26. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd

19.06.2024

26. fundur

Skipulagsnefnd

haldinn á Breiðumýri miðvikudaginn 19. júní kl. 00:00

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Agnes Einarsdóttir

Starfsmenn

Rögnvaldur Harðarson
Anna Bragadóttir

Fundargerð ritaði: Anna Bragadóttir
 
Dagskrá:
 
1. Ljósleiðari við Hlíðarveg - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2406022
Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Míla sækir um framkvæmdaleyfi fyrir til að koma fyrir nýjum ljósleiðara meðfram Hlíðavegi í Reykjahlíð.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmdaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif. Nefndin bendir á að í drögum að nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir byggingum norðan Hlíðarvegar sem gætu leitt af sér tilfærslu á lögnum.
Samþykkt
 
2. Krafla - umsókn um byggingarheimild fyrir endurbyggingu á skemmu - 2405015
Landsvirkjun óskar eftir byggingarheimild fyrir endurbyggingu á skemmu við Kröflustöð og stækkun um 5 m til norðurs. Í gildi er deiliskipulag Kröfluvirkjunar og er skemman innan bygginga- og framkvæmdarsvæðis. Í viðauka með deiliskipulaginu kemur fram að ekki verði gefin út framkvæmda- eða byggingarleyfi fyrr en Landsvirkjun hefur sannað eignarhald á landi og vísað er í dóm Hæstaréttar í máli nr. 560/2009.
Fengið hefur verið lögfærðiálit á gildi viðaukans.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi/byggingarheimild á grunndvelli gildandi deiliskipulags, með vísan í bókun sveitarstjórnar frá 45. fundi þann 16. maí 2024 um áhrif viðauka í deiliskipulagi, og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt
 
3. Búhóll 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi - 2405058
Sótt er um byggingarleyfi fyrir gestahús að stærð 52 m2 á lóðinni Búhól 1 við Arndísarstaði í Bárðardal. Í húsinu eru 3 gistirými, fyrir samtals 6 gesti. Fyrirliggjandi eru umsagnir Vegagerðarinnar, MÍ og samþykki næsta nágranna.
Skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu, þar sem um samþykki nágranna liggur fyrir og að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt
 
4. Búhóll 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi - 2405057
Sótt er um byggingarleyfi fyrir gestahúsi að stærð 52 m2 á lóðinni Búhóll 2 við Arndísarstaði í Bárðardal. Fyrirliggjandi eru umsagnir Vegagerðarinnar, MÍ og samþykki næsta nágranna.
Skipulagsnefnd fellur frá grenndarkynningu, þar sem um samþykki nágranna liggur fyrir og að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þess eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt
 
Sigurður Guðni Böðvarsson bar upp vanhæfi sem var samþykkt og vék af fundi kl. 9:20.
 
5. Gautlönd 1 - umsókn um stofnun lóðar - 2405022
Tekin fyrir umsókn frá Jörgen Heiðari Þormóðssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda um stofnun þriggja lóða úr landi Gautlanda 1. Tvær þeirra eru undir núverandi mannvirki. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðanna Gautlönd 1A, 1B og 1C og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt
 
6. Gautlönd 2 - umsókn um stofnun lóðar - 2405021
Tekin fyrir umsókn frá Jörgen Heiðari Þormóðssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda um stofnun þriggja lóða undir núverandi mannvirki á Gautlöndum 2. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðanna Gautlönd 2A, 2B og 2C og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt
 
7. Gautlönd 3 - umsókn um stofnun lóðar - 2312016
Tekin fyrir umsókn frá Jörgen Heiðari Þormóðssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda um stofnun tveggja lóða úr landi Gautlanda 3. Önnur er undir núverandi mannvirki en hin fyrir fyrihugað íbúðarhús. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðanna Gautlönd 3A og 3B og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt
Sigurður kom inn á fund á ný kl. 9:34
 
8. Arnarvatn 2 B - umsókn um stofnun lóðar - 2406032
Tekin fyrir umsókn frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda um stofnun lóðar úr landi Arnarvatns 2. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar úr landi Arnarvatns 2 og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt
 
