28. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

18.09.2024

28. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 18. september kl. 09:00

Fundarmenn

Nanna Þórhallsdóttir
Haraldur Bóasson
Sigurður Böðvarsson
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Agnes Einarsdóttir

Starfsmenn

Rögnvaldur Harðarson
Anna Bragadóttir.

Fundargerð ritaði: Anna Bragadóttir, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Borplan við Kröflustöð - skipulagsmál - 2409033
Landsvirkjun óskar eftir afstöðu Þingeyjarsveitar um að hefja framkvæmdir við stækkun borplans um 600 m2 við niðurdælingasvæði. Í gildi er deiliskipulag Kröfluvirkjunar og er svæðið innan bygginga- og framkvæmdarsvæðis. Í viðauka með deiliskipulaginu kemur fram að ekki verði gefin út framkvæmda- eða byggingarleyfi fyrr en Landsvirkjun hefur sannað eignarhald á landi og vísað er í dóm Hæstaréttar í máli nr. 560/2009.
Skipulagsnefnd telur að ákvæði í viðauka við deiliskipulag hafi ekki áhrif þar sem um er að ræða stækkun á núverandi borplani og tilheyrir nauðsynlegum mannvirkjum til orkuframleiðslu.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki framkvæmaleyfisskyld með tilliti til umfangs framkvæmdar, varanleika og áhrifa á landslag og ásýnd umhverfis og önnur umhverfisáhrif. Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt
 
2. Olnbogaás Hótel Laxá - umsókn um stöðuleyfi - 2409035
Hótel Laxá óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám vegna endurbóta á hótelinu á komandi mánuðum.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir gámi á lóð Hótels Laxár í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Leyfið skal vera veitt til eins árs.
Samþykkt
 
Sigurður bar upp vanhæfi og var það samþykkt. Sigurður vék af fundi kl. 9:16
3. Gautlönd 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós - 2404008
Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að stærð 34,2 m2 við vesturhlið fjóssins á Gautlöndum 1C. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið og er það á landbúnaðarlandi skv. aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands.
Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fenginni jákvæðri umsögn umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt
Sigurður kemur aftur inn á fund kl. 9:27.
 
4. Hellukot, einbýlishús - umsókn um byggingarleyfi - 2409031
Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 107,4 m2 á nýstofnaðri lóð, Hellukoti á Grímsstöðum. Ekki er í gildi deiliskipulag en skv. gildandi aðalskipulagi er heimilt að reisa allt að þrjú íbúðarhús á hverju lögbýli auk íbúðarhúsa sem fyrir eru (miðað við árslok 2011). Eitt hús hefur verið reist á svæðinu frá 2011. Ný íbúðarhús skulu, eftir því sem við verður komið, nýta sömu heimreið, vera í ákveðnum tengslum og samhengi við aðra byggð á jörðinni og fylgja eftir því sem kostur er byggðarmynstri viðkomandi svæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, veitustofnana og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt af fjórum nefndarmönnum en Agnes Einarsdóttir greiðir atkvæði á móti þar sem fyrirhugað hús er innan 200 m frá vatnsbakka.
Samþykkt
 
5. Hlíðarkot úr landi Hlíðar - umsókn um stofnun lóðar - 2408039
Tekin fyrir umsókn frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda f.h. Ólafs Ingólfssonar um stofnun 5.927 m2 lóðar úr landi Hlíðar í Kinn. Staðfang nýrrar lóðar verður Hlíðarkot. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt
 
6. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2405041
Vinnslutillaga breytingar á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023 vegna frístundasvæðis í landi Voga 1, var kynnt frá 26. júní til 5. ágúst 2024 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var samþykkt til auglýsingar í sveitarstjórn þann 22. ágúst 2024. Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu þess þann 5. september 2024. Í tillögunni kemur fram að svæði breytist úr frístundasvæði í íbúðarsvæði og heimilt verði að reisa 6 íbúarhús. Vegna innlimunar núverandi íbúðarhúss á landbúnaðarlandi í ÍB-reitinn láðist að telja það með í aðalskipulagsbreytingunni. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúðarhúsa verði 7 og er lögð fram tillaga þannig breytt.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan send á ný til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
Samþykkt
 
7. Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi - 2405027
Vinnslutillaga deiliskipulagsbreytingar vegna Voga 1, þar sem verið er að skipuleggja íbúðarlóðir, var kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 26.júní til 5. ágúst 2024. Umsagnir bárust frá Mílu, Rarik, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Jóhanni Friðriki Kristjánssyni, Landvernd, Heilbrigðiseftirliti Norðurlandi eystra, Fjöreggi, Vegagerðinni og Skógræktinni.
Málinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 14. ágúst 2024. Lögð eru fram breytt skipulagsgögn vegna umræðu og athugasemda.
Skipulagsnefnd telur að í ljósi beiðnar frá Vogabúi ehf, varðandi starfsmannahús sem fjallað er um í máli nr. 8 í fundargerð, að byggingarreitur Þ7 verði óbreyttur og fjallað verði um breytingar vegna starfsmanna- og ferðaþjónustuhúsa í heild sinni. Sveitarfélagið fer fram á að vegur að íbúðarsvæði uppfylli kröfu Vegagerðarinnar sem héraðsvegur. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan, þannig breytt, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
 
8. Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi - 2409034
Tekin fyrir beiðni frá Ólöfu Þ. Hallgrímsdóttur f.h. Vogabús ehf. um heimild til breytingar á deiliskipulagi Voga 1, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð vegna fimm ferðaþjónustuhúsa. Óskað er eftir byggingarreit til að rúma allt að fimm 50 m2 ferðaþjónustuhús. Þremur þeirra var veitt stöðuleyfi til eins árs á fundi skipulagsnefndar þann 13. maí 2024 og verður breytingin þannig að þau fái varanlega stöðu ásamt tveimur í viðbót.
Skipulagsnefnd óskar eftir skýrari og heildstæðari upplýsingum um fyrirhugaða uppbyggingu starfsmanna- og ferðaþjónustuhúsa á svæðinu. Málinu er frestað.
Frestað
 
9. Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar - 2309017
Deiliskipulagsbreyting Hofstaða var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 213/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 6. mars með athugasemdarfresti til 17. apríl 2024. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Rarkik, Náttúrufræðistofnun Íslands og Veiðifélagi Laxár og Krákár.
Umsagnir gáfu tilefni til breytinga frá auglýstu skipulagi þar sem vegslóða hefur verið bætt inn. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Hofstaða skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
 
10. Kröfluvirkjun niðurdælingaholur - beiðni - breyting á skipulagi - 2405024
Á fundi skipulagsnefndar 13. maí 2024 var Landsvirkjun heimilað að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu Kröfluvirkjunar vegna fjölgunar þéttivatnshola til niðurdælingar.
Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulagsins þar sem tvær nýjar niðurdælingaholum er bætt við fast við núverandi holu. Landsvirkjun hefur tilkynnt framkvæmd við niðurdælingarholur til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
 
 
Fundi slitið kl. 11:45.
 
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins