25. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

13.05.2024

25. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri mánudaginn 13. maí kl. 08:30

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson
Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Starfsmenn

Anna Bragadóttir
Rögnvaldur Harðarson

Fundargerð ritaði: Anna Bragadóttir

Dagskrá:

 

1.

Arnarvatn 2 land - umsókn um breytt heiti - 2404044

 

Lögð er fram ósk um breytt heiti á staðfanginu Arnarvatn 2 land. Óskað er eftir að nýtt heiti verði Arnarvatn 2A.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og telur nýtt staðfang samræmast reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela byggingafulltrúa að ganga frá breytingunni.

 

Samþykkt

 

   

2.

Þeistareykir, hitastigulshola - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2405026

 

Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi til borunar hitastigulsholu ásamt lagningu vegslóða og gerð borplans sunnan Bæjarfjalls. Markmið framkvæmdarinnar er að kanna mögulegt framtíðarvinnslusvæði.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

3.

Göngu- og hjólastígur - 2308015

 

Vegna breytingar á hönnun og útfærslu hjóla og gögngustígs þar sem hann liggur við Óhappstjörn eru lögð fram uppfærð hönnunargögn.

 

Skipulagsnefnd óskar eftir endurskoðaðri umsögn Umhverfisstofnunar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Bakkasel og Belgsá - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2402055

 

Umsókn um framkvæmdaleyfi til nýskógræktar í landi Bakkasels og Belgsár var grenndarkynnt frá 25. mars til 26. apríl 2024 og óskað eftir umsögnum.
Umsagni rbárust frá Náttúruverndarnefnd Þineyinga, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi og fela skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu svæðisins.

 

Samþykkt

 

   

5.

Strenglögn í Laxárdal - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2401027

 

Tekið er fyrir erindi frá RARIK dagsett 5. apríl 2024 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir strenglögnum í Laxárdal og Reykjadal árið 2024.

 

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis og leggur áherslu á vandaðan frágang. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfið út í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

6.

Ærslabelgur við sundlaug á Laugum - 2404040

 

Lögð er fram fyrirspurn um hvort uppsetning ærslabelgs við sundlaugina á Laugum sé framkvæmdaleyfisskild framkvæmd.

 

Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif.

 

Samþykkt

 

   

7.

Jarðböðin - umsókn um stöðuleyfi fyrir frystigám - 2404052

 

Tekin fyrir umsókn dags 19. apríl 2024 frá Guðmundi Þór Birgissyni f.h. Jarðbaðanna um stöðuleyfi fyrir frystigám á lóð Jarðbaðanna sem staðsettur verður við vörumóttöku í kjallara. Þess er óskað að gámurinn fái að standa í allt að eitt ár.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir gámi á lóð Jarðbaðanna í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Leyfið skal vera veitt til eins árs.

 

Samþykkt

 

   

8.

Vogar 1 - umsókn um stöðuleyfi - 2404053

 

Tekin fyrir umsókn dags 19. apríl 2024 frá Ólöfu Þórelfi Hallgrímsdóttur um stöðuleyfi fyrir þrjú 50 m2 hús í Vinkilsjóðri á landi Voga I. Þess er óskað að húsin fái að standa í allt að eitt ár. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi fyrir svæðið.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir húsunum í Vinkilsjóðri á landi Voga I í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Leyfið skal vera veitt til allt að eins árs.

 

Samþykkt

 

   

9.

Grjótagjá salernishús og vatnstengingar - 2405025

 

Tekin fyrir umsókn dags 4. maí 2024 f.h. landeiganda í Vogum um stöðuleyfi fyrir færanlegt salernishús við Grjótagjá. Jafnframt er óskað eftir tengingu við neysluvatn.

 

Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir salernishús við Grjótagjá í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Leyfið skal vera veitt til allt að eins árs. Nefndin vísar ósk um vatnstenginu til umhverfis- og framkvæmdasviðs.

 

Samþykkt

 

   

10.

Glettingsstaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir Geymslu - 2403023

 

Sótt er um leyfi til byggingar geymslu að stærð 176,2 m2 í landi Glettingsstaða. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu en er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og fjarsvæði vatnsverndar. Erindið var grenndarkynnt frá 25. mars með athugasemdarfresti til 25. apríl 2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti noðurlands eystra og landeigendum í Kvígindsdal.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

11.

Bjarkargerði 8 - umsókn um byggingarleyfi - 2404059

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð nr. 8 í Bjarkargerði. Í gildandi aðalskipulagi er lóðin á frístundasvæði F-17. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin landeiganda, Bjarkargerði 6, 7 og 9, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga 123/2010. Ef athugasemdir við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til viðbragða þá er byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi, eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um, þegar tilskilin gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

12.

