Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
20.02.2017
87. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna mánudaginn 20. febrúar kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson
Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda
Dagskrá:
1. Hólsvirkjun. Aðal- og deiliskipulag. S20160401
Tekið fyrir að nýju erindi dags 10. maí 2016 frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem lögð er fram kynningarskýrsla dags. í maí 2016 f.h. Arctic Hydro ehf vegna áforma um að reisa 5,2 MW vatnsaflsvirkjun í landi jarðanna Yrta-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal. Erindið var síðast tekið til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 20. júní s.l. Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská. Í skýrslunni er tilhögun virkjunar og áætlaðar framkvæmdir kynntar lauslega. Um leið er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna samráðs og kynninga fyrir hagsmunaaðila á svæðinu.
Skipulags- og umhverfisnefnd færði eftirfarandi til bókar á fundi sínum 11. maí s.l: Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til málsins á þessu stigi en lýsir yfir vilja sínum til að hafa samstarf við framkvæmdaaðila fyrirhugaðrar virkjunar m.a. að hafa samvinnu um almennan kynningarfund þar sem tillagan og forsendur hennar verði kynntar fyrir íbúum svæðisins og öðrum hagsmunaaðilum áður en lengra verður haldið í framkvæmda- og undirbúningsferlinu.
Boðað var til almenns kynningarfundar í Stórutjarnaskóla mánudaginn 6. júní s.l. þar sem
fulltrúar Arctic Hydro ehf og Eflu verkfræðistofu kynntu virkjunarhugmyndirnar og sátu fyrir svörum.
Innkomið nýtt erindi dags. 20. júní frá Brynju Dögg Ingólfsdóttur hjá Eflu verkfræðistofu þar sem hún sækir um f.h. Arctic Hydro ehf heimild til að vinna deiliskipulag af fyrirhuguðu virkjanasvæði á kostnað framkvæmdaaðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með umsókn fylgir skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi.
Sveitarstjórn staðfesti samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar um að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á sinn kostnað af fyrirhuguðu virkjanasvæði í samræmi við framlagða skipulagslýsingu og með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lýsinguna vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins eins 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um með umsagna- og athugasemdafresti frá og með 30. júní til og með 21. júlí s.l.
Athugasemdir/umsagnir komu frá eftirfarandi aðilum: Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Vegagerðin og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerðu engar athugasemdir. Umhverfisstofnun telur að í lýsingunni sé gerð grein fyrir þeim þáttum sem þörf er á og í því umfangi sem væntanlegar tillögur gefa tilefni til. Ítarlegri umsagnir komu frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kom athugasemdunum/umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu þar sem nefndin lagði áherslu á að að við breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags yrðu innkomnar umsagnir/athugasemdir umsagnaraðila hafðar að leiðarljósi.
Innkomin eftirfarandi ný gögn 13. september 2016:
Haldinn var kynningarfundur í Stórutjarnaskóla 3. október s.l. eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um. Ekki komu fram neinar athugasemdir á fundinum sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunum.
Á fundi sínum 12. október s.l. lagði skipulags- og umhverfisnefnd til að eftirfarandi kafla yrði bætt inn í greinargerð með aðalskipulagsbreytingunni:
Jarðstrengur:
„Samhliða gerð virkjunarinnar verður lagður 33 kV jarðstrengur frá stöðvarhúsi virkjunarinnar að Rangárvöllum á Akureyri. Strengurinn verður plægður eða grafinn niður eftir aðstæðum á lagnaleiðinni. Lagning jarðstrengs tilheyrir virkjunarframkvæmdunum og er því hluti af framkvæmdaleyfisskyldri heildarframkvæmd. Áður en framkvæmdaleyfi virkjunarinnar verður gefið út skal leggja fram uppdrátt sem sýnir lagnaleiðina ásamt yfirlýsingu landeigenda/umráðamanna landeigna og sveitarfélaga á strengleiðinni um að þau leggist ekki gegn framkvæmdinni.“
Nefndin gerði ekki aðrar athugasemdir við tillögurnar á því stigi og lagði til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa yrði falið að senda Skipulagsstofnun tillögu að breytingu á aðalskipulagi svo breytta til athugunar eins og. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Í bréfi Skipulagsstofnunar dags 22. nóvember 2016 lagðist stofnunin ekki gegn því að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 yrði auglýst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem fram komu í bréfinu.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi voru auglýstar skv. 31. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti frá og með 2. desember 2016 til og með 13. janúar 2017.
Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Fiskistofu og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Vegagerðin:
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Vegagerðin gerir athugasemd við að byggingarreitur stöðvarhúss er teiknaður upp að Fnjóskadalsvegi eystri (835) og því inn á veghelgunarsvæði. Það vantar nánari staðsetningu á stöðvarhúsi, fjarlægð frá vegi og stærð þess. Einnig vantar upplýsingar um það hvernig frárennsli frá stöðvarhúsi er háttað þar sem gert er ráð fyrir því að það fari undir veg. Vegagerðin gerir ekki aðrar athugasemdir við skipulagið en bendir á að hafa þarf samráð tímalega vegna framkvæmda á veghelgunarsvæði. |
Byggingarreitur verður færður út fyrir veghelgunarsvæði. Frárennsli verður leitt undir veg í einföldu ræsi, sem hannað verður í samráði við Vegagerðina. Framkvæmdir verða í samráði við Vegagerðina.
|
Náttúruverndarnefnd Þingeyinga:
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Nefndin fjallaði um málið og þau gögn sem fyrir liggja. Hún telur að öll tiltæk gögn sýni vel fram á möguleg áhrif sem Hólsvirkjun mun hafa, og auglýstar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagstillaga gefi góða heildarmynd af framkvæmdinni. Neikvæð áhrif af framkvæmdinni eru talin óveruleg á náttúrufar. Á þessu stigi gerir nefndin ekki athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagstillögu. |
Gefur ekki tilefni til svara. |
Veðurstofan:
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Hólsdalur: Greinilegt er á landslagi og ummerkjum i botni dalsins að stór snjóflóð eru nokkuð tíð á Hólsdal. Lónstæðið er utarlega a dalnum þar sem snjóflóðahætta virðist mun minni en innar. Snjóflóð geta þó fallið úr hlíðum til beggja handa ofan lónsins og ekki er hægt að útiloka að þau geti orsakað flóðbylgju í lóninu sem Ieiði til stíflurofs. Hugsanleg flóðbylgja vegna slíks stíflurofs er þó ekki talin geta ógnað byggð á svæðinu eins og hún er í dag. |
Eins og Veðurstofan bendir á, er lónið utan svæðis þar sem snjóflóðahætta er mikil. Gert er ráð fyrir að hönnun stíflu og mat flóðahættu, m.a. vegna stíflurofs, verði í samræmi við norskar reglur um hliðstæðar stíflur, þannig að skemmdir á stíflu vegna flóðbylgju valdi ekki hættu. |
Gönguskarð:Líkt og á Hólsdal virðast stór snjóflóð vera nokkuð algeng á dalnum. Lónstæðið er yst dalnum þar sem fjallshlíðarnar eru teknar að lækka og því virðist lítil hætta á snjóflóðum ofan í lónið. Hins vegar gætu aurskriður fallið í lónið úr lausum jarðlögum beggja vegna dalbotnsins í miklum leysingum eða haustrigningum. |
Lón á Gönguskarði er mjög lítið og engin miðlun er í því. Aurskriður gætu fræðilega valdið tjóni á mannvirkjum en m.v. fornminjar á svæðinu hefur slíkt ekki gerst um mjög langa hríð, ummerki um fornar rústir af seli eru merki um það. Þar sem lónið er lítið, mun það ekki valda umtalsverðum flóðtoppum í hugsanlegum náttúruhamförum.
|
Rétt væri að meðalrennsli Árbugsár eftir ársfjórðungum eða mánuðum kæmi fram í skýrslunni svo hægt sé að gera sér grein fyrir því hve stór hluti vatnsins verði tekinn úr Árbugsá. Sagt er að rennsli um foss í Árbugsá verði lítillega skert. |
Langtímarennslismælingar í Hólsá og Gönguskarðsá liggja ekki fyrir, en hafa ber í huga, að vatnasvið virkjaðs rennslis er tæp 60% af vatnasviði Árbugsár við nefndan foss. |
Minjastofnun
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Lagning jarðstrengs frá stöðvarhúsi Hólsvirkjunar til Rangárvalla á Akureyri tilheyrir virkjunarframkvæmdunum og er hluti af framkvæmdarleyfisskyldri heildarframkvæmd. Minjastofnun gerir kröfu um að fornleifafræðingur skrái fyrirhugaða lagnaleið. Í framhaldi þarf tillagan að lagnaleið að koma til umsagnar hjá Minjastofnun Íslands, sem eftir tilvikum kann að fara fram á breytingu á lagnaleiðinni eða að ráðist sé í mótvægisaðgerðir vegna fyrirséðs rasks á fornleifum. Þetta er í samræmi við 16. og 21 gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 |
Jarðstrengur frá virkjuninni til Akureyrar tilheyrir dreifikerfi Rariks. Í deiliskipulagi kemur fram að strengurinn verði 33 kV og plægður í jörð. Ekki er gerð sérstök grein fyrir legu strengsins á deiliskipulagi en sveitarfélagið mun veita framkvæmdaleyfi fyrir strengnum á grundvelli aðalskipulags.
Ekki verður veitt leyfi til framkvæmda fyrr en skráning hefur farið fram og Minjastofnun veitt umsögn, sbr. þau fyrirmæli sem fram koma í umsögninni. |
Minjastofnun fer fram á að allar skráðar fornleifar verði vel merktar og girtar af áður en framkvæmdir hefjast. Í þessum tilgangi er best að setja litríka flagglínu utan um hvern minjastað. |
Í deiliskipulagstillögu eru settir fram skilmálar um að á framkvæmdatíma skuli merkja inn allar fornminjar sem skráðar hafa verið, til þess að minnka líkur á raski vegna slysni eða vangár. |
Skv. skipulagstillögu og skráningarskýrslu munu framkvæmdir raska friðuðum fornleifum og/eða lenda innan friðhelgaðs svæðis þeirra í 28 tilvikum (upptalning). Ef framkvæmdaraðili getur ekki tryggt öryggi þeirra fornleifa sem tilgreindar eru hér að ofan vegna fyrirhugaðra framkvæmda, mun Minjastofnun gefa fyrirmæli um mótvægisaðgerðir sem verða grundvöllur þess að leyfi fáist til röskunar. Mótvægisaðgerðir myndu felast í fornleifauppgreftri sem eftir atvikum geta verið könnunarskurðir sem og allsherjar uppgröftur fornleifa. Mótvægisaðgerðir þessar þurfa að vinnast af hæfum fornleifafræðingi í samráði við minjavörð Norðurlands eystra. |
Ef nauðsynlegt reynist að raska fornleifum vegna framkvæmdanna, verða mótvægisaðgerðir ákveðnar í samráði við minjavörð í samræmi við þessi fyrirmæli. |
Gert er ráð fyrir í skipulagi að vegur liggi í gegnum selstæði Hólssels (SÞ-109:026). Í skráningarskýrslu segir m.a. á bls. 13: „Miðlína vegarins er 5-6 m vestan við tóftir F og I og eru þær því í stórhættu vegna vegagerðar. Seljatóftirnar mynda eina heild og lendir minjaheildin öll í stórhættu við vegagerð í gegnum selstæðið.“ Minjastofnun er mótfallin því að vegur verði lagður í gegnum selstæðið og mælist til að fundin verði leið framhjá minjasvæðinu. |
Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að styrkja núverandi slóða á svæðinu með því að leggja burðarlag á óhreyft yfirborð. Að ósk Minjastofnunar er lögð til önnur veglína ofan minjasvæðisins og verður deiliskipulagsuppdrætti breytt í samræmi við það. Ný leið veldur mun meira raski en upphafleg tillaga, en skerðir ekki minjaheild Hólssels. Nákvæm útsetning á leiðinni verður gerð í samráði við minjavörð. |
Umhverfisstofnun:
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Umhverfisstofnun tekur undir það að meginframkvæmdasvæðið mun verða við stíflugerðina í Hólsdal og við lagningu þrýstipípu. Því er lykilatriði að mati stofnunarinnar að staðið verði vel að framkvæmdum og mikilvægt að væntanlegir verktakar þekki skilmála þá sem fram koma í greinargerð. |
Tekið er undir sjónarmið Umhverfisstofnunar og lögð áhersla á að skilmálar verði skýrir við útgáfu framkvæmdaleyfis. |
Steypti hluti stíflu í Hólsdal er áætlaður 35 m að lengd og mesta hæð steyptrar stíflu er 10 m. Heildarlengd stíflu er áætluð 150 m. Að mati Umhverfisstofnunar mun slík framkvæmd hafa veruleg sjónræn áhrif á svæði sem er ósnortið af framkvæmdum. |
Eins og fram kemur í tilkynningu um framkvæmd, munu stífla á Hólsdal og framkvæmdir við hana hafa töluverð áhrif á landslag og ásýnd. Þar kemur einnig fram, að framkvæmdasvæðið er mjög lokað af og á fáförnum slóðum. Stífla og lón sjást hvergi frá vegum eða öðrum alfaraleiðum. Þeir sem helst verða varir við sjónræn áhrif framkvæmdarinnar, eru landeigendur í fjárleitum. Áhrifin eru því staðbundin og samræmast ákvæðum laga og stefnumörkun stjórnvalda. |
Að mati Umhverfisstofnunar er afar mikilvægt að vel takist til við frágang á gróðri á pípuleiðinni til að forðast neikvæð sjónræn áhrif. Stofnunin telur mikilvægt að staðargróður verði ræktaður þar sem sár myndast og yfirborð jarðvegs verði í sömu hæð og umhverfið til að ekki myndist línur í landslaginu þegar horft er að pípuleiðum. Umhverfisstofnun telur að niðurgröftur þrýstipípu geti haft verulega neikvæð áhrif á heildarsvæðið ef miðað er við skýringarmynd á uppdrætti, en góður og vandaður frágangur á yfirborði og gróðri skiptir öllu hvað þá framkvæmd varðar. |
Settir hafa verið fram skilmálar í deiliskipulagstillögunni um það að ganga skuli frá rasksvæðum jafnóðum og framkvæmdum lýkur. Einnig að varðveita skuli svarðlag og leggja það aftur yfir röskuð svæði við frágang til þess að ná sem fyrst upp fyrri ásýnd lands. Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn geri vöktunaráætlun fyrir gróður í fjögur ár eftir að framkvæmdum lýkur, þar sem m.a. úrrennsli frá raski í hlíðum verði skoðað og lagfært eftir þörfum. Vakta skal vatnsstreymi á votlendissvæðum þar sem mýrar hafa verið þveraðar og bæta úr eftir þörfum. Framkvæmdaraðili skal árlega fá sérfræðing til að meta ástandið og þörf fyrir úrbætur. Eftir fjögur ár skal leggja samantekt á vöktun og árangri aðgerða fyrir Náttúruverndarnefnd Þingeyinga svo hægt sé að meta hvort áframhaldandi vöktun sé nauðsynleg. |
Umhverfisstofnun bendir á að hér eru áætlaðar dreifðar framkvæmdir á ósnortnu svæði. Umhverfisstofnun fellst ekki á að umhverfisáhrif ofangreindra framkvæmda verði óveruleg. Áhrifin verða töluverð og neikvæð á landslag og ásýnd, áhrif eru ekki að fullu þekkt á fugla og gróður. Mótvægisaðgerðir eru teknar með í matið og telur stofnunin áhrif mótvægisaðgerða að mestu fara eftir því hvernig til tekst með svæðin sem fara undir framkvæmdina. |
Benda skal á að svæðið er ekki ósnert þar sem fjöldi fornleifa finnst á svæðinu. Þar eru m.a. kolagrafir, leiðir, mógrafir, sel, túngarðar o.fl., auk ruddra vegslóða frá síðustu áratugum. Neikvæðu áhrifin eru mjög afmörkuð og hlutfallslega lítil á svæði sem ekki sker sig á nokkurn hátt úr umhverfinu eða er gefið sérstakt náttúruverndargildi. Ítarlegar rannsóknir á áhrifum framkvæmdanna hafa farið fram og mótvægisaðgerðir skilgreindar.
Sveitarfélagið telur að framkvæmd sem þessi geti vel farið vel á svæðinu og áhrif af henni verið ásættanleg. Mikilvægt er að deiliskipulag setur skilmála um umgengni og frágang. Einnig er mikilvægt að líta til þeirra skilyrða sem kunna að vera sett við meðferð framkvæmdarinnar í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Deiliskipulag er lagt fram með fyrirvara um að frekari skilyrði kunna að verða sett í framkvæmdaleyfi byggt á niðurstöðu þeirrar meðferðar. |
Umhverfisstofnun bendir á að beðið er eftir niðurstöðu Skipulagsstofnunar um hvort ofangreind framkvæmd sé matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s. breytingum. Umhverfisstofnun áskilur sér rétt til frekari athugasemda ef í mati á umhverfisáhrifum koma fram ítarlegri upplýsingar um svæðið og áhrif framkvæmdanna á það. |
Bent skal á að afgreiðsla skipulagstillagna er ekki háð úrskurði um mat á umhverfisáhrifum. Tillagan er sett fram með fyrirvara um að frekari skilyrði kunna að verða sett, sbr. umfjöllun hér að ofan. Komi frekari skilyrði fram við mat á umhverfisáhrifum, verður tekið tillit til þeirra við veitingu framkvæmdaleyfis. |
Fiskistofa:
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Með auglýsingu um breytingu á skipulagi fylgir greinagerð Tuma Tómassonar fiskifræðings á hugsanlegum áhrifum virkjunarinnar á lífríki árinnar 1). Áhrif virkjunarinnar á vatnalíf og veiði eru talin verða minni háttar, staðbundin og afturkræf og því talin óveruleg. Fram kemur |
Gefur ekki tilefni til svara. |
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra:
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur kynnt sér fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi og nýs skipulags fyrirhugaðrar Hólsvirkjunar í Þingeyjarsveit og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. |
Gefur ekki tilefni til svara. |
Náttúrufræðistofnun Íslands:
Athugasemdir/umsagnir |
Svör skipulags- og umhverfisnefndar |
Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum og er til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun en ákvörðun um matsskyldu hefur ekki verið tekin. Komi til þess að úrskurðað verði að framkvæmdin sé matsskyld er Náttúrufræðistofnun umsagnaraðili um frummatsskýrslu í matsferlinu og mun því koma að málinu aftur á því stigi. |
Bent skal á að skipulagstillagan er sett fram með fyrirvara um að frekari skilyrði kunna að verða sett, sbr. umfjöllun hér að ofan. Komi frekari skilyrði fram við mat á umhverfisáhrifum, verður tekið tillit til þeirra við veitingu framkvæmdaleyfis. Þetta atriði gefur að öðru leyti ekki tilefni til svara. |
Samkvæmt skýrslu Náttúrustofu Norðausturlands mun framkvæmdasvæði virkjunarinnar, lónstæði og annað, vera að mestu á óröskuðu landi. Verði af framkvæmdum verður jarðminjum, gróðurlendi og votlendi raskað þ.m.t. talið votlendi sem hugsanlega fellur undir 61 gr. laga um náttúruvernd. Fram kemur að að framkvæmdin muni ekki hafa áhrif á blæösp sem er á válista og að öllum l |
Bent er á ákvæði í deiliskipulagi um vöktunaráætlun og eftirfylgni. Í skýrslu Náttúrustofu Norðausturlands segi að fundist hafi eitt gulandapar og að áhrif virkjunar „..á það talin lítil þar sem talið er að kollan fari niður á Fnjóská með ungana þar sem meira er um æti.“ Einnig segir í skýrslunni að straumendur eigi það til „að færa sig til með ungana á vatnasvæðinu eftir ætisskilyrðum. Áhrifin eru því ekki talin mikil á straumöndina.“
|
Fari framkvæmdin ekki í mat á umhverfisáhrifum þá vill Náttúrufræði-stofnun, á þessu stigi málsins, leggja áherslu á að ef virkjunin verður reist þá verði þess gætt að raska landi sem allra minnst og ef það kemur til þess að fyrirhugað sé að raska landi sem fellur undir 61. gr. laga um náttúruvernd þá sé það rökstutt í samræmi við ákvæði þeirrar greinar. Þau gögn sem nú liggja fyrir virðast hins vegar ekki vera það nákvæm (ekki eru sýnd gróðurkort, vistgerðarkort eða tegundalistar) að þau sýni nákvæmlega hvers konar land fari undir virkjunina og því ekki hægt að meta áhrifin eða hanna virkjunina m.t.t. þess að raska sem minnstu. |
Við hönnun virkjunarinnar pípuleiðin valin m.t.t. þess að raska sem minnstu. Pípuleið var sett út og skoðuð á staðnum og hliðrað til þannig að jarðrask og áhrif á gróður yrðu sem minnst. Settir hafa verið fram skilmálar í deiliskipulagstillögunni um það að ganga skuli frá rasksvæðum jafnóðum og framkvæmdum lýkur. Einnig að varðveita skuli svarðlag og leggja það aftur yfir röskuð svæði við frágang til þess að ná sem fyrst upp fyrri ásýnd lands.
