Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
20.10.2022
5. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 20. október kl. 09:00
Agnes Einarsdóttir
Einar Örn Kristjánsson
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.
Dagskrá:
1. Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026
2. Syðra Fjall 2 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til Skógræktar - 2208022
3. Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 - 2210001
4. Stekkur - umsókn um byggingarheimild - 2210017
5. Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031 - Heildarendurskoðun - 2210024
1. |
Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026 |
|
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Fjósatungu - frístundabyggð frá Ómari Ívarssyni dags. 12. október 2022. Deiliskipulag var unnið fyrir svæðið árin 2019-2020 og samþykkt til gildistöku þann 23. september 2021. Samþykkt deiliskipulagsins var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úr gildi gildistöku skipulagsins með úrskurði nr. 179/2021 vegna annmarka í skilmálum um nýtingarhlutfall og fráveitu. Uppfærð tillaga liggur nú fyrir. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita samráðs við nágranna og kynna tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu - frístundabyggðar, forsendur hennar og umhverfismat, íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
Samþykkt |
||
Atli Steinn Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis. |
||
2. |
Syðra Fjall 2 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til Skógræktar - 2208022 |
|
Tekin fyrir að nýju umsókn frá Sveinbirni Sigurðssyni um heimild til skógræktar að Syðrafjalli II, Aðaldal. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. ágúst þar sem bókað var að byggingarfulltrúa yrði falið að leita umsagna Minjastofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um framkvæmdina. |
||
Umsagnir sem bárust frá Minjastofnun og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga gefa ekki tilefni til breytinga á áformunum að mati nefndarinnar. |
||
3. |
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010 - 2210001 |
|
Tekið fyrir erindi dags. 3.október 2022 frá skrifstofu Alþingis þar sem óskað er umsagnar Þingeyjarsveitar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010, 144.mál. |
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að umsögn í samræmi við umræður á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
4. |
Stekkur - umsókn um byggingarheimild - 2210017 |
|
Tekin fyrir umsókn dags. 9. október 2022 frá Jóni Ingasyni og Aðalheiði Kjartansdóttur þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir frístundahús í landi Vatnsenda og svo byggingarleyfi fyrir sama húsi á frístundalóðinni Stekk við Ljósavatn. |
||
Skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi í landi Vatnsenda fyrir frístundahúsi til flutnings til 12 mánaða. Umsækjandi skal tryggja eldvarnir og aðgang slökkviliðs. Nefndin felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfið. |
||
Samþykkt |
||
5. |
Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031 - Heildarendurskoðun - 2210024 |
|
Tekið fyrir erindi frá Ólafi Elvari Júlíussyni f.h. Skaftárhrepps þar sem óskað er umsagnar við tillögu að Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031. Þess var óskað að athugasemdir bærust fyrir 4.okt s.l. |
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031. |
||
Samþykkt |
||
6. |
Skipulagsnefnd - Önnur mál - 2208021 |
|
Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fóru yfir mál á sínu borði. Vinna við endurskoðun aðalskipulags er í fullum gangi og unnið er úr tillögum landeigenda og hagsmunaaðila um áform í nýju aðalskipulagi. Byggingarfulltrúi upplýsir nefndina um stöðu framkvæmda við uppbyggingu við Jarðböðin. |
||
Lagt fram |