81. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

16.09.2016

81. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

  Skipulags- og umhverfisnefnd – 16.09.2016

_______________________________________________________________________

81. fundur.

16. september 2016 kl. 10:00 -11:45

Fundarstaður:  Kjarni

__________________________________________________________________________

Fundarmenn:                                                           Starfsmenn:

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.              Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                              (fundarritari)

Nanna Þórhallsdóttir                                      Jónas Friðriksson, umsjónarmaður fasteigna og

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson                     framkvæmda

Kári Karlsson                                                (varamaður í fjarveru Sæþórs Gunnsteinssonar)                 

 

Dagskrá:

  1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag.
  2. Láfsgerði.  Umsókn um byggingarleyfi.
  3. Sorpflokkunarsvæði í landi Stórutjarna.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  4. Ljósleiðari í Þingeyjarsveit.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  5. Rangá.  Breyting á aðal- og deiliskipulagi.

 

1. Hólsvirkjun.  Aðal- og deiliskipulag                     S20160401

Tekið fyrir að nýju erindi dags 10. maí 2016 frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem lögð er fram kynningarskýrsla dags. í maí 2016 f.h. Arctic Hydro ehf vegna áforma um að reisa 5,2 MW vatnsaflsvirkjun í landi jarðanna Yrta-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal.  Erindið var síðast tekið til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 20. júní s.l.  Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská.  Í skýrslunni er tilhögun virkjunar og áætlaðar framkvæmdir kynntar lauslega.  Um leið er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna samráðs og kynninga fyrir hagsmunaaðila á svæðinu.

Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum 11. maí s.l:  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi en lýsir yfir vilja sínum til að hafa samstarf við framkvæmdaaðila fyrirhugaðrar virkjunar m.a. að hafa samvinnu um almennan kynningarfund þar sem tillagan og forsendur hennar verði kynntar fyrir íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum áður en lengra verður haldið í framkvæmda- og undirbúningsferlinu.

Boðað var til almenns kynningarfundar í Stórutjarnaskóla  mánudaginn 6. júní s.l. þar sem

fulltrúar Arctic Hydro ehf og Eflu verkfræðistofu kynntu virkjunarhugmyndirnar og sátu fyrir svörum.

Innkomið nýtt erindi dags. 20. júní frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem hún sækir um f.h. Arctic Hydro ehf heimild til að vinna deiliskipulag af fyrirhuguðu virkjanasvæði á kostnað framkvæmdaaðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Með umsókn fylgir skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi.

Sveitarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar um að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á sinn kostnað af fyrirhuguðu virkjanasvæði í samræmi við framlagða skipulagslýsingu og með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lýsinguna vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins eins 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með umsagna- og athugasemdafresti frá og með 30. júní til og með 21. júlí s.l.

Athugasemdir/umsagnir komu frá eftirfarandi aðilum:  Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

Vegagerðin og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerðu engar athugasemdir.  Umhverfisstofnun telur að í lýsingunni sé gerð grein fyrir þeim þáttum sem þörf er á og í því umfangi sem væntanlegar tillögur gefa tilefni til.  Ítarlegri umsagnir komu frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kom athugasemdunum/umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu þar sem  nefndin lagði áherslu á að að við breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags yrðu innkomnar umsagnir/athugasemdir umsagnaraðila hafðar að leiðarljósi.

Innkomin eftirfarandi ný gögn 13. september 2016:

  • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2023.  Efla verkfræðistofa.
  • Tillaga að deiliskipulagi, uppdráttur með greinargerð.  Efla verkfræðistofa.
  • Jarðfræði, gróðurfar og fuglalíf á áhrifasvæði Hólsvirkjunar.  Náttúrstofa Norðausturlands.
  • Sérfræðiskýrsla vatnalíf.  Tumi Tumason fiskifræðingur.
  • Fornleifaskráning.  Fornleifastofnun Íslands.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar þar sem tillögurnar og forsendur þeirra og umhverfismat verða kynntar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2. Láfsgerði.  Umsókn um byggingarleyfi,         S20160804

Tekið fyrir að nýju erindi dags 16. ágúst 2016 frá Hólmfríði S. Haraldsdóttur þar sem hún sækir um heimild til að setja niður ca. 60 m² aðflutta kennslustofu sem fyrirhugað er að nýta sem gestahús á lóð Láfsgerðis, norðan við það hús sem fyrir er skv. meðfylgjandi afstöðumynd frá HSÁ teiknistofu og teikningum af viðkomandi húsi.