9. Fluga - umsókn um breytta stærð lóðar - 2406020
Lögð er fram merkjalýsing fyrir breytingu á afmörkun á landspildunni Flugu (L220229). Spildan stækkar úr 11 ha og verður um 12,5 ha eftir stækkun.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á stærð landspildunni Flugu og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Samþykkt
 
10. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2405041
Tekin fyrir að nýju erindi frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 vegna skilgreiningar íbúðasvæðis að Vogum 1, Mývatnssveit. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 21. júní 2023. Skipulagslýsingin var kynnt með athugasemdafresti frá og með 26. maí til og með 16. júní 2023.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna og forsendur hennar íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísan í afgreiðslu sveitarstjórnar á 28. fundi frá 22. júní 2023.
Samþykkt
 
11. Vogar - breyting á skipulagi - 2405027
Tekin fyrir beiðni landeiganda Voga 1 um heimild til breytingar á deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis og frístundasvæðis vegna skilgreiningar lóða fyrir íbúðir í stað frístundahúsa auk breytingar á vegtenginu.
Einnig er óskað eftir breytingu á breytingu á gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 til samræmis við fyrirliggjandi áætlanir.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna breytingu á deiliskipulagi Voga 1 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
 
12. Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis - 2305013
Deiliskipulagsbreyting Hótel Laxár var auglýst 18. mars með athugasemdarfresti til 29. apríl 2024 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúrufræðistofu Þingeyinga, landeigendum Arnarvatns 1 og 2, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Hótels Laxár skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar heimildir til framkvæmda verða gefnar fyrr en búið er að fá álit Skipulagsstofnunar á matsskyldu. Nefndin bendir á að í greinargerð deiliskipulagsins segir að kynna skuli teikningar fyrir skipulagsnefnd sem sýna fyrirkomulag bygginga.
Samþykkt
 
13. Spennistöð í Reykjahlíð - umsókn um stofnun lóðar - 2402057
Rarik óskar eftir lóð undir spennistöð til að afhenda heimtaug fyrir hleðslustöð á lóð nr. 8 við Hraunveg. Í gildi er deiliskipulag þéttbýlis í Reykjahlíð.
Erindið var grenndarkynnt eigendum Hraunvegar 8 og 10. Helluhrauns 1, 3, 5, 7A 9, 10, 17, 18, Hlíðarvegs 2, Reykjahlíðar 1 auk þess sem umsagna var óskað frá UST og Minjastofnun Íslands.
Engin athugasemd barst en umsagnir bárust frá báðum umsagnaraðilum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
 
14. Göngu- og hjólastígur - 2308015
Vegna breytinga á hönnun göngu- og hjólastígs við Mývatn 21. september 2022 þar sem hann liggur við Óhappstjórn var óskað eftir breytingu á leyfi Umhverfisstofnunar á þeim kafla. Breytingin felst í að fallið er frá brú og gerð fylling við stöðvar 1260-1300.
Máli frestað.
Frestað
 
15. Niðurdælingaholur fyrir förgun þéttivatns í Kröflu - umsagnarbeiðni - 2406028
Erindi dagsett 13. júní 2024 þar sem Skipulagsstofnun óskar umsagnar Þingeyjarsveitar vegna máls nr. 0772/2024 í skipulagsgátt. Um er að ræða áform um borun tveggja, allt að 300 m djúpra borhola fyrir áframhaldandi niðurdælingu þéttivatns frá Kröflustöð. Markmið framkvæmdarinnar er að auka heildarniðurdælingargetu þéttivatns og um leið draga úr umhverfisáhrifum á Dallæk þar sem meginhlua þéttivatns er fargað í dag.
Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Skipulagsnefnd telur, með vísan í fyrri ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 28. maí 2020 varðandi niðurdælingaholu vegna förgunar þéttivatns frá Kröflustöð, að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld og þarfnast deiliskipulagsbreytingar. Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt
 
16. Lautarvegur 12 og 14 - umsókn um lóð - 2406031
Trésmiðjan Sólbakki ehf. sækir um lóðir við Lautarveg 12 og 14 á Laugum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalag í auglýsingu um afslátt á gatnagerðargjöldum verði lagfært þannig að ljóst verði hvernig og með hvaða hætti lóðum verði úthlutað.
Málinu er frestað.
Frestað
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 12:00.
 
 
 
 
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.