Formaður setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá þrjú mál, nr. 13. Skútustaðir 3B - umsókn um stofnun lóðar, mál nr. 14. Breiðumýri 1 og 2 - afmörkun jarðar og skipting á landi og mál nr. 15. Fremstafell - umsókn um byggingarleyfi fyrir bogahýsi.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Strípar við Kálfaströnd, stígagerð - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2408010
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð göngustíga og útsýnispalla niður að Strípum við Kálfastrandarvog.
Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem gerð var á skipulagi Höfða og umhverfi Ytrivoga sem tók gildi 28. maí 2024.
Með framkvæmdinni er verið að vernda viðkvæma náttúru fyrir ágangi og bæta aðgengi og öryggi ferðamanna. Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og leggur áherslu á vandaðan frágang og umgengni á framkvæmdatíma þar sem um er að ræða viðkvæman gróður og nútímahraun. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfið út í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
2. Kárhóll land - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu - 2407011
Sótt er um byggingarleyfi fyrir stálgrindahús að stærð 102,4 m2 í landi Kárhóls í Reykjadal. Lóðin er óbyggð. Landeignin er skráð sumarbústaðaland og er landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið né minjaskráning.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin landeigendum Daðastaða og Kárhóls, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt
3. Dæli - umsókn um byggingarleyfi fyrir skemmu - 2408012
Sótt er um byggingarleyfi fyrir vélaskemmu að stærð 240 m2 í landi Dælis/Grímsgerðis í Fnjóskadal. Landeignin er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið né minjaskráning.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformin. Byggingafulltrúa er falið að óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands, Veiðifélags Fnjóskár og Fiskistofu. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt
4. Litluvellir - umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á jörðinni - 2408014
Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahús að stærð 45 m2 í landi Litluvalla í Bárðardal. Landeignin er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið né minjaskráning.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformin. Byggingafulltrúa er falið að óska efir umsögn Minjastofnunar Íslands. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt
5. Arnarvatn 2 bílskúr - umsókn um byggingarleyfi - 2407010
Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílskúr að stærð 80 m2 á lóð Arnarvatns 2B. Lóðin er 400 m2, óbyggð og er landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið né minjaskráning.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum, samkvæmt 2 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt
6. Húsatún, breytt heiti í Hlöðufell - umsókn um breytingu staðfangs - 2406053
Sótt er um breytingu á staðfangaskráningu. Í stað Húsatúns (L222538) verð skráð staðfangið Hlöðufell.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og telur nýtt staðfang samræmast reglugerð um skráningu staðfanga nr. 577/2017.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela byggingafulltrúa að ganga frá breytingunni.
Samþykkt
Skipulagsfulltrúi bar upp vanhæfi undir þessum lið sem var hafnað af nefndinni. Skipulagsfulltrúi sat fundinn til upplýsinga en tók ekki þátt í umræðum.
7. Spennistöð í Reykjahlíð - umsókn um stofnun lóðar - 2402057
Breyting á deiliskipulagi þéttbýlis Reykjahlíðar vegna spennistöðvar til að afhenda heimtaug fyrir hleðslustöð á lóð nr. 8 við Hraunveg var grenndarkynnt frá 8. maí til 8. júní 2024. Í bókun skipulagsnefndar frá 20. mars 2024 kom fram hverjir áttu að fá grenndarkynninguna en þau mistök urðu að eigendur Reykjahlíðar 1 fengu ekki grenndarkynnt gögn. Athugasemd hefur borist frá Guðrúnu Maríu Valgeirsdóttur þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við uppsetningu hraðhleðslustöðva á þessu svæði vegna kraðaks og umferðaröngþveitis án þess að þetta komi til viðbótar.
Deiliskipulagsbreytingin hefur tekið gildi.
Nefndinni þykir mjög leitt að framkvæmd grenndarkynningarinnar hafi verið ábótavant og tekur undir afsökunarbeiðni skipulagsfulltrúa þess efnis til landeiganda Reykjahlíðar 1.