|
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi með þeim breytingum og svörum skipulags- og umhverfisnefndar við athugasemdum og umsögnum, sem vísað er til hér að framan, verði samþykktar. Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku tillagnanna eins og skipulagslög mæla fyrir um.
2. Rangá. Nýtt deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi. S20160905
Tekið fyrir að nýju erindi dags 13. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. landeigenda, þar sem sótt var um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangár í Kaldakinn þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 10 smáhýsi vegna ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að hvert smáhýsi verði um 30 m² og þau m.a. leigð út til ferðamanna. Gert er ráð fyrir nýjum vegi að þessum húsum frá þjóðvegi nr. 851.
Mögulegt er til framtíðar að gera upp núverandi hlöðu og fjárhús sem yrðu nýtt vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu. Einnig er óskað eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem svæði fyrir gistihýsi verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (ferðaþjónustusvæði). Meðfylgjandi er loftmynd þar sem sýnd er möguleg staðsetning smáhýsa ásamt veglegu og tengingu við þjóðveg ásamt mögulegu útliti smáhýsa. |
Skipulags- og umhverfisnefnd lagðist ekki gegn erindinu á fundi sínum 16. september s.l. og lagði til við sveitarstjórn að umsækjanda yrði heimilað að vinna og leggja fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna nýs deiliskipulags skv. 1. mgr. 30. gr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Innkomin nýtt erindi dags 9. nóvember 2016 frá Ómari Ívarssyni, landslagsarkitekt hjá Landslagi, þar sem hann sækir um f.h. hönd Grettisborgar ehf. eftir heimild Þingeyjarsveitar til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangá í Köldukinn, í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. september 2016 og samkvæmt meðfylgjandi skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Sveitarstjórn heimilaði umsækjanda að vinna deiliskipulag af umræddu svæði á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi sínum 17. nóvember s.l. Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags var kynnt fyrir umsagnaraðilum, íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um frá og með 30. nóvember til og með 21. desember 2016. Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum. Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinuog náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Innkomin ný gögn 8. febrúar 2017, tillaga að deiliskipulagi frá Landslagi ehf og samhliða tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 frá Hornsteinum arkitektum.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að efna til almenns kynningarfundar þar sem tillögurnar og forsendu þeirra verði kynntar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
3. Umhverfi Goðafoss. Breyting á deiliskipulagi. S20140302
Erindi dags 8. febrúar frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi umhverfis Goðafoss þar sem bílastæði austan Skjálfandafljóts verði stækkuð og þeim fjölgað úr 34 í 90 skv. meðfylgjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi fá Landslagi ehf, Ómari Ívarssyni skipulagsfræðingi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa hana eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
4. Laugar í Reykjadal. Hugmyndir að nýjum íbúðarhúsalóðum. S20170201
Lagðar fram hugmyndir að þéttingu byggðar með nýjum íbúðarhúsalóðum við skólahverfið á Laugum í Reykjadal, sem Landslag ehf hefur unnið að ósk skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd lýsir áhuga sínum á að kanna nánar möguleika á að skipuleggja nýjar íbúðarhúsalóðir í Laugahverfinu í anda framkominnar skipulagshugmyndar og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að umræddar hugmyndir verði kynntar fyrir forsvarsmönnum Laugaskóla og Fasteigna ríkissjóðs þar sem kannaður verði vilji þeirra til samstarfs við sveitarfélagið í anda tillagnanna.
5. Kjarnagerði í landi Breiðaness. Umsókn um heimild til landskipta. S20160306
Erindi dags 9. desember 2016 frá Finni Dagssyni f.h. Kjarnagerðis ehf, þar sem sótt er um heimild til að skipta út sumarhúsalóð út úr landi Breiðaness skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Finni Dagssyni, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Breiðanes.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Fundi slitið.