Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
18.01.2023
8. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn Að Hlíðavegi 6 miðvikudaginn 18. janúar kl. 09:00
Agnes Einarsdóttir, Einar Örn Kristjánsson, Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Sigurður Böðvarsson
Atli Steinn Sveinbjörnsson og Bjarni Reykjalín
Dagskrá:
1. Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs - 2209030
2. Skógarmelar 8, Fnjóskadal - 2212018
3. Byggingarleyfi að Hróarstungu 3 - 2212011
4. Breyting á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar - 2212010
5. Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026
6. Umsókn um stofnun lóðarinnar Gamla tún - 2002026
7. Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035
8. Beiðni um endurskoðun á skilgreiningu og stærð lóðar Hólabrautar á Laugum - 2301001
9. Breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar - 2301002
10. Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi - 2212003
11. Jarðböðin stækkun - umsókn um byggingarleyfi - 2111009
Í upphafi fundar óskar formaður eftir því að liður 11 verði tekinn fyrir á fundi nefndarinnar með afbrigðum. Samþykkt samhljóða. |
|
1. Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs - 2209030 |
|
Tekin fyrir að nýju beiðni dags. 11. nóvember s.l. frá verkfræðistofunni Eflu fyrir hönd Landsnets um heimild til breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022. Skipulagslýsingin var auglýst með athugasemdafresti frá og með 28. september til og með 26. október. Erindið var síðast á fundi nefndarinnar þann 16. nóvember þar sem bókað var að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 skyldi kynnt fyrir íbúum og hagsmunaaðilum. Tillagan var kynnt á opnu húsi þann 24. nóvember og frestur til að gera athugasemdir gefinn til 2. desember 2022. |
|
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar. |
|
Samþykkt |
|
2. Skógarmelar 8, Fnjóskadal - 2212018 |
|
Tekin fyrir umsókn dags. 14. desember s.l. um byggingarleyfi að Skógarmelum 8 frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni f.h. Rene Hellwig. Um er að ræða 74,3 fm frístundahús á einni hæð úr timbri. Meðfylgjandi er afstöðu- og útlitsmynd dags. 7. desember 2022. Áformin eru í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal. |
|
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
Samþykkt |
|
Knútur vekur athygli á mögulegu vanhæfi og víkur af fundi undir þessum lið. |
|
3. Byggingarleyfi að Hróarstungu 3 - 2212011 |
|
Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Hróarsstöðum frá Almari Eggertssyni f.h. Stefaníu Einarsdóttur dags. 19. desember 2022. Um er að ræða 71 fm frístundahús úr timbri á einni hæð. Óskað er eftir heimild til þess hliðra til byggingarreit sökum mikils landhalla. Í gildi er deiliskipulag sumarhúsalóða á Hróarsstöðum frá 1996 sem sýnir legu byggingarreita án hnitsetningar. Meðfylgjandi er afstöðu- og útlitsmynd dags. 27. nóvember 2022. |
|
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita álits viðeigandi stofnana varðandi færslu byggingarreits með tilliti til fjarlægðar frá Fnjóská og gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd tekur erindið fyrir að nýju þegar umsagnir viðeigandi stofnana hafa borist. |
|
Samþykkt |
|
Knútur tekur sæti á fundinum að nýju. |
|
Einar vekur athygli á mögulegu vanhæfi og víkur af fundi undir þessum lið. |
|
4. Breyting á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar - 2212010 |
|
Tekin fyrir að nýju tillaga frá Teiknistofu Arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar dags. 8. desember 2022. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 14. desember s.l. þar sem skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillagan var grenndarkynnt þann 19. desember 2022 og athugasemdafrestur gefinn til og með mánudeginum 16. janúar 2023. Athugasemdir bárust í grenndarkynningu. |
|
Athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu gefa ekki tilefni til breytingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að sjá um gildistöku breytingu á deiliskipulagi Bjarnarflagsvirkjunar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
Samþykkt |
|
Einar tekur sæti á fundinum að nýju. |
|
5. Fjósatunga - deiliskipulag - 1905026 |
|
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Fjósatungu frístundabyggðar dags. 12. október 2022. Deiliskipulag var unnið fyrir svæðið árin 2019-2020 og samþykkt til gildistöku þann 23. september 2021. Samþykkt deiliskipulagsins var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úr gildi gildistöku skipulagsins með úrskurði nr. 179/2021 vegna annmarka í skilmálum um nýtingarhlutfall og fráveitu. Uppfærð tillaga liggur nú fyrir. |
|