Framkvæmdin er smá í sniðum, lítið samfélagsmannvirki sem nefndin beitti sér fyrir að yrði komið fyrir á þegar röskuðu svæði, og er að umfangi sambærileg því sem einstaklingum er heimilt að reisa á lóðum sínum án sérstaks leyfis.
Það afsakar ekki mistök, en skýrir þá afstöðu nefndarinnar að hún aðhafist ekki frekar í málinu.
Samþykkt
8. Nýjibær lóð Flatey - umsókn um stofnun stækkun lóðar - 2407008
Sótt er um breytingu lóðamarka fyrir Nýjabæ L206917 í Flatey. Um er að ræða stækkun lóðar til vesturs svo hún nái einnig utan um grunn af uþb. 5 m2 skúr. Lóðin er um 1.500 m2 fyrir stækkun og nemur stækkunin um 1.000 m2.
Skipulagnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á lóðamörkum miðað við framlögð gögn. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar til undirrituð merkjalýsing hefur borist.
Frestað
9. Berjalaut úr landi Bergsstaða - umsókn um stofnun lóðar - 2407014
Tekin fyrir umsókn frá Kristni Halli Sveinssyni merkjalýsanda f.h. Benedikts Arnbjörnssonar um stofnun 2.467 m2 sumarhúsalóðar að Bergsstöðum. Staðfang nýrrar lóðar verður Berjalaut. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Skv. aðalskipulagi er heimilt að byggja allt að 3 sumarhús á hverju lögbýli.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar. Málinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt
10. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2405041
Vinnslutillaga breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 vegna frístundasvæðis í landi Voga 1, var kynnt frá 26. júní til 5. ágúst 2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Mílu, Rarik, Minjastofnun Íslands, Jóhanni Friðriki Kristjánssyni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Landvernd, Fjöreggi, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni og Skógræktinni.
Skipulagsnefnd telur að umsagnir við vinnslutillögu aðalskipulags gefi ekki tilefni til breytinga á kynntum gögnum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
Samþykkt
11. Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi - 2405027
Vinnslutillaga deiliskipulagsbreytingar vegna Voga 1, þar sem verið er að skipuleggja íbúðarlóðir, var kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 26.júní til 5. ágúst 2024. Umsagnir bárust frá Mílu, Rarik, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Jóhanni Friðriki Kristjánssyni, Landvernd, Heilbrigðiseftirliti Norðurlandi eystra, Fjöreggi, Vegagerðinni og Skógræktinni.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu.
Frestað
12. Goðafoss, deiliskipulagsbreyting - beiðni - breyting á skipulagi - 2402069
Deiliskipulagsbreyting Goðafoss var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 290/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 29. maí til 10. júlí 2024.
Umsagnir bárust frá Hestamiðstöðinni Saltvík, Stefáni Helga Kristjánssyni, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og UST.
Brugðist er við umsögn Umhverfisstofnunar og samráð skal haft við Vegagerðina vegna þverunar yfir Goðafossveg. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Goðafoss skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Samþykkt
13. Skútustaðir 3B - umsókn um stofnun lóðar - 2408022
Tekin fyrir umsókn frá Ásu Margréti Einarsdóttur merkjalýsanda f.h. Ríkissjóðs um stofnun 21.504 m2 lóðar úr lóðinni Skútustöðum 3A. Staðfang nýrrar lóðar verður Skútustaðir 3B.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar. Málinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt
14. Breiðumýri 1 og 2 - afmörkun jarðar og skipting á landi - 2408023
Tekin fyrir umsókn frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda f.h. Friðgeirs Sigtryggssonar um staðfestingu á afmörkun Breiðumýrar 2 og skiptingu á landi milli Breiðumýrar 1 og 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu. Málinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt
15. Fremstafell 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bogahýsi - 2408016
Sótt er um byggingarleyfi fyrir bogahús að stærð 60 m2 á Fremstafelli 2 í Kinn. Svæðið er landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið né minjaskráning.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformin. Byggingafulltrúa er falið að óska eftir umsögn Minjastofnunar Íslands. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi að fenginni jákvæðri umsögn umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 12:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.