Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
16.03.2017
88. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 16. mars kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson
Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda
Dagskrá:
1. Brúnahlíð. Umsókn um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsi. S20170301.
Erindi dags 6. mars 2017 frá Árni Þorbergssyni Brúnahlíð, þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir 78 m² ferðaþjónustuhúsi á jörðinni Brúnahlíð skv. meðfylgjandi lóðaruppdrætti og tillöguteikningu frá ProArk teiknistofu á Selfossi. Á lóðaruppdrætti er gerð grein fyrir staðsetningu hússins á jörðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn byggingaráformunum, þar sem heimild er fyrir allt að 100m² ferðaþjónustuhúsum við heimahús á landbúnaðarlandi í aðalskipulagi en þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir og með vísan í vinnureglur skipulags- og umhverfisnefndar um ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna áformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
2. Árhólar. Umsókn um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsum. S20161101.
Tekið fyrir að nýju erindi, ódagsett, frá Hallgrími Hallssyni, Árhólum í Laxárdal þar sem hann sækir um heimild til að reisa tvö tveggja eininga ferðaþjónustuhús á jörðinni Árhólum skv. meðfylgjandi afstöðumynd eftir Braga Blumenstein, arkitekt.
Skipulags- og umhverfisnefnd lagðist ekki gegn byggingaráformunum á fundi sínum 15. nóvember s.l., þar sem heimild er fyrir allt að 100 m² ferðaþjónustuhúsum við heimahús á landbúnaðarlandi í aðalskipulagi en þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir fól hún skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna áformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og í samræmi við vinnureglur skipulags og umhverfisnefndar um ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum. Byggingaráformin voru grenndarkynnt frá og með 31. janúar til og með 3. mars s.l. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin þar sem engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn til útgáfu byggingarleyfis hafa verið samþykkt..
3. Ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum. Tillaga að breytingu vinnureglum skipulags- og umhverfisnefndar vegna útgáfu byggingarleyfa. S20161201
Teknar fyrir að nýju vinnureglur um ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að eftirfarandi viðbót við vinnureglur skipulags- og umhverfisnefndar:
Lögð er áhersla á að form og litasetning nýrra ferðaþjónustuhúsa séu samræmd við þau hús sem fyrir eru á jörðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fram komna viðbót við vinnureglurnar.
4. Rangá. Nýtt deiliskipulag og breyting aðalskipulagi. S20160905
Tekið fyrir að nýju erindi dags 13. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. landeigenda, þar sem sótt var um leyfi til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangár í Kaldakinn þar sem fyrirhugað er að byggja allt að 10 smáhýsi vegna ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að hvert smáhýsi verði um 30 m² og þau m.a. leigð út til ferðamanna. Gert er ráð fyrir nýjum vegi að þessum húsum frá þjóðvegi nr. 851. Mögulegt er til framtíðar að gera upp núverandi hlöðu og fjárhús sem yrðu nýtt vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu. Einnig er óskað eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem svæði fyrir gistihýsi verði skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (ferðaþjónustusvæði). Meðfylgjandi er loftmynd þar sem sýnd er möguleg staðsetning smáhýsa ásamt veglegu og tengingu við þjóðveg ásamt mögulegu útliti smáhýsa. |
Skipulags- og umhverfisnefnd lagðist ekki gegn erindinu á fundi sínum 16. september s.l. og lagði til við sveitarstjórn að umsækjanda yrði heimilað að vinna og leggja fram skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og vegna nýs deiliskipulags skv. 1. mgr. 30. gr. og 1.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Innkomin nýtt erindi dags 9. nóvember 2016 frá Ómari Ívarssyni, landslagsarkitekt hjá Landslagi, þar sem hann sækir um f.h. hönd Grettisborgar ehf. eftir heimild Þingeyjarsveitar til að hefja vinnu við deiliskipulag hluta jarðarinnar Rangá í Köldukinn, í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisnefndar frá 19. september 2016 og samkvæmt meðfylgjandi skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Sveitarstjórn heimilaði umsækjanda að vinna deiliskipulag af umræddu svæði á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi sínum 17. nóvember s.l. Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags var kynnt fyrir umsagnaraðilum, íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um frá og með 30. nóvember til og með 21. desember 2016. Athugasemdir/umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum. Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinuog náttúruverndarnefnd Þingeyinga.
