90. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

24.05.2017

90. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 24. maí kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.

Nanna Þórhallsdóttir        

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir

Hlynur SnæbjörnssonSæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda       

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:

  1. Umhverfi Goðafoss.  Breyting á deiliskipulagi
  2. Þingey Skuldaþingey.  Tillaga að deiliskipulagi
  3. Laugar.  Vatnsveita Hjalli-Laugar, umsókn um framkvæmdaleyfi. 
  4. Þóroddsstaður.  Umsókn um stofnun lóða       

 

1. Umhverfi Goðafoss.  Breyting á deiliskipulagi.                                               S20140302

Erindi dags 8. febrúar frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstjóra, f.h. Þingeyjarsveitar þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi umhverfis Goðafoss þar sem bílastæði austan Skjálfandafljóts verði stækkuð og þeim fjölgað úr 34 í 90 skv. meðfylgjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi fá Landslagi ehf, Ómari Ívarssyni skipulagsfræðingi.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerði ekki athugasemdir við tillöguna og lagði til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa yrði falið að auglýsa hana eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá og með 17. mars til og með 28. apríl 2017.

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:  Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Grími Vilhjálmssyni f.h. landeigenda Rauðár og Minjastofnun

Umhverfisstofnun:

 

Umsagnir/Athugasemdir

Svör skipulags- og umhverfisnefndar

Umhverfisstofnun   telur jákvætt að fjölga bílastæðum við Goðafoss austan ár og telur jákvætt að   nýta frágengna námu sem hluta bílastæðis en hafa mætti í huga hvort unnt   verði að hafa stærri stæði fyrir rútur í námunni í stað þess að nýta hana   eingöngu sem snúningssvæði.  Þetta   svæði mætti einnig nota sem sem stæði fyrir húsbíla og draga þannig úr   sjónrænum áhrifum sem fylgir stórum bílastæðum þar sem fjölda stórra bíla er   lagt.

Vísað er   til athugasemda landeigenda semvilja engin mannvirki austan vegar að   þessu sinni.  Skipulags- og   umhverfisnefnd hefur fallist á sjónarmið þeirra Sjá einnig eftirfarandi   svar. 

Umhverfisstofnun   telur að kanna eigi betur hvort betur færi á að fjölga bílastæðum frekar við   Fosshól í stað þess að gera bílastæði vestan við Bárðardalsveg.  Í því sambandi mætti kanna hvort unnt væri   að færa Bárðardalsveg austur fyrir Fosshól í ljósi þess hversu nærri vegurinn   er mannvirkjum við Fosshól.    Umhverfisstofnun telur að staðsetning bílastæða svo þétt við veginn   geti hamlað uppbyggingu vegarins og aukið slysahættu við veginn.

Ekki hefur   ennþá náðst samkomulag við landeigendur og rekstraraðila við Fosshól um   framtíðarskipulag svæðisins.  Núverandi   bílastæði eru staðsett við nýjan göngustíg austan árinnar með samþykki   landeigenda.

Nefndin   bendir á að unnið er að tillögu að breyttri veglínu Bárðardalsvegar eystri   við Fosshól í samvinnu sveitarfélagsins, landeigenda og Vegagerðar.  Í þeirri vinnu verður leitað   framtíðarlausnar á bílastæðum og aðkomu að þeim fyrir rútur og stærri bíla.

Umhverfisstofnun   telur að við gerð deiliskipulags umrædds svæðis eigi að líta til lengri tíma   en hér er gert og skoða þá möguleika sem fyrir hendi eru í víðara samhengi.

Í gildi er   deiliskipulag fyrir umhverfi Goðafoss til lengri tíma.  Í þessari tillögu að breytingu á deiliskipulagi   sem nær eingöngu til afmarkaðs hluta deiliskipulagsins er verið að bregðast   við síaukinni fjölgun ferðamanna með því að dreifa bílastæðum og fjölga þeim   austan árinnar til að draga úr sjónrænum áhrifum sem fylgir stórum bílastæðum.  

 

Vegagerðin:

Umsagnir/Athugasemdir

Svör   skipulags- og umhverfisnefndar

Vegagerðin vill benda á að komi rúta   sunnan megin frá að sleppistæðunum er farþegum hleypt út beint út á veg. Slík   umferð er aftur á móti líklega lítil sem stendur en vert er að hafa þetta í huga.   Vegagerðin gerir ekki aðrar athugasemdir við fram lagða tillögu.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir   að við fyrirhugaðar framkvæmdir við bílastæðin verði ekki gert ráð fyrir   stórum rútum á svæðinu að sinni.    Nefndin bendir á að unnið er að tillögu að breyttri veglín Bárðardalsvegar   eystri við Fosshól í samvinnu sveitarfélagsins, landeigenda og   Vegagerðar.  Í þeirri vinnu verður   leitað framtíðarlausnar á bílastæðum og aðkomu að þeim fyrir rútur og stærri bíla.

