Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
17.04.2024
24. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 17. apríl kl. 09:00
Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Rögnvaldur Harðarsson
Anna Bragadóttir
Dagskrá:
1. |
Þeistareykjavirkjun, bætt nýting gufu til orkuvinnslu - beiðni um umsögn - 2404011 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Skipulagsstofnun dags. 3. apríl 2024 um umsögn vegna fyrirspurnar um matsskyldu vegna áforma um bætta nýtingu gufu til orkuvinnslu í Þeistareykjavirkjun. |
||
Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Múlavegur 13 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu - 2312011 |
|
Lögð er fram breyting á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð þar sem lóð nr. 13 við Múlaveg er skipt uppí tvær lóðir fyrir veitumannvirki. Breytingin var grenndarkynnt frá 23. febrúar með athugsemdarfresti til 23. mars 2024. Engin athugasemd barst. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Goðafoss, deiliskipulagsbreyting - beiðni - breyting á skipulagi - 2402069 |
|
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi Goðafoss og umhverfis. Markmið breytingarinnar er að skapa örugga reiðvegatengingu frá gömlu brúnni vestan við Skjálfandafljót og upp með bökkum árinnar vestan megin sem skarast ekki á við ferðir almennings og ferðafólks á svæðinu. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna deiliskipulagstillögu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Höfði, stígar og áningarstaðir við Ytrivoga - breyting á skipulagi - 2403060 |
|
Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi við Höfða og umhverfi Ytrivoga í Mývatnssveit. Breytingin felst í að bæta við útivistarstíg frá núverandi skilgreindum útivistarstíg við Ytrivoga og þremur minni áninarstöðum við hann. Öðrum slóðum á svæðinu verður lokað og þeir græddir upp. |
||
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Þeistareykir, rannsóknaraðstaða Geosilica - beiðni - breyting á skipulagi - 2404023 |
|
Lögð er fram fyrirspurn frá Landsvirkjun um byggingu bogahúss við núverandi skiljustöð á Þeistareykjum. Í gildi er deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar frá 2012. |
||
Skipulagsnefnd telur fyrirhugaða uppbyggingu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin vísar samráði við landeiganda til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Grímsstaðir - umsókn um stofnun lóðar - 2402019 |
|
Lögð var fram fyrirspurn um stofnun lóðar út úr lögbýlum Grímsstaða og fyrirhugaðrar uppbyggingar íbúðarhúss fyrir fund skipulagsnefndar þann 14. febrúar 2024. Borist hefur umsókn og óformleg umsögn UST auk lóðablaðs. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Stjórnsýslulundur - Kolefnisjöfnun skrifstofu og áhaldahúss Þingeyjarsveitar - 2403025 |
|
Lögð er fram fyrirspurn frá teymisstjóra Grænna skrefa hjá Þingeyjarsveit um hvort kolefnisjöfnunarreitur á lóð nýs stjórnsýsluhúss á Laugum sé framkvæmdaleyfisskild framkvæmd. Svæðið er um 1 ha og fyrirhugað er að planta þar um 1.000 birkiplöntum. |
||
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Fellsskógur, slóðagerð vegna grisjunar - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2404022 |
|
Lögð fram fyrirspurn um framkvæmdarleyfi vegna minniháttar slóðagerðar vegna grisjunar í Fellsskógi sumarið 2024 og 2025. |
||
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Breytt skráning - ósk um að breyta Víðar 1 í Víðakot. - 2404018 |
|
Lögð er fram ósk um breytt heiti á staðfanginu Víðar 1. Óskað er eftir að nýtt heiti verði Víðakot. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og telur nýtt staðfang samræmast reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 11:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.