Innkomin ný gögn 8. febrúar 2017, tillaga að deiliskipulagi frá Landslagi ehf og samhliða tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 frá Hornsteinum arkitektum.
Haldinn var almennur kynningarfundur í Ljósvetningabúð 2. mars s.l. þar sem tillögurnar og forsendu þeirra voru kynntar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Á fundinum komu ekki fram neinar athugasemdir sem gáfu tilefni til breytinga á tillögunum.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessu stigi og leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa þær samhliða skv. 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi eins og 3. mgr. 30. gr. fyrrgreindra laga mælir fyrir um.
5. Hólsvirkjun. Aðal- og deiliskipulag.
S20160401
Tekið fyrir að nýju en Skipulagsstofnun ákvarðari þann 27. febrúar s.l. að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt eftirfarandi ákvörðunarorðum:
Ákvörðunarorð
Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Arctic Hydro við tilkynningu, umsagnir, sérfræðiálit og frekari upplýsingar framkvæmdaraðila. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að Hólsvirkjun í Fnjóskadal, 5,5 MW vatnsaflsvirkjun, kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Byggir sú niðurstaða sérstaklega á eftirtöldum viðmiðum sem tilgreind eru í 2. viðauka laganna:
1. Eðli framkvæmdar, sbr. 1. tl. í 2. viðauka, með tilliti til umfangs og útfærslu mannvirkja auk mögulegra sammögnunaráhrifa með öðrum framkvæmdum á stofn straumanda.
2. Staðsetningu framkvæmdar, sbr. 2. tl. í 2. viðauka með tilliti til svæða sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, sérstakra jarðmyndana, landslagsheilda, ábyrgðartegunda og tegunda á válista og fornleifa.
Að mati skipulags- og umhverfisnefndar hafa tillaga að deiliskipulagi og tillaga að breytingu á aðalskipulagi fengið málsmeðferð eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um. Skipulagstillögurnar voru sendar umsagnaraðilum til yfirferðar og athugasemda sem nefndin tók síðan til umfjöllunar og að mati hennar var brugðist á fullnægjandi hátt af hálfu framkvæmdaaðila við þeim athugasemdum sem bárust og var skipulagstillögunum breytt til samræmis við innkomnar athugasemdir við endanlega afgreiðslu þeirra í sveitarstjórn. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktum skipulagsáætlunum verði ekki breytt frekar að sinni, en nefndin mun taka málið til efnislegrar umfjöllunar ef væntanlegt umhverfismat leiðir til breytinga á þegar samþykktu deiliskipulagi og breytingar á aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisnefnd mun væntanlega fjalla síðar um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðar virkjunar og strenglagnar frá virkjun til Akureyrar og mun við þá umfjöllun taka tillit til niðurstöðu umhverfismats og hugsanlegra mótvægisaðgerða sem ráðist yrði í.
6. Lækjavellir í Bárðardal. Umsókn um landskipti.
S20170203
Erindi dags. 21. febrúar 2017 frá Sigurði Pálssyni, Lækjavöllum í Bárðardal, þar sem hann sækir um heimild til að skipta út íbúðarhúsalóð út úr jörðinni Lækjavöllum skv. meðfylgjandi lóðarblaði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Lækjavelli.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
7. Vallakot í Reykjadal. Umsókn um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsi. S20170302.
Erindi dags15. mars 2017 frá Þórsteini Rúnari Þórsteinssyni og Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur, þar sem þau sækja um byggingarleyfi fyrir 78 m² ferðaþjónustuhúsi á jörðinni Vallakoti sem staðsett verður vestan við yngra íbúðarhúsið í Vallakoti. Húsið verður stálklætt timburhús á steyptum sökklum og í því 3 gistiherbergi með sérbaði hvert og lítilli eldunaraðstöðu.
Fylgigögn með umsókn eru lóðaruppdráttur frá Maríu Svanþrúði Jónsdóttur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og tillöguteikningu frá ProArk teiknistofu á Selfossi. Á lóðaruppdrætti er gerð grein fyrir staðsetningu hússins á jörðinni.Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn byggingaráformunum, þar sem heimild er fyrir allt að 100m² ferðaþjónustuhúsum við heimahús á landbúnaðarlandi í aðalskipulagi en þar sem ekkert deiliskipulag liggur fyrir og með vísan í vinnureglur skipulags- og umhverfisnefndar um ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna áformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Fundi slitið.