Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
16.11.2022
6. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Hlíðavegi 6 miðvikudaginn 16. nóvember kl. 09:00
Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Ingi Yngvason, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Sigurður Böðvarsson.
Atli Steinn Sveinbjörnsson og Helga Sveinbjörnsdóttir.
Dagskrá:
Léttsteypa byggingarleyfi – 2206044
Bjarnarflag 2 Umsókn um byggingarleyfi - 2208043
Sandabrot - lóðastofnun úr Vogum 3 - 2211022
Umsókn um byggingarleyfi - Arnstapabyggð 5 - 2208023
Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi – 2201012
Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs - 2209030
Fjósatunga - deiliskipulag – 1905026
Þeistareykir - deiliskipulag – 2002013
Hólabak - nafnabreyting – 2210041
Hvarf - hnitsetning landamerkja - 2210034
Sólvangur 4, nafnabreyting – 2211023
Einar Örn Kristjánsson vék af fundi vegna vanhæfis, Ingi Yngvason tók sæti hans
1. |
Léttsteypa byggingarleyfi - 2206044 |
|
|
Tekin fyrir að nýju umsókn frá Jóni Inga Hinrikssyni frá því í mars s.l. um byggingarleyfi Léttsteypunnar fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði. Áður hafði verið sótt um byggingarleyfi árið 2017 sem var gefið út og undirstöður steyptar. Sótt er um byggingarleyfi á grunni áður útgefins byggingarleyfis. Á fundi nefndarinnar þann 21. september 2022 var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um. Athugasemdir bárust í grenndarkynningu. |
|
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir áliti lögfræðings á þeim samningum og gögnum sem liggja til grundvallar og frestar afgreiðslu erindisins. |
|
||
Frestað |
|
||
|
|||
2. |
Bjarnarflag 2 Umsókn um byggingarleyfi - 2208043 |
|
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 18.ágúst 2022 frá Yngva Ragnari Kristjánssyni f.h. Kristjáns Stefánssonar þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir skemmu á lóðinni Bjarnarflag 2. Skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum. Grenndarkynningu er lokið. |
|
||
Viðbrögð sem bárust við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til breytingar á fyrirliggjandi áformum. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|||
3. |
Sandabrot - lóðastofnun úr Vogum 3 - 2211022 |
|
|
Tekið fyrir erindi dags 1. nóvember 2022 frá Stefáni Jakobssyni þar sem sótt erum stofnun lóðarinnar Sandabrot úr landi Voga 3. Meðfylgjandi eru F550 blað, umsóknareyðublað til sveitarfélagsins og hnitsettur uppdráttur af áætlaðri lóð. |
|
||
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að sjá um stofnun lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
|
||
Samþykkt |
|
||
Ingi Yngvason vék af fundi, Einar Örn Kristjánsson tók sér sæti að nýju |
|
||
4. |
Umsókn um byggingarleyfi - Arnstapabyggð 5 - 2208023 |
|
|
Tekið fyrir að nýju erindi dags. 12. ágúst 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Arnstapabyggð 5. Á 2.fundi skipulagsnefndar var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna byggingaráformin fyrir nágrönnum, landeiganda og öðrum hagsmunaaðilum. |
|
||
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|||
5. |
Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi - 2201012 |
|
|
Teknar fyrir að nýju tillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og deiliskipulagi Skóga í Fnjóskadal. Skipulagsáformin fela í sér að skilgreindri frístundabyggð vestan Illugastaðavegar er breytt í íbúðabyggð og byggingarheimildir rýmkaðar. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 140 fm hámarksgrunnfleti húsa á 9 lóðum sem eru 4.080 - 6.673 fm. Samkvæmt breytingartillögu rýmka byggingarheimildir þannig að hámarksnýtingarhlutfall verði 0,1. Afmörkun lóða og byggingarreita verður óbreytt. Sömuleiðis er lóð 8 í frístundabyggðinni austan Illugastaðavegar minnkuð að beiðni Vegagerðarinnar. Erindið var síðast á dagskrá skipulagsnefndar þann 24. ágúst 2022 þar sem lagt var til við sveitarstjórn tillögurnar yrðu samþykktar til auglýsingar með athugasemdafresti frá og með miðvikudeginum 14. september til og með miðvikudeginum 26. október. Ekki voru gerðar athugasemdir við auglýsta tillögu. Áður voru tillögunar kynntar íbúum og hagsmunaaðilum á vinnslustigi í júní 2022. Opið hús var að Kjarna, Laugum þann 11. júlí 2022. Áður hefur verið kynnt skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. |
|
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og breytingu á deiliskipulagi Skóga verði samþykktar og að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um málsmeðferð í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|||
6. |
Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs - 2209030 |
|
|
Tekin fyrir að nýju beiðni um heimild til breytingar á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar dags. 11. nóvember s.l. frá verkfræðistofunni Eflu fyrir hönd Landsnets. Nefndin tók fyrir skipulags og matslýsingu á fundi sínum 21. september s.l. og lagði til að við sveitarstjórn að hún skyldi kynnt íbúum og hagsmunaaðilum. Skipulagslýsingin var auglýst með athugasemdafrestir frá og með 28. september til og með 26. október. Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna sem bárust. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. |
|
||
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir upplýsingum í samræmi við umræður á fundinum og kynna tillöguna og forsendur hennar íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|||
7. |
Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026 |
|
|
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Fjósatungu, frístundabyggð dags. 12. október frá Landslagi. Erindið var síðast á fundi skipulagsnefndar þann 20. október s.l. þar sem nefndin bókaði að skipulagsfulltrúa yrði falið að leita samráðs við nágranna og kynna tillöguna, forsendur hennar og umhverfismat. Kynningarfundur var haldinn að Kjarna, Laugum þann 27. október s.l. Deiliskipulag var unnið fyrir svæðið árin 2019-2020 og samþykkt til gildistöku þann 23. september 2021. Samþykkt deiliskipulagsins var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úr gildi gildistöku skipulagsins með úrskurði nr. 179/2021 vegna annmarka í skilmálum um nýtingarhlutfall og fráveitu. Uppfærð tillaga liggur nú fyrir. |
|
||
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu frístundabyggðar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|||
8. |
Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013 |
|
|
Bjarni Reykjalín og Árni Ólafsson koma á fund og kynna stöðu skipulagsgerðar að Þeistareykjum, valkosti við útfærslu áningarstaða. |
|
||
Lagt fram |
|
||
|
|||
9. |
Hólabak - nafnabreyting - 2210041 |
|
|
Tekið fyrir erindi frá Helgu Sveinbjörnsdóttur þar sem sótt er um að lóðin L207347 Hafralækur lóð fái nafnið Hólabak. |
|
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|
||
10. |
Hvarf - hnitsetning landamerkja - 2210034 |
|
|
Tekið fyrir erindi frá Ólafi Stefánssyni varðandi staðfestingu á landamerkjum Hvarfs. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af umræddri landareign og staðfesting allra hlutaðeigandi landeigenda. |
|
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við hnitsetningu landamerkja jarðarinnar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|||
11. |
Sólvangur 4, nafnabreyting - 2211023 |
|
|
Tekið fyrir erindi dags 13. nóvember 2022 frá Líneyju Rúnarsdóttur þar sem sótt er um að Sólvangur 3 og Sólvangur 4 víxli nöfnum. Sólvangur 3 er frístundahús en Sólvangur 1, 2 og 4 eru íbúðarhús. |
|
||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við nafnabreytingu lóðanna og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. |
|
||
Samþykkt |
|
||
|
|||
Fundi slitið kl. 12:20.