Krafla - umsókn um byggingarheimild fyrir endurbyggingu á skemmu - 2405015

 

Landsvirkjun óskar eftir byggingarheimild fyrir endurbyggingu á skemmu við Kröflustöð og stækkun um 5 m til norðurs. Í gildi er deiliskipulag Kröfluvirkjunar og er skemman innan bygginga- og framkvæmdarsvæði.
Í viðauka með deiliskipulaginu kemur fram að ekki verði gefin út framkvæmda- eða byggingarleyfi fyrr en Landsvirkjun hefur sannað eignarhald á landi og vísað er í dóm Hæstaréttar í máli nr. 560/2009.

 

Skipulagsnefnd telur fyrirhugaða uppbyggingu í samræmi við gildandi deiliskipulag að frátöldum ákvæðum viðauka.
Að fengnu lögfræðiáliti á gildi viðaukans verður málið tekið fyrir að nýju.

 

Frestað

 

   

13.

Skútahraun 11 - umsókn um staðfestingu lóðamarka - 2402012

 

Tekin fyrir umsókn frá Sigríði Jóhannesdóttur f.h. fasteignaeiganda um staðfestingu lóðamarka fyrir Skútahraun 11.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagt lóðablað og leggur til við sveitarstjórn að byggingafulltrúa verði falið að ganga frá staðfestingu lóðamarka.

 

Samþykkt

 

   

14.

Skútahraun 13 - umsókn um staðfestingu lóðamarka - 2402013

 

Tekin fyrir umsókn frá Agli Steingrímssyni um staðfestingu lóðamarka fyrir Skútahraun 13.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagt lóðablað og leggur til við sveitarstjórn að byggingafulltrúa verði falið að ganga frá staðfestingu lóðamarka.

 

Samþykkt

 

   

15.

Einbúavirkjun - krafa um breytingu á aðalskipulagi - 2404032

 

Tekin fyrir krafa f.h. Einbúavirkjunar ehf. dagsett 11. apríl 2024 um að gert verði ráð fyrir áformum um Einbúairkjun í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2023-2043.

 

Skipulagsnefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

16.

Vatnsleysa II - beiðni - breyting á skipulagi - 2405010

 

Tekin fyrir beiðni frá Ármanni Olgeirssyni dagsett 2. maí 2024 um að skilgreint verði nýtt efnistökusvæði í landi Vatnsleysu II fyrir allt að 149.000 m3 af möl.

 

Skipulagsnefnd vísar málinu í vinnslu nýs aðalskipulags.

 

Samþykkt

 

   

17.

Skógar, verslunar- og þjónustusvæði - beiðni - breyting á skipulagi - 2405009

 

Tekin fyrir beiðni frá Bergljótu Þorsteinsdóttur f.h. Skógalands ehf. dagsett 2. maí 2024 um heimild til breytingar á vinnslutillögu að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2023-2043. Um er að ræða heimild til að byggja 60 m2 hús á reit VÞ-411.

 

Skipulagsnefnd vísar málinu í vinnslu nýs aðalskipulags.

 

Samþykkt

 

   

18.

Sóknarnefnd Ljósavatnssóknar - Nýr kirkjugarður við Þorgeirskirkju - 2304017

 

Lagt fram bréf dags. 15. apríl 2024 frá Sigurði Birgissyni f.h. sóknarnefndar Ljósavatnssóknar þar sem fram kemur að gamli Ljósavatnskirkjugarður sé að verða fullsetinn. Vilji sóknarnefndarinnar er að nýr greftrunarreitur verið við Þorgeirskirkju.

 

Skipulagsnefnd telur fyrirhugaðan kirkjugarð við Þorgeirskirkju í samræmi við gildandi aðalskipulag en þar segir að kirkjugarður umhverfis eða rétt við kirkju er skilgreindur með kirkjunni sem svæði fyrir þjónustustofnanir. Sóknarnefnd er bent á að leita umsagnar heilbrigðisnefndar um hvort heilbrigðissjónarmið standi framkvæmdinni í vegi. Framkvæmdin er framkvæmdarleyfisskyld.

 

Samþykkt

 

   

19.

Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi - 2305022

 

Tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis í Sandabrotum var auglýst frá 26. mars með athugasedarfresti til 8. maí 2024 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi.
Umsagnir bárust frá Rarik, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og heilbrigðiseftirlitinu.

 

Skipulagsfulltrú vakti athygli á mögulegu vanhæfi vegna aðkomu að málinu í undirbúningsfasa. Skipulagsnefnd staðfesti hæfi skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi skv. 32. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

20.

Sandabrot - deiliskipulagsgerð - 2209035

 

Tillaga deiliskipulags vegna Sandabrotuma var auglýst frá 26. mars með athugasedarfresti til 8. maí 2024 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða var auglýst breyting aðalskipulags.
Umsagnir bárust frá Rarik, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og heilbrigðiseftirlitinu.

