31. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

11.12.2024

31. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Þingey miðvikudaginn 11. desember kl. 09:00

Fundarmenn

Knútur Emil Jónasson

Nanna Þórhallsdóttir

Haraldur Bóasson

Sigurður Guðni Böðvarsson

Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson

Starfsmenn

Rögnvaldur Harðarson

Anna Bragadóttir

Fundargerð ritaði: Anna Bragadóttir, skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.

Fosshóll - umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi - 2412010

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að stærð 113,4 m2 á landi Fosshóls. Húsið verður á grunni núverandi húss sem verður fjarlægt.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að falla frá grenndarkynningu þar sem um óveruleg frávik frá núverandi byggingu er að ræða og að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsín skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

 

Samþykkt

 

   

2.

Reykjatröð 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi - 2412009

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 23 m2 á lóð nr. 7 í Reykjatröð í Fnjóskadal. Fyrirhuguð bygging er með einhalla þaki, vegghæð 3,7 m og stefnu samsíða lóðamörkum.
Í gildi er deiliskipulag frá 2020. Þar eru skilmálar um mænisþak, hámarks vegghæð 3 m og mænisstefna skal vera sem næst norður-suður en aðstöðuhús má vera með mænisstefnu þvert á hana.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áform um framkvæmdir og frávik frá deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

3.

Arnstapabyggð 11- umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi - 2412004

 

Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 208,6 m2 á lóð nr. 11 við Arnstapa í Ljósavatnsskarði. Í gildi er deiliskipulag frá 2007 sem var breytt 2021.
Fyrirhuguð bygging víkur frá deiliskipulagi þar sem vegghæð á stafni fer yfir 4,6 m og mænisstefna víkur frá uppgefinni stefnu á skipulagi um nokkrar gráður.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áform um framkvæmdir og frávik frá deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Samþykkt

 

   

4.

Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2405041

 

Breyting á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna breytinga frístundasvæðis 332-F í íbúðarsvæði var auglýst samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Landvernd, Vegagerðinni, Fjöreggi og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 20. nóvember 2024 í ljósi umfangs og úrvinnslu athugasemda.

 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins með vísan í afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar Voga 1.

 

Frestað

 

   

5.

Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi - 2405027

 

Deiliskipulagsbreyting Voga I, frístundabyggð breytt í íbúðarbyggð, var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Landvernd, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Fjöreggi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Slökkviliði Þingeyjarsveitar og Landi og skógum. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 20. nóvemer 2024 í ljósi umfangs athugasemda og úrvinnslu athugasemda.

 

Í ljósi innkominna athugasemda telur skipulagsnefnd að fara þurfi betur yfir hluta skipulagsins og felur skipulagsfulltrúa, formanni og varaformanni nefndarinnar og að ræða við framkvæmdaraðila í samræmi við umræður. Málinu er frestað.

 

Frestað

 

   

6.

Hringvegur - Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli- umsagnarbeiðni, kynning matsáætlunar - 2412003

 

Tekin fyrir beiðni frá Skipulagsstofnun um til ákvörðunar um matsskyldu vegna fyrirhugaðrar framkvæmda sem felst í byggja nýja 84 m langa og tvíbreiða brú yfir Skjálfandafljót á Hringvegi við Fosshól, við hlið núverandi brúar, auk vega sem tengja nýja brú við núverandi vegakerfi. Nýr og endurbyggður vegur og brú verða samtals um 1,5 km löng.

 

Skipulagsnefnd telur að ekki sé nægjanlega gerð grein fyrir reiðleiðum og bendir á að nú sé tækifæri til að gera skoðun á vegtengingu suður Bárðardal með tilliti til umferðaröryggis. Að öðru leyti telur skipulagsnefnd að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Í gildi er deiliskipulag Goðafoss og umhverfis sem var síðast breytt 24. sept 2024. Gera þarf breytingu á deiliskipulaginu vegna vegtenginga. Framkvæmdin er framkvæmdaleyfisskyld. Vakin er athygli á að auglýsing á tillögu nýs aðalskipulags hefur ekki farið fram en vinnslutillaga þess var kynnt í upphafi árs. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.