 

Minjastofnun:

Umsagnir/Athugasemdir

Svör   skipulags- og umhverfisnefndar

Minjastofnun geri ekki athugasemdir   við fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi.

Gefur ekki tilefni til svara

 

Grímur Vilhjálmsson f.h. landeigenda Rauðár:

Umsagnir/Athugasemdir

Svör   skipulags- og umhverfisnefndar

Varðandi   breytingu á skipulagi við bílastæði austan Goðafoss,þar er teiknað   hringkeyrslu plan austan við Bárðardalsveg Landeigendur Rauðár vilja engin   mannvirki austan vegar að þessu sinni,ef ég man rétt nær skipulagið ekki   austur fyrir veg, en við bendum ykkur á að hafa samband við okkur varðandi   hringkeyrslu vestan vegar, þessi athugasemd má ekki tefja stækkun á bílaplani   á nokkurn hátt.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á   athugasemdir landeigenda og samþykkir að hvorki verði gert ráð fyrir   snúningssvæði fyrir rútur né öðrum mannvirkjum austan þjóðvegar að þessu   sinni.  Nefndin ítrekar að hún mun hér   eftir sem hingað til hafa fullt samráð við landeigendur um frekari skipulags-   og mannvirkjagerð á landi þeirra.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt með þeirri breytingu sem fram kemur í svörum nefndarinnar hér að framan.  Jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku tillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

2.    Þingey-Skuldaþingey.  Tillaga að deiliskipulagi                                                        S20160904

 

Tekið fyrir að nýju erindi dags 30. september 2016 frá Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf, f.h. Héraðsnefndar Þingeyinga, þar sem sótt eru um heimild til að vinna deiliskipulag á kostnað nefndarinnar skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 af Þingey og Skuldaþingey skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu dags 3. október 2016 frá frá Landslagi ehf.  Erindið var síðast á dagskrá nefndarinnar 12. október 2016.  Á þeim fundi lagði nefndin til við sveitarstjórn að umsækjanda væri heimilað að vinna deiliskipulag á sinn kostnað skv. meðfylgjandi skipulagslýsingu.  Nefndin fól skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi eins og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um og var það gert  frá og með fimmtudeginum 16. mars til og með fimmtudeginum 6. apríl 2017.

 Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:  Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Skipulags- og umhverfinefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma innkomnum umsögnum/athugasemdum á framfæri við Héraðsnefnd Þingeyinga og skipulagsráðgjafa hennar með tilmælum um að þær verði teknar til efnislegrar meðferða við gerð skipulagstillögunnar.  Þá óskar nefndin eftir því að fá fyrrgreinda aðila á næsta fund nefndarinnar til að gera nánari grein fyrir hugmyndum að skipulagi svæðisins.

 

3.    Laugar.  Vatnsveita Hjalli Laugar, umsókn um framkvæmdaleyfi.                         S20170501.

Erindi dags 10. maí 2017 frá Dagbjörtu Jónsdóttur, sveitarstóra, f.h. Þingeyjarsveitar,  þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á kaldavatnslögn frá miðlunartönkum frá Hjalla að núverandi vatnsveitulögn sunnan við Dalakofann.  Fylgigögn með umsókn eru:  Minnisblað um þverun Reykjadalsár frá Eflu verkfræðistofu, umsögn fiskifræðings vegna þverunar Reykjadalsár. umsögn veiðifélags Reykjadalsár og Eyvindarlækjar vegna þverunar Reykjadalsár, samþykki landeigenda og verkfræðiteikningar unnar af Eflu verkfræðistofu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi:  samkvæmt framlögðum gögnum verði verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi og 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

 

4.      Þóroddsstaður.  Umsókn um stofnun lóða.                                                   S20170502

Erindi dags. 10.ágúst 2016 frá Ingimar Árnasyni f.h. Átthagafélagsins Eiðs, Ásvegi 24, 600 Akureyri, þar sem hann sækir um heimild til að stofna þrjá lóðir undir frístundahús í landi Þóroddsstaðar skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðauppdrætti frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna þær í Fasteignaskrá.

Fundi slitið.