeirra, gerð og möguleg starfsemi í þeim mannvirkjum, aðkomuleiðir, gönguleiðir, bílastæði og annað sem við á.
Beggja vegna við umræddan reit er stunduð samskonar starfsemi og fyrirhugað er að skipuleggja á þessum stað. Reiturinn er í jaðri Eldhrauns frá 1729 sem þegar hefur verið raskað. Gætt verður sérstaklega að því að ekki komi til frekara rasks á því og gæði þessi verði nýtt eins og kostur er og endurheimt eftir atvikum.

 

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja deiliskipulagsferli á reit VÞ-562 í samræmi við vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags og óskar eftir að skipulagslýsing verði lögð fram.

 

Samþykkt

 

   

8.

Klappahraun 2 - umsókn um lóð - 2311115

 

Breyting deiliskipulag Reykjahlíðarþorps, vegna Klappahrauns 2, var grenndarkynnt með athugasemdarfresti til 28. febrúar.
Engar athugasemdir bárust.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

9.

Þeistareykir - deiliskipulag - 2311139

 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Þeistareykjalands utan deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar. Í tillögunni eru sett fram ákvæði um akvegi, gönguleiða og áningarstaða á áhugaverðum stöðum með lágmarksaðstöðu og upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn.
Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar um sömu málefni þess svæðis.

 


Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

10.

Þeistareykjavirkjun, ferðaþjónusta - breyting á deiliskipulagi - 2403028

 

Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar vegna ferðaþjónustu.
Í tillögunni eru sett fram ákvæði um akvegi, gönguleiða og áningarstaða á áhugaverðum stöðum með lágmarksaðstöðu og upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn.
Samhliða er gert deiliskipulag Þeistareykjalands utan deiliskipulag virkjanasvæðis um sömu málefni þess svæðis.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

11.

Breiðamýri - umsókn um breytingu lóðamarka - 2402059

 

Sótt er um breytingu lóðamarka fyrir Breiðamýri Læknishús og Breiðamýri 1 lóð. Sótt er um að sú síðarnefnda fái heitið Breiðamýri 3.
Einnig er sótt um að hnitsett spilda verði hluti Breiðumýrar 2.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu lóða.

 

Samþykkt

 

   

12.

Bakkasel og Belgsá - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2402055

 

Sótt er um framkvæmdarleyfi til nýskógræktar í landi Bakkasels í Fnjóskadal. Alls er um að ræða 100 ha, mest stafafura og lerki en einnig nokkuð af birki og greni.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og leita umsagna Umhverfisnefndar, Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina.

 

Samþykkt

 

   

13.

Laugasel - skógrækt - 2401076

 

Skógræktaráform í Laugaseli voru grenndarkynnt frá 24. janúar með athugasemdarfresti til 22. febrúar 2024.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi og fela skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu svæðisins.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.