94. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

02.11.2017

94. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 02. nóvember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir                                     
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                        
Hlynur Snæbjörnsson                                 
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:

  1. Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi.
  2. Gistiþjónusta í þéttbýli.  Málsmeðferð vegna leyfisveitinga.
  3. Víðar.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.
  4. Rangá.  Breyting á deiliskipulagi

 

1.      Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi.                                              S20170802

Tekið fyrir að nýju erindi frá Hilmari Ágústssyni, framkvæmdastjóra Einbúavirkjunar ehf þar sem hann sækir um að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna byggingar fyrirhugaðrar virkjunar.  Sveitarstjórn vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 29. júní s.l.

Fyrirhuguð virkjun yrði 9,8 MW rennslisvirkjun í Skjálfandafljóti þar sem nýtt yrði um 24 m fall á u.þ.b. 2,5 km kafla í fljótinu við bæinn Kálfborgará niður fyrir bæinn Einbúa.  Fyrirhuguð framkvæmd flokkast í B-flokk framkvæmda skv. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.

Fylgigögn með umsókn eru:

  1. Skýrsla Verkís, Einbúavirkjun-Frumdrög, endurskoðuð greinargerð gerð í febrúar 2016
  2. Hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði gerður í nóvember 2016.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 24. ágúst s.l. var erindið lagt fram til kynningar.  Afgreiðslu málsins var frestað en skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að  afla frekari upplýsinga  um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.  Þær bárust í bréfi dags 29. september 2017 frá Hilmari Ágústssyni, Frekari gögn vegna umsóknar um breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar á virkjun við Einbúa í Bárðardal. Borist hefur erindi í tölvupósti dags 1. nóvember 2017 frá Kristjáni L. Möller talsmanni framkvæmdaaðila þar sem óskað er eftir fundi með skipulags- og umhverfisnefnd til að kynna fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir nánar fyrir nefndarmönnum.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Hilmari Ágústssyni fyrir innsend gögn og þiggur boðið um að fá nánari kynningu á fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum  t.d. á næsta fundi nefndarinnar 16. nóvember n.k.

 

2. Gistiþjónusta í þéttbýli.  Málsmeðferð vegna leyfisveitinga.

       S20170905

Tekið fyrir að nýju en sveitarstjórn samþykkt á fundi sínum þann 14. september s.l. að fela skipulags- og umhverfisnefnd að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi svo heimilt verði að reka takmarkaða gistiþjónustu í skilgreindu þéttbýli í sveitarfélaginu samkvæmt nýrri reglugerð nr. 1277 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 20. september s.l. fól meiri hluti skipulags- og umhverfinefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort mögulegt verði að opna fyrir rekstur gistiþjónustu í þéttbýli með því að breyta Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. umræðum á fundinum.

Í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022, kafli 4.3 Íbúðasvæði eru eftirfarandi ákvæði um atvinnustarfsemi í þéttbýli/íbúðabyggð:

 Á íbúðasvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði.  Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum, vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð.

Að höfðu samráði við Skipulagsstofnun er niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa að heimilt sé að reka takmarkaða gistiþjónustu í íbúðabyggða að teknu tilliti til fyrrgreindra skilmála í aðalskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimilt verði að reka takmarkaða gistiþjónustu í þéttbýli að teknu tilliti til ákvæða í kafla 4.3 Íbúðasvæði í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 þar sem aðstæður leyfa.  Heimild til takmarkaðs gistirekstur í íbúðarhverfum skal háð eftirfarandi ákvæðum:

 

  1. Heimild til reksturs takmarkaðrar gistiþjónustu í íbúðarbyggð miðast við „Minna gistiheimili“ skv. skilgreiningu í 9. gr. reglugerðar nr. 1277 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Hámarks fjöldi gesta allt að tíu.
  2. Sýslumaður gefur út rekstrarleyfi
  3. Rekstraraðili skal hafa lögheimili í húsnæðinu.
  4. Rekstraraðili skal sækja um leyfi til sveitarfélagsins til breyttrar starfsemi í viðkomandi íbúðarhúsnæði.
  5. Með umsókn skal skila inn upplýsingum um áætlaðan fjölda gesta og nákvæmum teikningum af fyrirhuguðu útleiguhúsnæði þar sem gerð er grein fyrir skiptingu á íverurými rekstraraðila og útleigðu rými.  Einnig skal gerð grein fyrir eldvörnum og flóttaleiðum og nægjanlegum fjölda bílastæða fyrir áætlaðan fjölda gesta innan lóðar.
  6. Byggingarfulltrúi skal kynna fyrir nágrönnum umsóknir um rekstur gistiþjónustu.
  7. Útleigt rými verður skilgreint sem atvinnuhúsnæði og Innheimt verða af því fasteignagjöld skv. flokki C.

 

3. Víðar.  Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar.

       S20171001

Erindi dags 4. október 2017 frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur f.h. eigenda lögbýlisins Víða þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna nytjaskógræktar á 53,6 ha svæði í landi Víða skv. hnitsettum meðfylgjandi uppdrætti.

Þar sem ekkert deiliskipulag er til af svæðinu og framkvæmdin er tilkynningarskyld til sveitarfélagsins að teknu tilliti til 1. viðauka, gr. 1.07 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna skógræktaráformin fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum og afla nauðsynlegra gagna til útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012, áður en erindið verður tekið til formlegrar afgreiðslu í nefndinni.

 

4. Rangá.  Breyting á deiliskipulagi.

       S20160901

Erindi frá Ómari Ívarssyni skipulagsfræðingi hjá Landslagi ehf þar sem óskað er eftir f.h. landeigenda að breytingar verði gerðar á áður auglýstri og samþykktri tillögu að deiliskipulagi ferðaþjónustusvæðis í landi Rangár skv. breytingartillögu dags. 30.október 2017.  Breytingin felst í því að skipulagssvæðinu er hliðrað til norðurs aðallega til þess að auðvelda og einfalda vegagerð á svæðinu.

Umsókn fylgja umsagnir Vegagerðar og Minjastofnunar Íslands þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytinguna.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingatillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.  Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna gildistöku tillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

 

Fundi slitið