30. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

20.11.2024

30. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Seiglu miðvikudaginn 20. nóvember kl. 09:00

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson

Nanna Þórhallsdóttir

Haraldur Bóasson

Sigurður Böðvarsson

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Rögnvaldur Harðarson

Anna Bragadóttir

Fundargerð ritaði: Anna Bragadóttir, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.

Jarðstrengur frá Auðnum í Ljótsstaði - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2410021

 

RARIK ohf. sækir um framkvæmdaleyfi til að plægja 12kV háspennustreng frá sjónvarpssendi á Auðnum að Ljótsstöðum í Laxárdal, um 3,7 km leið.

 

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis og leggur áherslu á vandaðan frágang. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að gefa framkvæmdaleyfið út í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

2.

Kvíaból, skógrækt - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2409041

 

Tekin fyrir að nýju umsókn frá Hauki Marteinssyni um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt á Kvíabóli í Kinn. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 16. október 2024 þar sem bókað var að erindið skuli grenndarkynnt nágrönnum og leitað umsagnar hjá umhverfisnefnd, Minjastofnun og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Erindið var grenndarkynnt frá 21. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024.
Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi og fela skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar varðandi fornleifaskráningu svæðisins.

 

Samþykkt

 

   

Ingimar Ingimarsson starfsheitiSviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kemur inn á fundinn kl. 11:13.

3.

Lóðaúthlutunarreglur - 2410036

 

Lögð er fram tillaga að reglum um lóðaúthlutanir í Þingeyjarsveit.

 

Sigríður Hlynur leggur fram tillögu að fellt verði út orðalagið „s.s. útboðsaðferð“ í 2. gr. lið 2.3. Tillagan var borin upp til atkvæða, tveir greiddu atkvæði með, einn sat hjá og tveir voru á móti. Tillagan var felld.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir reglur um lóðaúthlutanir og vísar þeim til sveitarstjónar. Sigríður Hlynur sat hjá.

 

Samþykkt

Ingimar Ingimarsson yfirgefur fundinn kl. 11:36.

 

   

Árni Geirsson skipulagsráðgjafi frá Alta kemur inn á fundinn kl. 9:18 gegnum fjarfundarbúnað.

4.

Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun - 2308006

 

Tekin fyrir tillaga að nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar. Skipulags- og matslýsingar að endurskoðun aðalskipulags fyrir Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit voru samþykkt til kynningar í ágúst 2020 og kynntar fyrir íbúum og hagsmunaaðilum á opnum fundum í október 2020. Eftir sameiningu sveitarfélaganna árið 2022 voru gögnin sameinuð og unnið að gerð vinnslutillögu aðalskipulags fyrir nýtt sveitarfélag. Vinnslutillaga var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 20. desember 2023 með athugasemdarfresti til 5. febrúar 2024. Um 120 umsagnir og athugasemdir bárust sem unnið hefur verið úr á vinnufundum skipulagsnefndar.
Fyrir liggur greinargerð, umhverfismatsskýrsla og uppdrættir. Vegir í náttúru Íslands eru lagðir fram samhliða.

 

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa, formanni nefndarinnar og skipulagsráðgjafa að uppfæra gögn til samræmis við umræður og að fjar- og grannsvæðum vatnsverndar verður bætt við þegar upplýsingar um þau liggur fyrir. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.

 

Samþykkt

Árni Geirsson skipulagsráðgjafi frá Alta yfirgefur fundinn kl. 11:05.

 

   

5.

Stækkun orkuvinnslusvæðis og ný toppþrýstingsvirkjun á Þeistareykjum - beiðni - breyting á skipulagi - 2411013

 

Tekin fyrir beiðni frá Landsvirkjun dagsett 13. nóvember 2024 um að í endurskoðun aðalskipulags verði teknar inn fyrirhuguð áform um virkjun toppþrýstings sem virkjar umframþrýsting gufunnar sem aflað er. Einnig er óskað eftir stækkun vinnslusvæðis með þremur nýjum borteigum vestan við Bæjarfall, sunnan við núverandi teiga í því skyni að stefnubora undir fjallið. Gera þarf breytingar á hverfisvernd, stækka iðnaðarsvæðið og hækka hámarks framleiðslugetu úr 200 MW í 210 MW vegna betri nýtingar m.t.t. nýrrar tækni.

 

Skipulagsnefnd samþykkir toppþrýstingsvirkjun og hækkun framleiðslugetu svæðisins í 210 MW. Nefndin samþykkir stækkun iðnaðarsvæðisins til suðurs en hafnar framkvæmdum á og við hverasvæðið. Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu aðalskipulags Þingeyjarsveitar.

 

Samþykkt

 

   

6.

Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2405041

 

Breyting á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna breytinga frístundasvæðis í íbúðarsvæðis var auglýst samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. , í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. október 2024. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Landvernd, Vegagerðinni, Fjöreggi og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins í ljósi umfangs og úrvinnslu athugasemda.

 

Frestað

 

   

7.

Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi - 2405027

 

Deiliskipulagsbreyting Voga I, frístundabyggð breytt í íbúðarbyggð, var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. október 2024. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Landvernd, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Fjöreggi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Slökkviliði Þingeyjarsveitar og Landi og skógum.

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins í ljósi umfangs athugasemda og úrvinnslu athugasemda.

 

Frestað

 

   

8.

Vogar 1, starfsmannahús - breyting á skipulagi - 2409034

 

Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags Voga 1, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð vegna fimm starfsmannahúsa.
Skilgreindur er byggingarreitur innan nýrrar lóðar til að rúma allt að fimm 50 m2 starfsmannahús. Þremur þeirra var veitt stöðuleyfi til eins árs á fundi skipulagsnefndar þann 13. maí 2024 og verður breytingin þannig að þau fái varanlega stöðu ásamt tveimur í viðbót.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

9.

Kröfluvirkjun niðurdælingaholur - beiðni - breyting á skipulagi - 2405024

 

Deiliskipulagsbreyting Kröfluvirkjunar vegna niðurdælingarhola var auglýst í Lögbirtingablaðinu , skipulagsgátt mál nr. 1189/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Hafrannsóknarstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Kröfluvirkjunar vegna niðurdælingarhola með þeim breytingum sem gerðar voru vegna innkominna umsagna skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.