Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
20.09.2017
93. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna miðvikudaginn 20. september kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
Hlynur Snæbjörnsson
Sæþór Gunnsteinsson
Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda
Dagskrá:
1. Svartárvirkjun. Beiðni um umsögn.
S20150102
Erindi dags 5. september 2017 frá Skipulagsstofnun þar sem vísað er til þess að SSB Orka ehf hafi tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um allt að 9,8 MW Svartárvirkjun í Bárðardal, Þingeyjarsveit.
Með erindinu fylgir frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum
Samkvæmt 10. gr. laga nr. 106/2000 óskar Skipulagsstofnun eftir að Þingeyjarsveit gefi umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Umsagnaraðilar skulu gefa álit sitt í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Í umsögn skal umsagnaraðili á grundveli starfssviðs síns gera grein fyrir hvort hann telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótsvægisaðgerðum og vöktun.
Sjá heimasíðu Skipulagsstofnunar:
http://www.verkis.is/thjonusta/umhverfi-og-oryggi/mat-a-umhverfisahrifum/verkefni-i-kynningu/svartarvirkjun-i-bardardal
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og telur ekki þörf á að kanna önnur atriði frekar, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.
2. Bergsstaðir. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
S20170903
Erindi frá Steinsteypi ehf þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku á malareyri í Skjálfandafljóti í landi Bersstaða. Um er að ræða gróðurlausa malareyri við austurbakka Skjálafandafljóts í landi Bergsstaða, skammt sunnan við brúna yfir fljótið á þjóðvegi 85. Malareyarnar þarna geta breyst á milli ára og flæðir áin reglulega yfir þær. Áætlað er að taka um 1.000 m³ af efni til steypugerðar á ári á svæði sem er um 2.000 m² og hefur Fiskistofa gefið leyfi fyrir því á næstu fimm árum. Framkvæmdin fellur undir C-flokk í 1. viðauka laga nr. 106/2000 og er því tilkynningarskyld til sveitarfélagsins. Fylgigögn með umsókn eru: Leyfi landeigenda og veiðifélagsins, greinargerð með umsókn um framkvæmdaleyfi frá Eflu verkfræðistofu, umsögn Hafrannsóknarstofnunar og ákvörðun Fiskistofu.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umrædd malartekja samtals 5.000 m³ á um 2.000 m² svæði á næstu fimm árum sé ekki máð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til greinar 2.04 í 1. viðauka ákvæða til bráðabirgða í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið eins og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi mælir fyrir um.
3. Ártún. Umsókn um heimild til landskipta.. S20170901
Erindi dags. 30. ágúst 2017 frá Klemens Sigurgeirssyni, Kt. 260928-3689, Ártúni, Þingeyjarsveit, þar sem hann sækir um heimild til að skipta út lóð undir íbúðarhúsið í Ártúni og skógaræktarsvæði út úr jörðinni Árúni skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti frá Búgarði (GHG), útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Ártún.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla nánari upplýsinga um eignarhald á því landi sem um ræðir.
4. Rauðá. Umsókn um heimild til stofnunar frístundalóðar. S20170803
Erindi dags. 7. september 2017 frá Vilhjálmi Grímssyni, kt. 130962-5489, Rauðá þar sem hann sækir um heimild f.h. landeigenda Rauðár til að stofna frístundalóð út úr landi Rauðár skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti frá Búgarði (GHG) og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við lóðarstofnunina og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin stofnun lóðarinnar í Fasteignaskrá.
5. Langavatn. Umsókn um heimild til landskipta. S20170902
Erindi dags 18. September 2017 frá Gunnari Hallgrímssyni, Klambraseli í Þingeyjarsveit þar sem hann sækir um heimild til til að skipta út íbúðarhúsalóð út úr landi Langavatns skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti frá Búgarði, útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá og þinglýsingarvottorði yfir jörðina Langavatn.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6. Illugastaðir. Umsókn um heimild til stofnunar frístundalóða. S20170904
Erindi dags. 8. september 2017 frá Ósk Helgadóttur f.h. Alþýðusambands Norðurlands kt. 420169-3029, Garðarsbraut 26, 640 Húsavík, þar sem sótt er um heimilt til að stofna sex lóðir undir orlofshús og eina lóð undir kirkju út úr landi Illugastaða í Fnjóskadal skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdráttum frá Arkitektastofunni Form og útfylltum eyðublöðum F-550 frá Þjóðskrá.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðanna og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falin stofnun þær í Fasteignaskrá þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
7. Gistiþjónusta í þéttbýli. Breyting á aðalskipulagi.
S20170905
Sveitarstjórn samþykkt á fundi sínum þann 14. september s.l. að fela skipulags- og umhverfisnefnd að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi svo heimilt verði að reka takmarkaða gistiþjónustu í skilgreindu þéttbýli í sveitarfélaginu samkvæmt nýrri reglugerð nr. 1277 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Meiri hluti skipulags- og umhverfinefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort mögulegt verði að opna fyrir rekstur gistiþjónustu í þéttbýli með því að breyta Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. umræðum á fundinum..
8. Hvítafell á Laugum. Fyrirspurn um aukið byggingarmagn á lóð.
S20170906
Erindi dags 15. september 2017 frá Ingólfi Péturssyni, Hvítafelli Laugum þar sem hann spyrst fyrir um hvort heimilað yrði að byggja 80 m² bílgeymslu með vinnuaðstöðu á lóð Hvítafells skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur ekki afstöðu til erindisins á þessu stigi þar sem fyrirhugað er að kanna möguleika og vilja landeiganda til að deiliskipuleggja svæðið.
Fundi slitið