89. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

19.04.2017

89. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 19. apríl kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form
Nanna Þórhallsdóttir
(Jóhanna Sif Sigþórsdóttir tilkynnti forföll)
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:

  1. Kísilvegur og náman Alda.  Umsókn um framkvæmdaleyfi
  2. Rauðaskriða 1 og 3.  Breyting á aðal- og deiliskipulagi. 
  3. Brúnahlíð.  Umsókn um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsi.          

 

1. Kísilvegur og náman Alda.  Umsókn um framkvæmdaleyfi.                       S20170401.

Erindi dags 3. apríl 2017 frá Gunnari H. Guðmundssyni, svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Þingeyjarsveitar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Kísilveg og efnistöku úr námunni Öldu, sem skilgreind er E36: (HS-10) á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022.

Vegagerðin undirbýr endurbyggingu á um 11,2 km kafla á Kísilvegi (87), frá slitlagsenda við Kollóttuöldu á Hólasandi (stöð 8100) að slitlagsenda við Geitafellsá (stöð 19300).  Áætlað er að að tak um 28.500 m³ úr námu A-Öldu sem er í Þingeyjarsveit og 2.600 m³ af klæðingarefni úr námu B-Kollóttuöldu sem er í í Skútustaðahreppi.  Sótt er um leyfi fyrir þeim hluta framkvæmdarinnar sem er innan Þingeyjarsveitar og efnistöku úr námu A, Öldu.

Náman Alda er í óskiptu landi Kasthvamms og Árhvamms, en á forræði ríkisins.  Verið er að ræða við landeigendur um um nánari tilhögun efnistökunnar og búið er að ræða við Landgræðsluna um tilhögun uppgræðslu að efnistöku lokinni. 

Efnistakan er tilkynningarskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og fellur undir flokk C, liði 2.04 og 10.10.  Vegagerðin óskar eftir úrskurði Þingeyjarsveitar innan þriggja vikna um hvort framkvæmdin sé matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.  Vegagerðin telur að framkvæmdin muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif á neinn hátt og sé því ekki matsskyld.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru í samræmi við ákvæði  Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022.  Nefndin setur þó þau skilyrði fyrir leyfisveitingunni að nánari grein verði gerð fyrir frágangi námunnar að efnistöku lokinni og samþykki landeigenda liggi fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir umsækjanda á að umrætt efnistökusvæði var metið samhliða mati á umhverfisáhrifum háspennulína og virkjana og miðast við 250.000 m³ efnistöku á um 28 ha svæði og að mati nefndarinnar er framkvæmdin þar af leiðandi ekki háð frekari mati á umhverfisáhrifum með vísan í niðurstöðu umhverfismatsins.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið að uppfylltum framangreindum skilyrðum í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

2. Rauðaskriða 1 og 3.  Breyting á aðal- og deiliskipulagi.                                                      S20161104

Tekið fyrir að nýju erindi dags 10. nóvember frá Harald R. Jóhannessyni f.h. Rauðuskriðu ehf þar sem sótt er um heimild til að reisa starfsmannahús á skilgreindum byggingarreit skv. meðfylgjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi frá Búgarði.  Á reitnum er gert ráð fyrir þremur starfsmannahúsum úr gámaeiningum í gamla íslenska burstabæjarstílnum, byggingarmagn samtals að hámarki 300 m².

Sveitarstjórn samþykki þann 17. nóvember 2016 að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að auglýsa innkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og jafnframt að heimila að gerð yrði óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. fyrrgreindra laga þar sem landnotkunarreitur verslunar- og þjónustusvæðis stækkaði við þessi byggingaráform umfram það sem hann er skilgreindur í aðalskipulagi. 

Skipulagsstofnun samþykkti þann 17. febrúar s.l. óverulega breytingu á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022  vegna stækkunar á landnotkunarreit verslunar- og þjónustusvæðis og skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi eins og  2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.

Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku deiliskipulagstillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

3. Brúnahlíð.  Umsókn um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsi.               S20170301.

Tekið fyrir að nýju erindi dags 6. mars 2017 frá Árna Þorbergssyni Brúnahlíð, þar sem hann sækir um byggingarleyfi fyrir 78 m² ferðaþjónustuhúsi á jörðinni Brúnahlíð skv. meðfylgjandi lóðaruppdrætti og tillöguteikningu frá ProArk teiknistofu á Selfossi.  Á lóðaruppdrætti er gerð grein fyrir staðsetningu hússins á jörðinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd lagðist ekki gegn byggingaráformunum á fundi sínum 16. mars s.l., þar sem heimild er fyrir allt að 100m² ferðaþjónustuhúsum við heimahús á landbúnaðarlandi í aðalskipulagi en þar sem ekkert deiliskipulag lá fyrir og með vísan í vinnureglur skipulags- og umhverfisnefndar um ferðaþjónustuhús á landbúnaðarsvæðum fól nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna áformin eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

Skipulags- og byggingarfulltrúi grenndarkynnti byggingaráformin fyrir nágrönnum með grenndarkynningarbréfi dags. 31. mars s.l. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við grenndarkynninguna í tölvupósti dags. 18. apríl s.l. frá nágrönnum og taldist þá grenndarkynningu lokið.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar skilað hefur verið inn tilskildum gögnum til útgáfu byggingarleyfis.

Fundi slitið.