Skipulags- og byggingarfulltrúa grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum, Vegagerðinni og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Grenndarkynningu lauk inna fjögurra vikna þar sem allir sem fengu send grenndarkynningargögn höfðu samþykkt byggingaráformin fyrir sitt leyti áður en frestur til að svara rann út.

Þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni felur skipulags- og umhverfisnefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarleyfisumsóknina eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

3. Sorpflokkunarsvæði í landi Stórutjarna.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.   S20160903

Erindi dags 13. september 2016 frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir nýju sorpflokkunarsvæði í landi Stórutjarna í Ljósavatnsskarði samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og afstöðumynd frá Strendingi verkfræðistofu f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf sem mun sjá um framkvæmdina.  Ásvaldur Æ. Þormóðsson vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við aðalskipulag, en þar sem deiliskipulag vegna væntanlegra framkvæmda liggur ekki fyrir og um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag varðandi landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir næstu nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins 44. gr. framangreindra laga mælir fyrir um.  Nefndin leggur jafnframt til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið skv. 13. -16. gr.  skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 komi ekki fram neinar athugasemdir í fyrirhugaðri grenndarkynningu.

4. Ljósleiðari í Þingeyjarsveit.  Umsókn um framkvæmdaleyfi                         S20160904

Erindi frá Steinmari Rögnvaldssyni f.h. Tengis ehf, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Þingeyjarsveit skv. yfirlitsmynd frá Tengi ehf sem annast mun lagningu ljósleiðarans skv. samkomulagi við  Þingeyjarsveit. 

Skipulags- og umherfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir væntanlegri ljósleiðaralögn skv. 13. -16. gr.  skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 á grundvelli framangreindra framlagðra gagna.  Í framkvæmdaleyfi verði lögð sérstök áhersla á eftirtalin atriði:

  • Við val lagnaleiða verði lögð áhersla á lágmarks röskun á landi .  Þar sem ekki verður komist hjá sýnilegu raski skal græða upp plóg- og hjólför með tilliti til staðargróðurs.
  • Hafa skal samráð við landeigendur eða umráðamenn landeigna við val á lagnaleiðum.
  • Hafa skal samráð við minjavörð Norðurlands eystra varðandi hugsanlegar fornminjar á lagnaleiðinni.
  • Þar sem fyrirhugað er að leggja ljósleiðara um svæði sem eru á náttúruminjaskrá eða um svæði sem njóta sérstakrar verndar skv. lögum ber að hafa samráð við fulltrúa Umhverfisstofnunar á svæðinu.

5. Rangá.  Breyting á aðal- og deiliskipulagi.                  S20160905

Erindi dags 13. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. landeigenda, þar sem sótt er um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangár í Köldukinn þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 10 smáhýsi vegna ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að hvert smáhýsi verði um 30 m² og þau m.a. leigð út til ferðamanna. Gert er ráð fyrir nýjum vegi að þessum húsum frá þjóðvegi nr. 851.

 

Mögulegt er til framtíðar gera upp núverandi hlöðu og fjárhús sem yrðu nýtt vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu.

Einnig er óskað eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem svæði fyrir smáhýsi verður skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð.

 

Meðfylgjandi er loftmynd þar sem sýnd er mögulegt staðsetning smáhýsa ásamt mögulegri veglegu og tenginu við þjóðveg ásamt mögulegu útliti smáhýsa.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn erindinu og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að vinna og leggja fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna nýs deiliskipulags skv. 1. mgr. 30. gr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Vakin er athygli á því að umsækjandi skal samhliða því að leggja fram skipulagslýsingu óska eftir heimild sveitarstjórnar til að vinna deiliskipulag af svæðinu sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Fundi slitið.