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afla umsagna lögaðila sem ekki bárust innan tilskilins frests. Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulag Fjósatungu frístundabyggðar. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um gildistöku deiliskipulagsins í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir við áformin sem gefa tilefni til breytinga á tillögunni. |
|
Samþykkt |
|
6. Umsókn um stofnun lóðarinnar Gamla tún - 2002026 |
|
Tekin fyrir að nýju umsókn frá Þórhalli Kristjánssyni dags. 19. febrúar 2020 um stofnun lóðarinnar Gamla tún í landi Bjarkar. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps tók erindið fyrir þann 8. apríl 2020 og samþykkti samhljóða að fresta afgreiðslu erindisins þar til deiliskipulag svæðisins hefur öðlast gildi. Deiliskipulag fyrir svæðið var samþykkt í sveitarstjórn þann 19. apríl 2022 og hefur fengið birtingu í B deild stjórnartíðindina. |
|
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar Gamla tún samkvæmt gildandi deiliskipulagi og felur byggingarfulltrúa að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
Samþykkt |
|
7. Vegagerðin - Ný lega Norðausturvegar 85-02 um Skjálfandafljót í Kinn - 1808035 |
|
Tekið fyrir að nýju erindi varðandi áætlaða veglínu Norðausturvegar 85-02. Eftir samskipti á árunum 2019-2020 hefur sveitarfélaginu borist afstöðumynd af þeirri veglínu sem er í samræmi við bókanir skipulags- og umhverfisnefndar sem og sveitarstjórnar frá þeim tíma. |
|
Skipulagsnefnd vekur athygli á að skipulags- og umhverfisnefnd lagði til á fundi sínum 10. febrúar 2022 við sveitarstjórn að samþykkt yrði að umrædd veglína yrði sett inn í vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd lagði áherslu á að bætt yrði við tengingu við Útkinnarveg í samræmi við fyrri bókun nefndarinnar, sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 3. mars 2022. Skipulagsnefnd ítrekar fyrri afgreiðslur skipulags- og umhverfisnefndar og sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar gömlu. |
|
Samþykkt |
|
8. Beiðni um endurskoðun á skilgreiningu og stærð lóðar Hólabrautar á Laugum - 2301001 |
|
Tekin fyrir beiðni dags. 29. desember s.l. frá Birnu Björnsdóttur um endurskoðun á skilgreiningu og stærð lóðarinnar Hólabrautar, Laugum. Samkvæmt afsali frá 1957 er skráð stærð lóðarinnar 1600 fm. Vorið 2022 kom í ljós ósamræmi um skilgreind lóðamörk og því er þörf á að lóðin sé mæld upp og afmörkun samþykkt. |
|
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. |
|
Frestað |
|
Einar vekur athygli á mögulegu vanhæfi sem starfsmaður Landsvirkjunar og óskar eftir því að taka ekki þátt í afgreiðslu málsins og vék af fundi. |
|
9. Breyting á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar - 2301002 |
|
Tekin fyrir beiðni dags. 3. janúar s.l. frá Axel Vali Birgissyni f.h. Landsvirkjunar um heimild til breytingar á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar. Um er að ræða skilgreiningu 200 m langs mannvirkjabeltis, M-11, þar sem áformað er að grafa niður lögn frá gasþvottastöð við Þeistareykjavirkjun að niðurdælingarsvæði við borsvæði B-P. |
|
Skipulagsnefnd telur fyrirhugaðar framkvæmdir falla að notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi svæðisins og að áformin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila. Skipulagsfulltrúa er falið að fara með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa er falið að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum. |
|
Samþykkt |
|
Einar tekur sæti á fundinum að nýju. |
|
10. Kvígindisdalur lóð - umsókn um byggingarleyfi - 2212003 |
|
Tekið fyrir að nýju byggingarleyfi frá Eiði Jónssyni dags. 1. desember 2022 um nafnabreytingu og byggingarleyfi að Kvígindisdal. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 14. desember s.l. og bókað að erindið yrði tekið fyrir að nýju þegar tilskilin gögn hafi borist. Fyrir liggur afstöðumynd og byggingarlýsing dags. 25. ágúst 2022. |
|
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaáform fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
Samþykkt |
|
11. Jarðböðin stækkun - umsókn um byggingarleyfi - 2111009 |
|
Tekin fyrir með afbrigðum beiðni frá Guðmundi Þór Birgissyni f.h. Jarðbaðanna þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja vinnubúðir innan deiliskipulags Jarðbaðanna í samræmi við meðfylgjandi gögn. Um er að ræða 40 svefneiningar, mötuneyti og skrifstofur. Áætlað er að rekstur vinnusvæðisins standi í allt að 2,5 ár. |
|
Skipulagsnefnd fellst ekki á að staðsetning vinnubúða innan deiliskipulags Jarðbaðanna geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir því til framkvæmdaraðila að gerð verði breyting á deiliskipulagi Jarðbaðanna þar sem gerð sé grein fyrir stærð og umfangi búðanna, veitukerfum, bílastæðum, tímamörkum og frágangi svæðisins eftir að búðirnar hafa verið fjarlægðar. Staðsetja skal starfsmannabúðir með eins nákvæmum hætti og unnt er á skipulagsuppdrætti. |
|
Hafnað |
Fundi slitið kl. 12:20.