Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
15.01.2025
32.fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
Knútur Emil Jónasson
Haraldur Bóasson
Sigurður Guðni Böðvarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Nanna Þórhallsdóttir
Rögnvaldur Harðarson
Anna Bragadóttir
Nanna boðaði forföll með skömmum fyrirvara og því ekki kallaður til varamaður á þann hluta fundar sem fram fór þann 15. janúar.
Formaður bar upp tillögu kl. 12.10. um að fundi yrði frestað um viku, til 22. janúar kl. 9:00. Samþykkt samhljóða.
Fundi framhaldið þann 22.01. kl. 9. Allir aðalmenn mættir til framhaldsfundar.
Dagskrá:
1. |
Krafla, niðurdælingaholur - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2501013 |
|
Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun tveggja niðurdælingarhola til förgunar á þéttivatni frá Kröflustöð. Framkvæmdin felur í sér borun tveggja niðurdælingarhola sem verða staðsettar á sama svæði og borhola frá 2022, þ.e. við suðurenda kæliturnanna í Kröflu. Framkvæmdin er í samræmi við breytingu á skipulagi Kröfluvirkjunar sem tekur gildi þann 16. janúar 2025. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna tveggja niðurdælingarhola fyrir förgun þéttivatns frá Kröflustöð. Framkvæmdin er í samræmi við breytingu á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar, sem auglýst var í B-deild stjórnartíðinda 16. janúar 2025. Áréttað er mikilvægi vöktunar grunnvatnshlotsins Krafla-Bjarnarflag og að fyrir liggi aðgerðaráætlun um viðbrögð sýni vöktun neikvæð áhrif á grunnvatn. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Arnstapabyggð 11- umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi - 2412004 |
|
Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 208,6 m2 á lóð nr. 11 við Arnstapa í Ljósavatnsskarði. Í gildi er deiliskipulag frá 2007 sem var breytt 2021. Fyrirhuguð bygging víkur frá deiliskipulagi þar sem vegghæð á stafni fer yfir 4,6 m og mænisstefna víkur frá uppgefinni stefnu á skipulagi um nokkrar gráður. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags Arnstapa samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Reykjatröð 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi - 2412009 |
|
Sótt er um byggingarleyfi fyrir hús að stærð 23 m2 á lóð nr. 7 í Reykjatröð í Fnjóskadal. Fyrirhuguð bygging er með einhalla þaki, vegghæð 3,7 m og stefnu samsíða lóðamörkum. Í gildi er deiliskipulag frá 2020. Þar eru skilmálar um mænisþak, hámarks vegghæð 3 m og mænisstefna skal vera sem næst norður-suður en aðstöðuhús má vera með mænisstefnu þvert á hana. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá skilmálum gildandi deiliskipulags Reykja samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Búvellir - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjós - 2412033 |
|
Sótt er um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi að stærð 488 m2 á á Búvöllum L153845 í Aðaldal, tengt núverandi útihúsum. Gert er ráð fyrir að byggingin rúmi 54 kýr auk mjólkurhúss og aðstöðu. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. |
||
Knútur vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna aðkomu að undirbúningi málsins. Skipulagsnefnd greiddi atkvæði um hæfi Knúts og var hæfi hans samþykkt samhljóða. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Garður - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu - 2412023 |
|
Sótt er um byggingarleyfi fyrir sólstofu að stærð 39,9 m2 við íbúðarhús í Garði lóð 1 í Mývatnssveit. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands, Náttúruverndarstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist ásamt leyfi Náttúruverndarstofnunar um framkvæmd innan friðlýstra svæða. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Bústaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr - 2412022 |
|
Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílskúr að stærð 42 m2 á lóð Bústaða L231165 í Aðaldal. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin nágrönnum, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Náttúruverndarstofnunnar og Vegagerðarinnar. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Merkjagróf 1 og 3 - umsókn um breyttar stærðir lóða - 2410016 |
|
Tekin fyrir umsókn frá Guðmundi H. Gunnarssyni merkjalýsanda um breytta stærð lóðanna Merkjagrófar 1 og 2. Í gildi er deiliskipulag Hróarsstaða sem nær yfir lóðirnar frá 1996. Breyting var gerð árið 2011 þar sem lóðastærðum var breytt. Málinu var frestað á fundi nefndarinnar 16. október 2024. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Fosshóll og Rauðá - umsókn um stofnun lóðar - 2501010 |
|
Tekin fyrir umsókn frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda Fosshóls L153406, Rauðá lóð L153452 og Rauðá lóð L153453 um lagfæringu á landamerkjum jarðanna vegna skörunar í eldri gögnum. Fyrir liggur undirrituð merkjalýsing. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið verslunar- og þjónustusvæði og landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Úlfsbær - umsókn um stofnun lóðar - 2501009 |
|
Tekin fyrir umsókn frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda Úlfsbæjar í Bárðardal um stofnun lóðar að stærð 13.180,2 m2 og innan hennar er íbúðarhús og ræktað land. Ekki eru áform um breytta landnotkun. Fyrir liggur undirrituð merkjalýsing. Staðfang nýrrar lóðar verður Úlfsbær lóð 2. Í gildandi aðalskipulagi er svæðið landbúnaðarland en ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Aðalskipulag Norðurþings - umsögn - 2309003 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Norðurþingi um umsögn um vinnslutillögu Aðalskipulags Norðurþings 2025-2045. |
||
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við sveitarfélagamörk sem eru ekki í samræmi við sveitarfélagamörk eins og þau eru í tillögu að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044. |
||
Samþykkt |
||
|
||
11. |
Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 - 2405041 |
|
Breyting á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna breytinga frístundasvæðis 332-F í íbúðarsvæði var auglýst samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Samhliða var auglýst tillaga að deiliskipulagi. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Landvernd, Vegagerðinni, Fjöreggi og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 20. nóvember og 11. desember 2024 . |
||
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps, vegna frístundasvæðis 332-F í Vogum, skv. 32. gr. skipulagslaga. Málinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
12. |
Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi - 2405027 |
|
Deiliskipulagsbreyting Voga I, frístundabyggð breytt í íbúðarbyggð, var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/201, í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr. 830/2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og í Hlaupastelpunni frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Landvernd, Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Fjöreggi, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Slökkviliði Þingeyjarsveitar og Landi og skógum. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 20. nóvember og 11. desember 2024. |
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1 skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem fram koma í svörum við athugasemdum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
13. |
Aldeyjarfoss - deiliskipulag - 2406041 |
|
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss í Skjálfandafljóti í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
14. |
Laugaból - beiðni - breyting á skipulagi - 2501008 |
|
Tekin fyrir beiðni frá Hilmari Haukssyni um að í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044 verði gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa á lóðum sem skipt hefur verið út í landi Laugabóls í Reykjadal, Laugaból 4 og 5 . |
||
Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu aðalskipulags Þingeyjarsveitar. Málinu vísað til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
15. |
Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030 - 2401083 |
|
Lögð fram tillaga að heildarstefnu sveitarfélagsins 2024-2030. |
||
Lagt fram. |
||
Lagt fram |
||
|
Skipulagsnefnd þakkar Önnu Bragadóttur fyrir samstarfið á undanförnu ári.
Fundi slitið kl. 22.1. 12:10.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.