 

Skipulagsfulltrú vakti athygli á mögulegu vanhæfi vegna aðkomu að málinu í undirbúningsfasa. Skipulagsnefnd staðfesti hæfi skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Sandabrota skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd tekur undir með Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands um nauðsyn ítarlegar fráveitu og vitundar um náttúruvá sem tengist gliðnunarsprungum.

 

Samþykkt

 

   

21.

Þeistareykir land ferðaþjónusta - deiliskipulag - 2311139

 

Tillaga að deiliskipulagi Þeistareykjalands utan deiliskipulags Þeistareykjavirkjunar var auglýst frá 27. mars með athugasemdarfresti til 8. maí 2024 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Landsvirkjun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þineyinga og Vegagerðinni.

 

Skipulagsnefnd telur innkomnar umsagnir ekki gefa tilefni til efnislegrar breytinga en umsagnir Landsnets og Minjastofnunar kalla á aðlögun og lagfæringar gagna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta gera breytingar á skipulagsgögnum er varðar samræmingar og tæknileg atriði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagi Þeistareikja lands ferðaþjónustu þannig breytt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

 

Samþykkt

 

   

22.

Þeistareykjavirkjun, ferðaþjónusta - breyting á deiliskipulagi - 2403028

 

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Þeistareykjavirkjunar var auglýst frá 27. mars með athugasemdarfresti til 8. maí 2024 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Landsvirkjun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þineyinga og Vegagerðinni.

 

Skipulagsnefnd telur innkomnar umsagnir ekki gefa tilefni til efnislegrar breytinga en umsagnir Landsnets og Minjastofnunar kalla á aðlögun og lagfæringar gagna.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta gera breytingar á skipulagsgögnum er varðar samræmingar og tæknileg atriði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu að deiliskipulagsbreytingu Þeistareykjavirkjunar, ferðaþjónustu þannig breytt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

 

Samþykkt

 

   

23.

Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017

 

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Hofstaða. Um er að ræða endurskoðun á gildandi deiliskipulagi frá 2017. Tillagan var auglýst frá 6. mars með athugasemdarfresti til 17. apríl 2024 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Rarik, veiðifélagi Laxár og Krákar og Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Frestað.

 

Frestað

 

   

24.

Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis - 2305013

 

Deiliskipulagsbreyting Hótel Laxár var auglýst 18. mars með athugasemdarfresti til 29. apríl 2024 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúrufræðistofu Þingeyinga, landeigendum Arnarvatns 1 og 2, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Frestað.

 

Frestað

 

   

25.

Goðafoss, deiliskipulagsbreyting - beiðni - breyting á skipulagi - 2402069

 

Erindi frá Umhverfisstofnun þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi Goðafoss og umhverfis. Markmið breytingarinnar er að skapa örugga reiðvegatengingu frá gömlu brúnni vestan við Skjálfandafljót og upp með bökkum árinnar vestan megin sem skarast ekki á við ferðir almennings og ferðafólks á svæðinu.
Erindið var kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 18. apríl til 8. maí 2024.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Hestamiðstöðinni Saltvík, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun.

 

Á fundinn kom Katrín Karlsdóttir hjá Umhverfisstofnun.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

26.

Kröfluvirkjun niðurdælingaholur - beiðni - breyting á skipulagi - 2405024

 

Tekin fyrir beiðni frá Landsvirkjun um heimild til breytingar á deiliskipulagi Kröfluvirkunar vegna niðurdælingahola.

 

Skipulagsnefnd heimilar Landsvirkjun að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu Kröfluvirkjunar vegna fjölgunar þéttivatnshola.

 

Samþykkt

 

   

27.

Hverfjall, friðlýsing - breyting á afmörkun - 2405000

 

Umhverfisstofnun upplýsir um fyrirhugaða breytingu á mörkum friðlýsingar Hverfjalls/Hverfells í Mývatnssveit.

 

Lagt fram til kynningar.
Máli vísað til kynningar í umhverfisnefnd og sveitarstjórn.

 

Lagt fram

 

   

28.

Minnisblað umhverfisnefndar um skógrækt í Þingeyjarsveit - 2404065

 

Formaður skipulagsnefndar fór þess á leit við umhverfisnefnd að skila minnisblaði um skógrækt í Þingeyjarsveit vegna fyrirliggjandi aðalskipulagsvinnu. Umhverfisnefnd hvetur aðrar nefndir til að hafa umhverfisstefnu sveitarfélagsins til hliðsjónar þegar mál eru afgreidd.

 

Skipulagsnefnd þakkar umhverfisnefnd fyrir minnisblaðið.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 12:30.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.