95. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

15.11.2017

95. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Seiglu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.       
Nanna Þórhallsdóttir          
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir                        
Hlynur Snæbjörnsson                         
Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Dagskrá:

  1. Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi.
  2. Sandur 2, umsókn um heimild til viðbyggingar.
  3. Múli 1.  Umsókn um heimild til landskipta.

 

1. Einbúavirkjun í Bárðardal.  Breyting á aðalskipulagi.                                              S20170802

Tekið fyrir að nýju erindi frá Hilmari Ágústssyni, framkvæmdastjóra Einbúavirkjunar ehf, þar sem hann sækir um að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna byggingar fyrirhugaðrar virkjunar.  Sveitarstjórn vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 29. júní s.l.

Erindið var síðast til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd 2. nóvember s.l.

Fyrirhuguð virkjun yrði 9,8 MW rennslisvirkjun í Skjálfandafljóti þar sem nýtt yrði um 24 m fall á u.þ.b. 2,5 km kafla í fljótinu við bæinn Kálfborgará niður fyrir bæinn Einbúa.  Fyrirhuguð framkvæmd flokkast í B-flokk framkvæmda skv. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.

Fylgigögn með umsókn eru:

  1. Skýrsla Verkís, Einbúavirkjun-Frumdrög, endurskoðuð greinargerð gerð í febrúar 2016
  2. Hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði gerður í nóvember 2016.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 24. ágúst s.l. var erindið lagt fram til kynningar.  Afgreiðslu málsins var frestað en skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að  afla frekari upplýsinga  um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar.  Þær bárust í bréfi dags 29. september 2017 frá Hilmari Ágústssyni, Frekari gögn vegna umsóknar um breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar byggingar á virkjun við Einbúa í Bárðardal. Borist hefur erindi í tölvupósti dags 1. nóvember 2017 frá Kristjáni L. Möller talsmanni framkvæmdaaðila þar sem óskað er eftir fundi með skipulags- og umhverfisnefnd til að kynna fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir nánar fyrir nefndarmönnum.

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 2. nóv. s.l. samþykkti nefndin að heimila forsvarmönnum fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar á koma á fund nefndarinnar og kynna fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir fyrir nefndarmönnum.

Á fundinn mættu eftirtaldir fulltrúar Einbúavirkjunar:  Hilmar Ágústsson, Kristján L. Möller, Arnór   og Jóhannes Ófeigsson fá Verkís

Nefndin þakkar gestunum fyrir góða kynningu, en frestar frekari umfjöllun um málið að sinni en óskar eftir því við framkvæmdaaðila og sveitarstjórn að boðað verði til almenns kynningarfundar þar sem fyrirhuguð virkjanaáform verði kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins.

2. Sandur 2.  Umsókn um heimild til viðbyggingar.                                                                  S20171101

Erindi dags 10. nóvember frá Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn ehf, f.h. Hlaðgerðar Bjartmarsdóttur, Vættaborgum 38, 112 Reykjavík, þar sem sótt er um heimild til að byggja við núverandi frístundahús sem áður stóð á Húsavík og gekk undir nafninu Skuld.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggst ekki gegn erindinu á þessu stigi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna viðbygginguna fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.

3. Múli 1.  Umsókn um heimild til landskipta.                                                                S20171102

Erindi dags 14. nóvember 2017 frá Kjartani Stefánssyni í Múla 1 í Aðaldal í Þingeyjarsveit þar sem hann sækir um heimild til að skipta út 2000 m² lóð undir fjósi út úr jörð sinni Múla 1 skv. meðfylgjandi hnitsettum lóðaruppdrætti dags. 27. október 2017 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við landskiptin og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt.  Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falin málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.

 

Fundi slitið