Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
20.03.2024
23. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 20. mars kl. 09:00
Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Rögnvaldur Harðarson
Anna Bragadóttir
Dagskrá:
1. |
Skógahlíð 5 - umsókn um byggingarleyfi - 2403008 |
|
Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús á lóð nr. 5 í Skógarhlíð. Húsið uppfyllir ekki byggingarreglugerð um íbúðarhús. Í gildi er deiliskipulag frá 2011 m.s.br. Heimilt er að byggja eitt íbúðarhús á lóðinni og eitt aukahús. |
||
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi skipulagsákvæðum. |
||
Hafnað |
||
|
||
2. |
Glettingsstaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir Geymslu - 2403023 |
|
Sótt er um leyfi til byggingar geymslu að stærð 176,2 m2 í landi Glettingsstaða. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og fjarsvæði vatnsverndar. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum varðandi form og staðsetningu. Nefndin samþykkir að grenndarkynna áformin landeigendum í Kvígindisdal, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Einnig skal óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Þeistareykir, hitastigulshola - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2402056 |
|
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Þingeyjarsveitar vegna ákvörðunar um matsskyldu hitastigulsholu á Þeistareykjum. |
||
Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Breyting á grunnvatnstöku á Þeistareykjum - mál nr. 06752023 - 2310011 |
|
Lögð eru fram viðbrögð Landsvirkjunar vegna umsagnar Þingeyjarsveitar um matsskyldu framkvæmdar við Þeistareykjavirkjun frá 27. október 2023. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
Lagt fram |
||
|
||
5. |
Spennistöð í Reykjahlíð - umsókn um stofnun lóðar - 2402057 |
|
Rarik óskar eftir lóð undir spennistöð til að afhenda heimtaug fyrir hleðslustöð á lóð nr. 8 við Hraunveg. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi Reykhahlíðaþorps og skilgreina nýja lóð við suð austurhorn Hraunvegar 10 fyrir spennistöð. Nefndin samþykkir að grenndarkynna áformin eigendum Hraunvegar 8 og 10. Helluhrauns 1, 3, 5, 7A 9, 10, 17, 18, Hlíðarvegs 2, Reykjahlíðar 1 samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Einnig skal óska eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna lóðastofnunarinnar og fyrirhugaðra áforma og Minjastofnun. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Endurskoðun Aðalskipulags Svalbarðsstrandahrepps 2025-2037 - beiðni - umsögn - 2402068 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Svalbarðsstrandahreppi um umsögn um skipulags- og matslýsingu vegna nýs aðalskipulags sveitarfélagsins, Aðalskipulag Svalbarðsstrandahrepps 2025-2037. |
||
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Reynihlíð - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2403003 |
|
Sótt er um heimild til deiliskipulagsgerðar á hluta reits VÞ-652 í Reykjahlíð. |
||
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja deiliskipulagsferli á reit VÞ-562 í samræmi við vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags og óskar eftir að skipulagslýsing verði lögð fram. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Klappahraun 2 - umsókn um lóð - 2311115 |
|
Breyting deiliskipulag Reykjahlíðarþorps, vegna Klappahrauns 2, var grenndarkynnt með athugasemdarfresti til 28. febrúar. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Þeistareykir - deiliskipulag - 2311139 |
|
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Þeistareykjalands utan deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar. Í tillögunni eru sett fram ákvæði um akvegi, gönguleiða og áningarstaða á áhugaverðum stöðum með lágmarksaðstöðu og upplýsingaskiltum fyrir ferðamenn. |
||
|
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Þeistareykjavirkjun, ferðaþjónusta - breyting á deiliskipulagi - 2403028 |
|
Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar vegna ferðaþjónustu. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
|
||
11. |
Breiðamýri - umsókn um breytingu lóðamarka - 2402059 |
|
Sótt er um breytingu lóðamarka fyrir Breiðamýri Læknishús og Breiðamýri 1 lóð. Sótt er um að sú síðarnefnda fái heitið Breiðamýri 3. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu lóða. |
||
Samþykkt |
||
|
||
12. |
Bakkasel og Belgsá - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2402055 |
|
Sótt er um framkvæmdarleyfi til nýskógræktar í landi Bakkasels í Fnjóskadal. Alls er um að ræða 100 ha, mest stafafura og lerki en einnig nokkuð af birki og greni. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og leita umsagna Umhverfisnefndar, Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina. |
||
Samþykkt |
||
|
||
13. |
Laugasel - skógrækt - 2401076 |
|
Skógræktaráform í Laugaseli voru grenndarkynnt frá 24. janúar með athugasemdarfresti til 22. febrúar 2024. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi og fela skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu svæðisins. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 12:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.